Hvernig eða hvað... Ólafur Stephensen skrifar 8. nóvember 2010 06:00 Þjóðfundurinn sem haldinn var á laugardag var merkileg tilraun. Aldrei áður hefur þannig með markvissum hætti verið leitað eftir sjónarmiðum almennings í aðdraganda endurskoðunar stjórnlaga ríkis. Aðferðin er einstök og á sér aðeins eina fyrirmynd, þjóðfundinn sem haldinn var í fyrra á vegum sjálfboðaliða. Þar voru kallaðir saman yfir þúsund Íslendingar, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Aldrei áður hafði slíkt úrtak heillar þjóðar verið saman komið undir sama þaki. Í niðurstöðum þjóðfundarins kemur út af fyrir sig fátt á óvart. Mest er þar um atriði, sem flestir Íslendingar geta verið sammála um, þótt umdeild mál á borð við aðskilnað ríkis og kirkju skjóti upp kollinum. En það var líka meiningin; að kalla fram vilja þjóðarinnar, vizku fjöldans, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hitt er svo annað mál, að ýmislegt af því sem fram kemur í niðurstöðum þjóðfundarins eru fremur stefnuyfirlýsingar en leiðbeiningar um það hvernig á að haga stjórnskipaninni. Stjórnarskráin er plagg, sem segir til um hvernig á að stjórna landinu, en á ekki að innihalda pólitískar stefnuyfirlýsingar um það hvað stjórnvöld eigi að gera. Stefnumið eins og „efla skal ímynd Íslands" er af þeirri sortinni sem á ekki heima í stjórnarskránni, þótt sjálfsagt geti flestir verið sammála um markmiðið. Í niðurstöðum þjóðfundarins er fleira, sem líklegt er til að verða umdeilt á stjórnlagaþinginu. Þannig er í mannréttindakaflanum vísað til jafnólíkra hluta og þess að vægi atkvæða skuli vera jafnt, og að allir skuli „njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og lágmarksframfærslu". Fyrrnefnda atriðið telst til svonefndra borgaralegra og pólitískra réttinda, sem fela í sér svokallaðar taumhaldsskyldur ríkisvaldsins; að það láti þegnana óáreitta, skerði til dæmis ekki tjáningarfrelsi þeirra eða taki upp kosningakerfi sem mismunar fólki eftir búsetu. Síðarnefndu réttindin teljast hins vegar til svokallaðra félags- og efnahagslegra réttinda, sem mæla fyrir um verknaðarskyldur ríkisins, að því beri að gera sitthvað fyrir þegnana, sem oftast kostar peninga. Margir vilja ekki telja síðarnefndu réttindin til almennra mannréttinda vegna þess að erfitt er að halda því fram að þau séu algild; í sumum ríkjum geta stjórnvöld ekki með nokkru móti tryggt þegnum sínum lágmarksframfærslu þótt þau geti auðveldlega látið það vera að skerða atkvæðisrétt þeirra. Ýmsir hafa bent á að með því að setja félags- og efnahagslegu réttindin í stjórnarskrá séu þau orðin háð eftirliti dómstóla og þar með séu dómarar komnir í pólitík, því að í raun sé engin leið að skilgreina í stjórnlögum hvað sé til dæmis lágmarksframfærsla. Þetta séu stefnuyfirlýsingar fremur en algild mannréttindi og eigi þar af leiðandi ekki heima í stjórnarskrá. Hvernig yrði til dæmis stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu túlkað til og frá í umræðum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu? Niðurstöður þjóðfundar eru ágæt leiðsögn fyrir stjórnlagaþingið en leysa alls ekki úr mörgum álitamálum sem þarf að útkljá þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Þjóðfundurinn sem haldinn var á laugardag var merkileg tilraun. Aldrei áður hefur þannig með markvissum hætti verið leitað eftir sjónarmiðum almennings í aðdraganda endurskoðunar stjórnlaga ríkis. Aðferðin er einstök og á sér aðeins eina fyrirmynd, þjóðfundinn sem haldinn var í fyrra á vegum sjálfboðaliða. Þar voru kallaðir saman yfir þúsund Íslendingar, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Aldrei áður hafði slíkt úrtak heillar þjóðar verið saman komið undir sama þaki. Í niðurstöðum þjóðfundarins kemur út af fyrir sig fátt á óvart. Mest er þar um atriði, sem flestir Íslendingar geta verið sammála um, þótt umdeild mál á borð við aðskilnað ríkis og kirkju skjóti upp kollinum. En það var líka meiningin; að kalla fram vilja þjóðarinnar, vizku fjöldans, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hitt er svo annað mál, að ýmislegt af því sem fram kemur í niðurstöðum þjóðfundarins eru fremur stefnuyfirlýsingar en leiðbeiningar um það hvernig á að haga stjórnskipaninni. Stjórnarskráin er plagg, sem segir til um hvernig á að stjórna landinu, en á ekki að innihalda pólitískar stefnuyfirlýsingar um það hvað stjórnvöld eigi að gera. Stefnumið eins og „efla skal ímynd Íslands" er af þeirri sortinni sem á ekki heima í stjórnarskránni, þótt sjálfsagt geti flestir verið sammála um markmiðið. Í niðurstöðum þjóðfundarins er fleira, sem líklegt er til að verða umdeilt á stjórnlagaþinginu. Þannig er í mannréttindakaflanum vísað til jafnólíkra hluta og þess að vægi atkvæða skuli vera jafnt, og að allir skuli „njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og lágmarksframfærslu". Fyrrnefnda atriðið telst til svonefndra borgaralegra og pólitískra réttinda, sem fela í sér svokallaðar taumhaldsskyldur ríkisvaldsins; að það láti þegnana óáreitta, skerði til dæmis ekki tjáningarfrelsi þeirra eða taki upp kosningakerfi sem mismunar fólki eftir búsetu. Síðarnefndu réttindin teljast hins vegar til svokallaðra félags- og efnahagslegra réttinda, sem mæla fyrir um verknaðarskyldur ríkisins, að því beri að gera sitthvað fyrir þegnana, sem oftast kostar peninga. Margir vilja ekki telja síðarnefndu réttindin til almennra mannréttinda vegna þess að erfitt er að halda því fram að þau séu algild; í sumum ríkjum geta stjórnvöld ekki með nokkru móti tryggt þegnum sínum lágmarksframfærslu þótt þau geti auðveldlega látið það vera að skerða atkvæðisrétt þeirra. Ýmsir hafa bent á að með því að setja félags- og efnahagslegu réttindin í stjórnarskrá séu þau orðin háð eftirliti dómstóla og þar með séu dómarar komnir í pólitík, því að í raun sé engin leið að skilgreina í stjórnlögum hvað sé til dæmis lágmarksframfærsla. Þetta séu stefnuyfirlýsingar fremur en algild mannréttindi og eigi þar af leiðandi ekki heima í stjórnarskrá. Hvernig yrði til dæmis stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu túlkað til og frá í umræðum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu? Niðurstöður þjóðfundar eru ágæt leiðsögn fyrir stjórnlagaþingið en leysa alls ekki úr mörgum álitamálum sem þarf að útkljá þar.