Ákall um einkavæðingu? Ólafur Stephensen skrifar 6. september 2010 06:00 Þótt breytt ríkisstjórn hafi á sér ákveðnara svipmót vinstri stjórnar eftir að utanþingsráðherrarnir voru settir út úr henni, flytur hinn væntanlegi velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, ekki hefðbundinn boðskap vinstrimanna um skattahækkanir til að standa undir velferðarþjónustunni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina lagði Guðbjartur þvert á móti áherzlu á að skera yrði niður í þjónustu ríkisins og í raun skilgreina hlutverk þess upp á nýtt. Fyrir þetta geta skattgreiðendur sjálfsagt þakkað því að þegar félags-, trygginga- og heilbrigðismál hafa verið sameinuð í einu ráðuneyti fer Guðbjartur Hannesson með hartnær helming allra ríkisútgjaldanna, að frátöldum vaxtagjöldum sem næstu árin verða mikil byrði á ríkissjóði. Guðbjartur Hannesson hefur verið formaður fjárlaganefndar og er sem slíkur vonandi raunsær á viðkvæm mál eins og þá staðreynd, að þegar á móti blæs í efnahagslífinu fjölgar öryrkjum, sem þiggja framfærslu sína af skattfé. Ráðherrann segir að setja þurfi markmið um lágmarksframfærslu og tryggja að þjónusta við bótaþega sé í lagi, en bætir við: „Við þurfum að hvetja fólk til sjálfsbjargarviðleitni, að sækja vinnu og taka þátt í samfélaginu en að það treysti ekki bara á að fá bætur og félagslega þjónustu. Það er öryggisnet en ekki lífsmáti nema maður komist ekki hjá því. Því hugarfari þurfum við að breyta og það hefur mikilli orku verið eytt í starfsendurhæfingu." Þetta viðhorf hefur því miður ekki alltaf átt upp á pallborðið í flokkunum, sem nú mynda ríkisstjórn. Þar hefur verið lögð meiri áherzla á að tryggja stuðninginn við bótaþega, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendurna, en að reyna að fækka þeim og koma sem flestum aftur á vinnumarkað þannig að kostnaður skattgreiðendanna fari ekki úr böndunum. Í sumum nágrannaríkjum okkar, til dæmis Svíþjóð, hefur verið mjög sársaukafullt að vinda ofan af velferðarkerfi sem var farið úr böndunum. Ríkisstjórnin stendur ekki frammi fyrir neinu smáverkefni í niðurskurði ríkisútgjaldanna. Jafnkaldhæðnislegt og það er, þarf vinstristjórn nú að vinda ofan af ábyrgðarlausri útgjaldaaukningu, fjölgun ríkisstofnana og ríkisstarfsmanna sem átti sér stað í tíð ríkisstjórna sem einhverra hluta vegna voru stundum kenndar við frjálshyggju. Þrátt fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja og -stofnana blés ríkið út. Í Fréttablaðsviðtalinu segir Guðbjartur Hannesson: „Ef við forgangsröðum upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstaklingar - það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu." Hann fékkst ekki til að nefna einstök dæmi en sagði ríkið hafa verið duglegt að eyða. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn því að það er viðkvæmt, en í rauninni þurfum við að hugsa upp á nýtt fyrir hvað ríkið á að standa. Hvað ætlum við að tryggja og hvað ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Þótt breytt ríkisstjórn hafi á sér ákveðnara svipmót vinstri stjórnar eftir að utanþingsráðherrarnir voru settir út úr henni, flytur hinn væntanlegi velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, ekki hefðbundinn boðskap vinstrimanna um skattahækkanir til að standa undir velferðarþjónustunni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina lagði Guðbjartur þvert á móti áherzlu á að skera yrði niður í þjónustu ríkisins og í raun skilgreina hlutverk þess upp á nýtt. Fyrir þetta geta skattgreiðendur sjálfsagt þakkað því að þegar félags-, trygginga- og heilbrigðismál hafa verið sameinuð í einu ráðuneyti fer Guðbjartur Hannesson með hartnær helming allra ríkisútgjaldanna, að frátöldum vaxtagjöldum sem næstu árin verða mikil byrði á ríkissjóði. Guðbjartur Hannesson hefur verið formaður fjárlaganefndar og er sem slíkur vonandi raunsær á viðkvæm mál eins og þá staðreynd, að þegar á móti blæs í efnahagslífinu fjölgar öryrkjum, sem þiggja framfærslu sína af skattfé. Ráðherrann segir að setja þurfi markmið um lágmarksframfærslu og tryggja að þjónusta við bótaþega sé í lagi, en bætir við: „Við þurfum að hvetja fólk til sjálfsbjargarviðleitni, að sækja vinnu og taka þátt í samfélaginu en að það treysti ekki bara á að fá bætur og félagslega þjónustu. Það er öryggisnet en ekki lífsmáti nema maður komist ekki hjá því. Því hugarfari þurfum við að breyta og það hefur mikilli orku verið eytt í starfsendurhæfingu." Þetta viðhorf hefur því miður ekki alltaf átt upp á pallborðið í flokkunum, sem nú mynda ríkisstjórn. Þar hefur verið lögð meiri áherzla á að tryggja stuðninginn við bótaþega, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendurna, en að reyna að fækka þeim og koma sem flestum aftur á vinnumarkað þannig að kostnaður skattgreiðendanna fari ekki úr böndunum. Í sumum nágrannaríkjum okkar, til dæmis Svíþjóð, hefur verið mjög sársaukafullt að vinda ofan af velferðarkerfi sem var farið úr böndunum. Ríkisstjórnin stendur ekki frammi fyrir neinu smáverkefni í niðurskurði ríkisútgjaldanna. Jafnkaldhæðnislegt og það er, þarf vinstristjórn nú að vinda ofan af ábyrgðarlausri útgjaldaaukningu, fjölgun ríkisstofnana og ríkisstarfsmanna sem átti sér stað í tíð ríkisstjórna sem einhverra hluta vegna voru stundum kenndar við frjálshyggju. Þrátt fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja og -stofnana blés ríkið út. Í Fréttablaðsviðtalinu segir Guðbjartur Hannesson: „Ef við forgangsröðum upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstaklingar - það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu." Hann fékkst ekki til að nefna einstök dæmi en sagði ríkið hafa verið duglegt að eyða. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn því að það er viðkvæmt, en í rauninni þurfum við að hugsa upp á nýtt fyrir hvað ríkið á að standa. Hvað ætlum við að tryggja og hvað ekki?