Viðskipti erlent

Apple kynnir nýjan hátalara

Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýjan hátalara, HomePod. Um er að ræða aðra kynslóð af hátölurunum en sú fyrsta kom út árið 2018. Fyrirtækið vonast eftir því að skáka fyrirtækjum á borð við Amazon, Google og Sonos með nýju græjunni. 

Viðskipti erlent

Lagði Adidas í deilu um rendurnar

Bandaríski fatahönnuðurinn Thom Browne lagði þýska íþróttafatnaðarrisann Adidas í hugverkadeilu um notkun á röndum í hönnun á fatnaði. Þetta er niðurstaða dómstóls í New York í Bandaríkjunum. Browne og Adidas hafa áður deilt um notkun á röndum.

Viðskipti erlent

Sví­ar sitj­a kannsk­i á mik­il­væg­ust­u námu Evróp­u

Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti erlent

Hagnaður Samsung ekki lægri í átta ár

Búist er við því að hagnaður suður kóreska tæknirisans Samsung hafi dregist verulega saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt nýtti stöðuuppfærslu frá Samsung er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi ekki verið lægri í átta ár en hann dróst saman um tvo þriðju á milli ára.

Viðskipti erlent

Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing

Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google.

Viðskipti erlent

ESB sektar Meta um sextíu milljarða

Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent

Yfir­lög­fræðingur FTX sagður vinna með sak­sóknurum

Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried.

Viðskipti erlent

Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu

Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda.

Viðskipti erlent

Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest

Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings.

Viðskipti erlent

Mikill fjöldi við­skipta­vina hluti af hóplög­sókn

Viðskiptavinir rafmyntaverkvangsins FTX hafa nú stofnað til hóplögsóknar og freista þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka eftir fall fyrirtækisins. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná yfir eina milljón viðskiptavina sem halda því fram að þeir eigi fyrstir rétt á greiðslu frá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi

Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu.

Viðskipti erlent

Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter.

Viðskipti erlent