Ólympíumeistarar eftir vítakeppni 29. ágúst 2004 00:01 Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira