Samkeppnishæft skattkerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. september 2010 11:17 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flutti mikla skammadembu yfir atvinnurekendum á fundi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um skattamál í gær. Það fer ekki á milli mála að verulegur hugmyndafræðilegur ágreiningur er á milli fjármálaráðherrans og samtaka atvinnurekenda um það hvernig skattaumhverfi fyrirtækja á að vera, þar með talið hvað rétt sé að skattarnir séu háir.Meint skattpíning var þó ekki aðalumkvörtunarefni Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, sem sagði þvert á móti í ræðu sinni að atvinnulífið hefði gert sér fulla grein fyrir þörf ríkisins fyrir skattahækkanir á árunum 2009 og 2010. Menn hefði hins vegar skort "hugmyndaflug til að ímynda okkur að ríkisstjórnin myndi færa skattkerfið áratugi aftur í tímann, fórna einfaldleika þess og gagnsæi, gera það ósamkeppnisfært við nálæg ríki og taka upp að nýju skatta sem eru óréttlátir og flest nálæg ríki hafa losað sig við".Vilmundur sagði atvinnurekendur reiðubúna að vinna með stjórnvöldum að breytingum til batnaðar á skattkerfinu, með það að leiðarljósi að það yrði samkeppnishæft við það sem bezt gerðist í nálægum löndum.Í skýrslu SA og VÍ er bent á fjöldamörg dæmi um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem hafa flækt skattkerfið, valdið fyrirtækjum vandræðum og kostnaði og aukið hættuna á undanskotum og mistökum. Margt af þessu eru sömu atriðin og gagnrýnd voru í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skattkerfið, sem kom út í sumar. Þau atriði í skýrslunni hlutu reyndar litla athygli.Að reiðilestri Steingríms J. Sigfússonar loknum kom í ljós að um þetta atriði virðast hann og atvinnulífið geta talað saman. Steingrímur sagðist undir lok ræðu sinnar ekkert feiminn við að endurskoða hluti sem breytt hefði verið á sínum tíma sem fjármálaráðherra, ef í ljós kæmi að eitthvað hefði verið misráðið eða aðrar leiðir betri til að ná settum markmiðum. Þetta er út af fyrir sig nokkurs virði, því að breytingar á sköttum fyrirtækja í fyrra virðast að mörgu leyti hafa verið lítt hugsaðar og skellt á með alltof litlum fyrirvara og undirbúningi. Lykilatriði í hagstæðu skattaumhverfi er að það sé sæmilega stöðugt og fyrirsjáanlegt.Það eru viðtekin sannindi, sem Steingrímur J. Sigfússon sagði í ræðu sinni á skattafundinum, að skattar eru nauðsynlegir til að afla fjár til samfélagslegra verkefna. Það sem núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar ekki alltaf átta sig á, er að skattstofnarnir eru orðnir býsna hreyfanlegir og geta látið sig hverfa úr landi ef of hart er gengið fram í breytingum á skattkerfinu.Staðreyndin er sú að Ísland þarf að bjóða upp á hagstæðara skattaumhverfi fyrirtækja en nágrannalönd til að vega upp aðra ókosti landsins á borð við fjarlægð frá mörkuðum, óstöðugan gjaldmiðil og nú upp á síðkastið skaddað orðspor og gjaldeyrishöft. Það getur verið hollt að fjármálaráðherrann skammi atvinnulífið, en hann verður líka að vinna með því að því að búa til samkeppnishæft skattkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flutti mikla skammadembu yfir atvinnurekendum á fundi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um skattamál í gær. Það fer ekki á milli mála að verulegur hugmyndafræðilegur ágreiningur er á milli fjármálaráðherrans og samtaka atvinnurekenda um það hvernig skattaumhverfi fyrirtækja á að vera, þar með talið hvað rétt sé að skattarnir séu háir.Meint skattpíning var þó ekki aðalumkvörtunarefni Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, sem sagði þvert á móti í ræðu sinni að atvinnulífið hefði gert sér fulla grein fyrir þörf ríkisins fyrir skattahækkanir á árunum 2009 og 2010. Menn hefði hins vegar skort "hugmyndaflug til að ímynda okkur að ríkisstjórnin myndi færa skattkerfið áratugi aftur í tímann, fórna einfaldleika þess og gagnsæi, gera það ósamkeppnisfært við nálæg ríki og taka upp að nýju skatta sem eru óréttlátir og flest nálæg ríki hafa losað sig við".Vilmundur sagði atvinnurekendur reiðubúna að vinna með stjórnvöldum að breytingum til batnaðar á skattkerfinu, með það að leiðarljósi að það yrði samkeppnishæft við það sem bezt gerðist í nálægum löndum.Í skýrslu SA og VÍ er bent á fjöldamörg dæmi um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem hafa flækt skattkerfið, valdið fyrirtækjum vandræðum og kostnaði og aukið hættuna á undanskotum og mistökum. Margt af þessu eru sömu atriðin og gagnrýnd voru í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skattkerfið, sem kom út í sumar. Þau atriði í skýrslunni hlutu reyndar litla athygli.Að reiðilestri Steingríms J. Sigfússonar loknum kom í ljós að um þetta atriði virðast hann og atvinnulífið geta talað saman. Steingrímur sagðist undir lok ræðu sinnar ekkert feiminn við að endurskoða hluti sem breytt hefði verið á sínum tíma sem fjármálaráðherra, ef í ljós kæmi að eitthvað hefði verið misráðið eða aðrar leiðir betri til að ná settum markmiðum. Þetta er út af fyrir sig nokkurs virði, því að breytingar á sköttum fyrirtækja í fyrra virðast að mörgu leyti hafa verið lítt hugsaðar og skellt á með alltof litlum fyrirvara og undirbúningi. Lykilatriði í hagstæðu skattaumhverfi er að það sé sæmilega stöðugt og fyrirsjáanlegt.Það eru viðtekin sannindi, sem Steingrímur J. Sigfússon sagði í ræðu sinni á skattafundinum, að skattar eru nauðsynlegir til að afla fjár til samfélagslegra verkefna. Það sem núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar ekki alltaf átta sig á, er að skattstofnarnir eru orðnir býsna hreyfanlegir og geta látið sig hverfa úr landi ef of hart er gengið fram í breytingum á skattkerfinu.Staðreyndin er sú að Ísland þarf að bjóða upp á hagstæðara skattaumhverfi fyrirtækja en nágrannalönd til að vega upp aðra ókosti landsins á borð við fjarlægð frá mörkuðum, óstöðugan gjaldmiðil og nú upp á síðkastið skaddað orðspor og gjaldeyrishöft. Það getur verið hollt að fjármálaráðherrann skammi atvinnulífið, en hann verður líka að vinna með því að því að búa til samkeppnishæft skattkerfi.