Baráttan fyrir ábyrgum akstri 26. júní 2007 03:45 Ferðasumarið er hafið. Á það var rækilega minnt þegar langar raðir bifreiða mynduðust á umferðaræðunum til og frá höfuðborginni, fyrst út úr bænum á föstudag og svo aftur inn í bæinn á sunnudag. Þegar komið er fram á þennan árstíma er ekki laust við að maður andi léttar eftir hverja helgi þar sem umferðin hefur ekki tekið toll í mannslífum. Ástæða er til að gleðjast yfir því að fjöldi þeirra sem látist hefur í umferðarslysum á árinu er nú minni en í fyrra og vel undir meðaltali frá árinu 2002. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því dag hvern slasast einhverjir í umferðinni og þeir eru nokkrir í hverri viku sem hljóta alvarlega áverka eða örkuml af völdum umferðaslyss. Fjöldi slasaðra í umferðarslysum er mun meiri en í fyrra, hvort sem litið er á tölur um meidda, mikið eða lítið slasaða. Sérstaklega er aukning mikið slasaðra um nærri sextíu prósent miðað við sama tíma í fyrra hrikaleg staðreynd. Ekki verður horft fram hjá því að hraðakstur, eða of hraður akstur miðað við aðstæður, er ein meginorsök umferðarslysa. Á þetta er aldrei nægjanlega oft minnt og mikilvægt er að baráttan fyrir ábyrgum akstri sé alltaf sýnileg, ekki síst á þessum árstíma þegar umferð ferðafólks um vegi landsins er mikil. Göngum gegn slysum er yfirskrift göngu sem ýmsir starfshópar sem koma að umferðarslysum standa fyrir í dag. Þessi hópur fólks þekkir betur en nokkrir aðrir alvarlegar afleiðingar slysa og sér sig knúinn til að minna á sig nú í upphafi ferðasumarsins. Framtak forsvarsmanna göngunnar er svo sannarlega lofsvert. Ástæða er einnig til að fagna stafrænum myndavélum sem boðað er að settar verði upp á næstunni til að mæla hraðakstur á þeim stöðum á landinu þar sem algengast er að ekið sé of hratt. Myndavélarnar eru þannig úr garði gerðar að þær senda myndir af ökuföntunum beint til lögreglustjóraembættisins á Snæfellsnesi sem hefur tekið að sér að senda viðkomandi ökumönnum sektarmiðana. Vonast verður til að markmiðið, sem er að draga úr hraðakstri, náist. Í baráttunni gegn ofsaakstri verður að beita öllum tiltækum ráðum. Reyndar virðast sektirnar einar í sumum tilvikum ekki hafa þann fælingarmátt sem gera mætti ráð fyrir. Til dæmis var það ekki raunin þegar sú sem þetta ritar var á leið norðan úr landi ekki alls fyrir löngu. Ekið var á 90 km hraða þegar bíll með tengivagni ók fram úr en hámarkshraði slíkra ökutækja er 80 km á klukkustund. Skömmu síðar var ekið fram á bílstjórann þar sem hin galvaska lögregla í Húnaþingi var að sekta hann. Í Norðurárdal ók svo sami bílstjóri ótrauður fram úr undirritaðri sem enn var á 90 km hraða. Engan langar að ímynda sér hvað þyrfti til að hafa áhrif á aksturslag slíkra ökumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun
Ferðasumarið er hafið. Á það var rækilega minnt þegar langar raðir bifreiða mynduðust á umferðaræðunum til og frá höfuðborginni, fyrst út úr bænum á föstudag og svo aftur inn í bæinn á sunnudag. Þegar komið er fram á þennan árstíma er ekki laust við að maður andi léttar eftir hverja helgi þar sem umferðin hefur ekki tekið toll í mannslífum. Ástæða er til að gleðjast yfir því að fjöldi þeirra sem látist hefur í umferðarslysum á árinu er nú minni en í fyrra og vel undir meðaltali frá árinu 2002. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því dag hvern slasast einhverjir í umferðinni og þeir eru nokkrir í hverri viku sem hljóta alvarlega áverka eða örkuml af völdum umferðaslyss. Fjöldi slasaðra í umferðarslysum er mun meiri en í fyrra, hvort sem litið er á tölur um meidda, mikið eða lítið slasaða. Sérstaklega er aukning mikið slasaðra um nærri sextíu prósent miðað við sama tíma í fyrra hrikaleg staðreynd. Ekki verður horft fram hjá því að hraðakstur, eða of hraður akstur miðað við aðstæður, er ein meginorsök umferðarslysa. Á þetta er aldrei nægjanlega oft minnt og mikilvægt er að baráttan fyrir ábyrgum akstri sé alltaf sýnileg, ekki síst á þessum árstíma þegar umferð ferðafólks um vegi landsins er mikil. Göngum gegn slysum er yfirskrift göngu sem ýmsir starfshópar sem koma að umferðarslysum standa fyrir í dag. Þessi hópur fólks þekkir betur en nokkrir aðrir alvarlegar afleiðingar slysa og sér sig knúinn til að minna á sig nú í upphafi ferðasumarsins. Framtak forsvarsmanna göngunnar er svo sannarlega lofsvert. Ástæða er einnig til að fagna stafrænum myndavélum sem boðað er að settar verði upp á næstunni til að mæla hraðakstur á þeim stöðum á landinu þar sem algengast er að ekið sé of hratt. Myndavélarnar eru þannig úr garði gerðar að þær senda myndir af ökuföntunum beint til lögreglustjóraembættisins á Snæfellsnesi sem hefur tekið að sér að senda viðkomandi ökumönnum sektarmiðana. Vonast verður til að markmiðið, sem er að draga úr hraðakstri, náist. Í baráttunni gegn ofsaakstri verður að beita öllum tiltækum ráðum. Reyndar virðast sektirnar einar í sumum tilvikum ekki hafa þann fælingarmátt sem gera mætti ráð fyrir. Til dæmis var það ekki raunin þegar sú sem þetta ritar var á leið norðan úr landi ekki alls fyrir löngu. Ekið var á 90 km hraða þegar bíll með tengivagni ók fram úr en hámarkshraði slíkra ökutækja er 80 km á klukkustund. Skömmu síðar var ekið fram á bílstjórann þar sem hin galvaska lögregla í Húnaþingi var að sekta hann. Í Norðurárdal ók svo sami bílstjóri ótrauður fram úr undirritaðri sem enn var á 90 km hraða. Engan langar að ímynda sér hvað þyrfti til að hafa áhrif á aksturslag slíkra ökumanna.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun