Fjórðungur þekkir til tryggingasvika Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2009 07:00 Tryggingastofnun. Mynd/Pjetur 24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Spurt var: „Þekkir þú einhvern sem, með því að hagræða sannleikanum, hefur fengið greiddar bætur frá tryggingafélagi sem hann átti ekki rétt á eða hærri bætur en hann átti rétt á?" Kannað var viðhorf fólks til vátryggingasvika á tímabilinu 29. janúar síðastliðinn til 4. febrúar. Um er að ræða netkönnun í viðhorfahópi Gallup, en úrtakið er 1.500 manns á landinu öllu á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 57,4 prósent. Um er að ræða fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi að sögn Helgu Jónsdóttur, lögfræðings hjá SFF. Erlendar rannsóknir sýni hins vegar að á bilinu 5 til 15 prósent útgreiddra tjónabóta megi rekja til vátryggingasvika. Þá sýni nýjar erlendar rannsóknir vísbendingar um að tryggingasvik hafi færst í vöxt með versnandi efnahagsástandi í heiminum og að viðhorf hafi breyst í þá veru að fólk sé jákvæðara í garð slíkrar háttsemi. SFF hafi því rætt við aðildarfélög sín og í framhaldinu hafi verið ákveðið að leita til Capacent um að kanna stöðu mála hér. „Svo ætlum við í framhaldinu að skoða hvað hægt er að gera til að bregðast við," segir Helga. Hvað niðurstöður þessarar fyrstu könnunar varðar segir Helga sláandi að nærri fjórðungur aðspurðra þekki einhvern sem fengið hefur bætur sem viðkomandi átti ekki rétt á. „Sömuleiðis er nokkuð hátt hlutfall þátttakenda, eða yfir 15 prósent, sem annaðhvort er sammála því eða hefur ekki á því skoðun hvort í lagi sé að hagræða sannleikanum til að frá greiddar bætur. 8,3 prósent telja í lagi að hagræða sannleiknum sér í hag og væntanlega hækkar það hlutfall þegar þeir standa frammi fyrir þeirri spurningu. En svo er auðvitað á það að líta að 84 prósent eru á móti því að hagræða sannleikanum með þessum hætti." Helga segir jafnframt áhyggjuefni að sjá hvað yngra fólk í könnuninni (16 til 35 ára) er jákvæðara gagnvart svikum en þeir sem eldri eru. „En yfirgnæfandi meirihluti, eða 87,7 prósent, telur vátryggingasvik vera alvarlegt afbrot," segir hún og kveður mikilvægt að árétta að að kostnaður vegna vátryggingasvika lendi á endanum alltaf á almennum viðskiptavinum vátryggingafélaganna. „Rétt er að halda því á lofti að langstærsti hluti vátryggingataka er heiðarlegt fólk sem á endanum þarf að standa straum af svikum sem þessum með iðgjaldagreiðslum sínum." Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða, reynist vátryggingasvik hér sambærileg við það sem erlendar rannsóknir benda til. Í nýrri könnun breska tryggingarisans RSA kemur fram að vátryggingasvik kosti breska viðskiptavini sem nemur 1,6 milljörðum punda á ári, eða yfir 260 milljarða króna. Gróft reiknað sé kostnaðurinn vel yfir milljarð á ári sé sú tala yfirfærð á Ísland miðað við höfðatölu. Ef hins vegar er reiknað með að 5 til 15 prósent greiddra bóta séu svikin þá fæst heldur hærri tala. Tölur fyrir 2008 liggja ekki fyrir en árið áður námu greiðslur vegna tjóna og líftrygginga tæpum 26 milljörðum króna. Miðað við það gæti upphæð svikinna bóta numið 1,3 til 3,9 milljarða króna á ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi. Spurt var: „Þekkir þú einhvern sem, með því að hagræða sannleikanum, hefur fengið greiddar bætur frá tryggingafélagi sem hann átti ekki rétt á eða hærri bætur en hann átti rétt á?" Kannað var viðhorf fólks til vátryggingasvika á tímabilinu 29. janúar síðastliðinn til 4. febrúar. Um er að ræða netkönnun í viðhorfahópi Gallup, en úrtakið er 1.500 manns á landinu öllu á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 57,4 prósent. Um er að ræða fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi að sögn Helgu Jónsdóttur, lögfræðings hjá SFF. Erlendar rannsóknir sýni hins vegar að á bilinu 5 til 15 prósent útgreiddra tjónabóta megi rekja til vátryggingasvika. Þá sýni nýjar erlendar rannsóknir vísbendingar um að tryggingasvik hafi færst í vöxt með versnandi efnahagsástandi í heiminum og að viðhorf hafi breyst í þá veru að fólk sé jákvæðara í garð slíkrar háttsemi. SFF hafi því rætt við aðildarfélög sín og í framhaldinu hafi verið ákveðið að leita til Capacent um að kanna stöðu mála hér. „Svo ætlum við í framhaldinu að skoða hvað hægt er að gera til að bregðast við," segir Helga. Hvað niðurstöður þessarar fyrstu könnunar varðar segir Helga sláandi að nærri fjórðungur aðspurðra þekki einhvern sem fengið hefur bætur sem viðkomandi átti ekki rétt á. „Sömuleiðis er nokkuð hátt hlutfall þátttakenda, eða yfir 15 prósent, sem annaðhvort er sammála því eða hefur ekki á því skoðun hvort í lagi sé að hagræða sannleikanum til að frá greiddar bætur. 8,3 prósent telja í lagi að hagræða sannleiknum sér í hag og væntanlega hækkar það hlutfall þegar þeir standa frammi fyrir þeirri spurningu. En svo er auðvitað á það að líta að 84 prósent eru á móti því að hagræða sannleikanum með þessum hætti." Helga segir jafnframt áhyggjuefni að sjá hvað yngra fólk í könnuninni (16 til 35 ára) er jákvæðara gagnvart svikum en þeir sem eldri eru. „En yfirgnæfandi meirihluti, eða 87,7 prósent, telur vátryggingasvik vera alvarlegt afbrot," segir hún og kveður mikilvægt að árétta að að kostnaður vegna vátryggingasvika lendi á endanum alltaf á almennum viðskiptavinum vátryggingafélaganna. „Rétt er að halda því á lofti að langstærsti hluti vátryggingataka er heiðarlegt fólk sem á endanum þarf að standa straum af svikum sem þessum með iðgjaldagreiðslum sínum." Ljóst er að um töluverðar upphæðir er að ræða, reynist vátryggingasvik hér sambærileg við það sem erlendar rannsóknir benda til. Í nýrri könnun breska tryggingarisans RSA kemur fram að vátryggingasvik kosti breska viðskiptavini sem nemur 1,6 milljörðum punda á ári, eða yfir 260 milljarða króna. Gróft reiknað sé kostnaðurinn vel yfir milljarð á ári sé sú tala yfirfærð á Ísland miðað við höfðatölu. Ef hins vegar er reiknað með að 5 til 15 prósent greiddra bóta séu svikin þá fæst heldur hærri tala. Tölur fyrir 2008 liggja ekki fyrir en árið áður námu greiðslur vegna tjóna og líftrygginga tæpum 26 milljörðum króna. Miðað við það gæti upphæð svikinna bóta numið 1,3 til 3,9 milljarða króna á ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira