Juan Antonio Samaranch er allur 89 ára gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2010 14:00 Juan Antonio Samaranch með Jacques Rogge, núverandi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Mynd/AFP Juan Antonio Samaranch, fyrrverandi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og sérstakur heiðursforseti Ólympíuhreyfingarinnar, lést í dag á spítala í Barelona. Banameinið var hjartaáfall. Hann var 89 ára gamall. Juan Antonio Samaranch hefur verið heiðursforseti Alþjóðaólympíunefndarinnar síðan að hann hætti sem forseti árið 2001. Hann hafði verið kosinn forseti 21 ári áður. Jacques Rogge, núverandi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, tók við af Samaranch. Það hefur aðeins einn maður verið lengur forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar en Samaranch. Sá var stofnandi hennar Pierre de Coubertin sem var forseti hennar í 29 ár. Samaranch hafði átti við heilsuvandamál að stríða síðan að hann hætti sem forseti og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hann hafði verið lagður inn á spítala vegna hjartavandamála. Juan Antonio Samaranch var einn allra valdamesti maður íþróttahreyfingarinnar á sínum tíma og hápunktur í valdtíð hans var þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í heimaborg hans Barcelona árið 1992. Undir stjórn Samaranch óx ólympíuhreyfingin og dafnaði. Juan Antonio Samaranch fékk sæti í Ólympíunefnd Spánverja árið 1966 og var síðan kjörinn forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar árið 1980. Hann keppti á hjólaskautum á sínum íþróttaferli og varð einu sinni heimsmeistari í sinni grein. Samaranch heimsótti Ísland nokkrum sinnum, m.a. var hann við setningu Smáþjóðaleikanna hér á landi árið 1997.ÍSÍ hefur sent Alþjóðaólympíuhreyfingunni og Ólympíunefnd Spánar samúðarkveðju vegna fráfalls Juan Antonio Samaranch og beðið samtökin fyrir kveðju til fjölskyldu hans frá íslenskri íþróttahreyfingu. Erlendar Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Fleiri fréttir Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Sjá meira
Juan Antonio Samaranch, fyrrverandi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og sérstakur heiðursforseti Ólympíuhreyfingarinnar, lést í dag á spítala í Barelona. Banameinið var hjartaáfall. Hann var 89 ára gamall. Juan Antonio Samaranch hefur verið heiðursforseti Alþjóðaólympíunefndarinnar síðan að hann hætti sem forseti árið 2001. Hann hafði verið kosinn forseti 21 ári áður. Jacques Rogge, núverandi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, tók við af Samaranch. Það hefur aðeins einn maður verið lengur forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar en Samaranch. Sá var stofnandi hennar Pierre de Coubertin sem var forseti hennar í 29 ár. Samaranch hafði átti við heilsuvandamál að stríða síðan að hann hætti sem forseti og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hann hafði verið lagður inn á spítala vegna hjartavandamála. Juan Antonio Samaranch var einn allra valdamesti maður íþróttahreyfingarinnar á sínum tíma og hápunktur í valdtíð hans var þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í heimaborg hans Barcelona árið 1992. Undir stjórn Samaranch óx ólympíuhreyfingin og dafnaði. Juan Antonio Samaranch fékk sæti í Ólympíunefnd Spánverja árið 1966 og var síðan kjörinn forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar árið 1980. Hann keppti á hjólaskautum á sínum íþróttaferli og varð einu sinni heimsmeistari í sinni grein. Samaranch heimsótti Ísland nokkrum sinnum, m.a. var hann við setningu Smáþjóðaleikanna hér á landi árið 1997.ÍSÍ hefur sent Alþjóðaólympíuhreyfingunni og Ólympíunefnd Spánar samúðarkveðju vegna fráfalls Juan Antonio Samaranch og beðið samtökin fyrir kveðju til fjölskyldu hans frá íslenskri íþróttahreyfingu.
Erlendar Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Fleiri fréttir Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Sjá meira