Ábending til fulltrúa hluthafa Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 11. desember 2009 06:00 Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun