Með illu skal illt út reka 28. júní 2004 00:01 Framtíðarhrollurinn Pitch Black frá árinu 2000 sló óvænt í gegn og gerði aðalleikarann Vin Diesel að efnilegustu hasarmyndastjörnu sem komið hafði fram á sjónarsviðið frá því Bruce Willis drullaði út hvíta hlýrabolinn sinn í Die Hard 1988. Diesel lék morðingjann Richard B. Riddick sem lenti í þeirri óvæntu aðstöðu að verða skyndilega eina von nokkurra strandaglópa á framandi plánetu. Hann keyrði töffið í botn og tókst að eigna sér Pitch Black og gera þessa frekar ódýru mynd að stökkpalli upp á stjörnuhimininn í Hollywood. Það er ekki hægt annað en að dást að honum fyrir þetta þar sem hann sagði ekki orð í fyrri helmingi myndarinnar og þegar hann þurfti að tjá sig með orðum gerði hann það með stuttum og meitluðum setningum sem voru nákvæmlega í þeirri lengd sem Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger ráða við að koma út úr sér skammlaust. Morðingi um borð Pitch Black sagði frá 40 manna hópi sem var að flytja búferlum frá jörðinni til framandi heima. Allt var þetta upp til hópa ágætis fólk ef frá er talinn spilltur geimlögreglumaður sem var með fangann Riddick í eftirdragi. Löggan var á leið með Riddick í ævilangt fangelsi á einhverri fanganýlendu þannig að heldur betur hljóp á snærið hjá morðingjanum þegar skipið hrapaði á óþekktri eyðimerkurplánetu. Þrjár sólir skinu yfir stjörnunni þannig að þar ríkti eilífur, sjóðandi heitur dagur. Þeir ferðalangar sem lifðu hrapið af voru þó svo óheppnir að á 22 ára fresti verður allsherjar sólmyrkvi og þá fara íbúar plánetunnar á kreik, risastórar fljúgandi blóðsugueðlur sem tæta allt kvikt í sig. Þegar skipbrotsfólkið fer að týna tölunni rennur upp fyrir því að morðinginn Riddick er sá eini sem getur mögulega hjálpað þeim að komast lífs af frá þessari fordæmdu stjörnu. Riddick er ekki bara hugrakkur, úrræðagóður og nautsterkur heldur hefur hann látið breyta augum sínum með skurðaðgerð þannig að hann sér eins og köttur í myrkri. Þarna lendir þessi dæmigerða andhetja í kunnuglegum aðstæðum þegar hún hættir skyndilega að hugsa um sjálfa sig og axlar ábyrgð á meðbræðrum sínum. Allt kemur þó fyrir ekki og í lok Pitch Black er Riddick sá eini sem kemst brott á lífi. Flóttamaður og frelsari The Chronicles of Riddick, sem Sambíóin frumsýna um helgina, tekur upp þráðinn fimm árum eftir að Riddick flaug út í frelsið í Pitch Black. Hann hefur lítið breyst, hugsar enn fyrst og fremst um að halda frelsinu og lífinu og lætur sig örlög annarra engu skipta svo lengi sem þeir hafa vit á því að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá honum. Þegar hér er komið sögu er ástandið í alheiminum frekar dapurt þar sem herskár þjóðflokkur sem kallast Necromongers leggur undir sig hvert sólkerfið á fætur öðru að hætti Keisaraveldisins í Stjörnustríði; annað hvort gefast stjörnukerfin upp og lúta stjórn þeirra eða þeim verður eytt. Þeir fáu sem þora að standa uppi í hárinu á Nekrómöngurunum endast yfirleitt ekki lengi og von þeirra um að geta nokkurn tíma losnað undan oki vondu kallanna er nánast engin. Uppreisnarfólkið áttar sig á því að kannski stenst gamla ævintýrið um sigur hins góða á hinu illa ekki og því er ákveðið að láta reyna á hið fornkveðna að með illu skuli illt út reka og Riddick er kallaður úr útlegð. Honum er auðvitað nokk sama hverjir drottna yfir alheiminum ef hann er látinn í friði. Hann áttar sig þó smám saman á því að hann kemst ekki lengur upp með þetta viðhorf þar sem hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna í alheimssögunni. Riddick er nefnilega svolítið eins og Harry Potter, alveg sérstakur. Sagan ekki öll "Við leggjum áherslu á þróun persónunnar í Chronicles," segir Diesel. "Myndin fylgist með því, skref fyrir skref, hvernig hann öðlast skilning á mikilvægi sínu og tilgangi lífs síns. Þetta er þróunarsaga andhetju sem gengur aftur til liðs við mannkynið." Hugmyndin að framhaldinu kviknaði hjá Diesel og leikstjóranum David Twohy þegar þeir voru að leggja lokahönd á Pitch Black og þá ákváðu þeir strax að dýpka persónu Riddicks í framhaldinu en hugmyndin er að gera eina mynd til viðbótar þannig að þegar upp verður staðið á saga Riddicks að vera þríleikur. [email