Slúður og fréttir 9. maí 2007 00:01 Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Yfirtökuáform Baugs í Mosaic Fashions og Eyjamanna í Vinnslustöðina leggjast misvel í menn og trúi ég því varla að öll kurl séu komin þar til grafar. Mikið rosalega var ég ósáttur með það verð sem Baugur ætlar að borga fyrir Mosaic. Ég keypti skammt í útboðinu fyrir tveimur árum á 13,6 og fæ því bara 29 prósent ofan á það og sjö prósent ofan á síðasta viðskiptagengi. Hvernig voru aftur hin óskráðu lögmál um þrjátíu prósenta yfirverð í Bretlandi? Og ætla Binni og félagar í Eyjum að læsa Guðmund Kristjánsson og aðra hluthafa inni á verði sem er langt undir síðasta markaðsgengi? En ég á allt eins von á því að fleiri félög verði skotspónn „yfirtökumanna“ á árinu. Maður heyrir orðróm um að FL Group hafi boðið í Atorku Group. Beið ég ekki lengi boðanna og skellti mér á vænan skammt í Atorku. Annars eru alls kyns sögusagnir í gangi um bankana og önnur fyrirtæki sem verður að taka með varúð. En auðvitað ber alltaf að hafa hið gamla húsráð spákaupmanna í hávegum að kaupa á slúðri og selja á staðreyndum. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Sjá meira
Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Yfirtökuáform Baugs í Mosaic Fashions og Eyjamanna í Vinnslustöðina leggjast misvel í menn og trúi ég því varla að öll kurl séu komin þar til grafar. Mikið rosalega var ég ósáttur með það verð sem Baugur ætlar að borga fyrir Mosaic. Ég keypti skammt í útboðinu fyrir tveimur árum á 13,6 og fæ því bara 29 prósent ofan á það og sjö prósent ofan á síðasta viðskiptagengi. Hvernig voru aftur hin óskráðu lögmál um þrjátíu prósenta yfirverð í Bretlandi? Og ætla Binni og félagar í Eyjum að læsa Guðmund Kristjánsson og aðra hluthafa inni á verði sem er langt undir síðasta markaðsgengi? En ég á allt eins von á því að fleiri félög verði skotspónn „yfirtökumanna“ á árinu. Maður heyrir orðróm um að FL Group hafi boðið í Atorku Group. Beið ég ekki lengi boðanna og skellti mér á vænan skammt í Atorku. Annars eru alls kyns sögusagnir í gangi um bankana og önnur fyrirtæki sem verður að taka með varúð. En auðvitað ber alltaf að hafa hið gamla húsráð spákaupmanna í hávegum að kaupa á slúðri og selja á staðreyndum. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Sjá meira