Fólkið neitar sök 17. október 2005 00:01 Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Sjá meira
Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Sjá meira