protected] Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Framtíðarhrollurinn Pitch Black frá árinu 2000 sló óvænt í gegn og gerði aðalleikarann Vin Diesel að efnilegustu hasarmyndastjörnu sem komið hafði fram á sjónarsviðið frá því Bruce Willis drullaði út hvíta hlýrabolinn sinn í Die Hard 1988. Diesel lék morðingjann Richard B. Riddick sem lenti í þeirri óvæntu aðstöðu að verða skyndilega eina von nokkurra strandaglópa á framandi plánetu. Hann keyrði töffið í botn og tókst að eigna sér Pitch Black og gera þessa frekar ódýru mynd að stökkpalli upp á stjörnuhimininn í Hollywood. Það er ekki hægt annað en að dást að honum fyrir þetta þar sem hann sagði ekki orð í fyrri helmingi myndarinnar og þegar hann þurfti að tjá sig með orðum gerði hann það með stuttum og meitluðum setningum sem voru nákvæmlega í þeirri lengd sem Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger ráða við að koma út úr sér skammlaust. Morðingi um borð Pitch Black sagði frá 40 manna hópi sem var að flytja búferlum frá jörðinni til framandi heima. Allt var þetta upp til hópa ágætis fólk ef frá er talinn spilltur geimlögreglumaður sem var með fangann Riddick í eftirdragi. Löggan var á leið með Riddick í ævilangt fangelsi á einhverri fanganýlendu þannig að heldur betur hljóp á snærið hjá morðingjanum þegar skipið hrapaði á óþekktri eyðimerkurplánetu. Þrjár sólir skinu yfir stjörnunni þannig að þar ríkti eilífur, sjóðandi heitur dagur. Þeir ferðalangar sem lifðu hrapið af voru þó svo óheppnir að á 22 ára fresti verður allsherjar sólmyrkvi og þá fara íbúar plánetunnar á kreik, risastórar fljúgandi blóðsugueðlur sem tæta allt kvikt í sig. Þegar skipbrotsfólkið fer að týna tölunni rennur upp fyrir því að morðinginn Riddick er sá eini sem getur mögulega hjálpað þeim að komast lífs af frá þessari fordæmdu stjörnu. Riddick er ekki bara hugrakkur, úrræðagóður og nautsterkur heldur hefur hann látið breyta augum sínum með skurðaðgerð þannig að hann sér eins og köttur í myrkri. Þarna lendir þessi dæmigerða andhetja í kunnuglegum aðstæðum þegar hún hættir skyndilega að hugsa um sjálfa sig og axlar ábyrgð á meðbræðrum sínum. Allt kemur þó fyrir ekki og í lok Pitch Black er Riddick sá eini sem kemst brott á lífi. Flóttamaður og frelsari The Chronicles of Riddick, sem Sambíóin frumsýna um helgina, tekur upp þráðinn fimm árum eftir að Riddick flaug út í frelsið í Pitch Black. Hann hefur lítið breyst, hugsar enn fyrst og fremst um að halda frelsinu og lífinu og lætur sig örlög annarra engu skipta svo lengi sem þeir hafa vit á því að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá honum. Þegar hér er komið sögu er ástandið í alheiminum frekar dapurt þar sem herskár þjóðflokkur sem kallast Necromongers leggur undir sig hvert sólkerfið á fætur öðru að hætti Keisaraveldisins í Stjörnustríði; annað hvort gefast stjörnukerfin upp og lúta stjórn þeirra eða þeim verður eytt. Þeir fáu sem þora að standa uppi í hárinu á Nekrómöngurunum endast yfirleitt ekki lengi og von þeirra um að geta nokkurn tíma losnað undan oki vondu kallanna er nánast engin. Uppreisnarfólkið áttar sig á því að kannski stenst gamla ævintýrið um sigur hins góða á hinu illa ekki og því er ákveðið að láta reyna á hið fornkveðna að með illu skuli illt út reka og Riddick er kallaður úr útlegð. Honum er auðvitað nokk sama hverjir drottna yfir alheiminum ef hann er látinn í friði. Hann áttar sig þó smám saman á því að hann kemst ekki lengur upp með þetta viðhorf þar sem hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna í alheimssögunni. Riddick er nefnilega svolítið eins og Harry Potter, alveg sérstakur. Sagan ekki öll "Við leggjum áherslu á þróun persónunnar í Chronicles," segir Diesel. "Myndin fylgist með því, skref fyrir skref, hvernig hann öðlast skilning á mikilvægi sínu og tilgangi lífs síns. Þetta er þróunarsaga andhetju sem gengur aftur til liðs við mannkynið." Hugmyndin að framhaldinu kviknaði hjá Diesel og leikstjóranum David Twohy þegar þeir voru að leggja lokahönd á Pitch Black og þá ákváðu þeir strax að dýpka persónu Riddicks í framhaldinu en hugmyndin er að gera eina mynd til viðbótar þannig að þegar upp verður staðið á saga Riddicks að vera þríleikur. [email protected]
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið