Peningaskápurinn ... 27. október 2006 00:01 Auðkýfingar ásælast Bond-bílinnFranski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.Bílarnir eru breskir og hefur kvennagullið og njósnari hennar hátignar, James Bond, ekið um í bifreiðum frá Aston Martin í nokkrum kvikmyndum um ævintýri hans, síðast í Die Another Day, sem tekin var upp að hluta hér á landi. Arnault og Frere eru með ríkustu mönnum Evrópu. Arnault er sjöundi ríkasti maður í heimi samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes en Frere er ríkasti maður í Belgíu. Í fjárfestingasjóðnum verður einn milljarður evra, ríflega 86 milljarðar íslenskra króna.Sony hugsar um neytendurnaSony beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að leikjatölvan PlayStation 3 berist strax til Evrópu. Tölvan fer hins vegar á markað í Japan og Bandaríkjunum í næsta mánuði, en á ekki að koma til Evrópu fyrr en í mars. Harðir leikjatölvuunnendur sem hér hafa beðið óþreyjufullir eru því skiljanlega sárir yfir því að verða með þeim síðustu til að fá leikjatölvuna. Talsmaður Sony segir fyrirtækið hins vegar bera hag neytenda fyrir brjósti, ekki sé enn hægt að spila leiki fyrir eldri útgáfur í þeirri nýju, auk þess sem ekki sé hægt að spila Blu-ray diska, sem gefnir hafa verið út í Evrópu í leikjatölvum frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir sem keypt hafi tölvu þaðan og reyndu að nota í Evrópu sætu því uppi með leikjatölvu sem þeir gætu ekki notað. Í mars á hins vegar að vera búið að búa þannig um hnútana að tölvan ráði við evrópsku Blu-ray diskana. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Sjá meira
Auðkýfingar ásælast Bond-bílinnFranski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.Bílarnir eru breskir og hefur kvennagullið og njósnari hennar hátignar, James Bond, ekið um í bifreiðum frá Aston Martin í nokkrum kvikmyndum um ævintýri hans, síðast í Die Another Day, sem tekin var upp að hluta hér á landi. Arnault og Frere eru með ríkustu mönnum Evrópu. Arnault er sjöundi ríkasti maður í heimi samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes en Frere er ríkasti maður í Belgíu. Í fjárfestingasjóðnum verður einn milljarður evra, ríflega 86 milljarðar íslenskra króna.Sony hugsar um neytendurnaSony beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að leikjatölvan PlayStation 3 berist strax til Evrópu. Tölvan fer hins vegar á markað í Japan og Bandaríkjunum í næsta mánuði, en á ekki að koma til Evrópu fyrr en í mars. Harðir leikjatölvuunnendur sem hér hafa beðið óþreyjufullir eru því skiljanlega sárir yfir því að verða með þeim síðustu til að fá leikjatölvuna. Talsmaður Sony segir fyrirtækið hins vegar bera hag neytenda fyrir brjósti, ekki sé enn hægt að spila leiki fyrir eldri útgáfur í þeirri nýju, auk þess sem ekki sé hægt að spila Blu-ray diska, sem gefnir hafa verið út í Evrópu í leikjatölvum frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir sem keypt hafi tölvu þaðan og reyndu að nota í Evrópu sætu því uppi með leikjatölvu sem þeir gætu ekki notað. Í mars á hins vegar að vera búið að búa þannig um hnútana að tölvan ráði við evrópsku Blu-ray diskana.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Sjá meira