Spennan magnast 23. apríl 2008 00:01 Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Sjá meira
Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Sjá meira