Molar um málfar og minni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 9. júlí 2010 06:00 Málfarsráðunautur RÚV skrifaði umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann gagnrýndi skort á umburðarlyndi og þröngsýni í umræðu um íslenskt mál. Að hans mati er málumvöndun til marks um staðnaðan hugsunarhátt og vinnur gegn markmiðum um bætta málnotkun, því athyglin beinist aðallega að því neikvæða. Þessu eru ekki allir sammála, til dæmis Eiður Guðnason, sem bloggar um íslenskt mál. Honum þykir verra að „reiðareksstefnan" hafi náð bólfestu hjá RÚV. Eiður hefur reyndar margoft lýst því yfir að hann telji málfari hafa farið hnignandi hjá ríkismiðlinum; nú vaði málvillur og orðskrípi uppi og til að bíta höfuðið af skömminni birti RÚV auglýsingar með enskuslettum. Það sé af sem áður var. Eiður á sér vissulega marga skoðanabræður, sem telja tungutaki og orðfæri í fjölmiðlum fara sífellt hnignandi. „Iðulega vaða þar uppi flestar tegundir mállýta og málfátæktar," skrifar til dæmis einn fjölmiðlarýnir. „Brengluð orðtök, rangar orðmyndir, röng notkun forsetninga, hugtakaruglingur, barnaleg orðskrípi og útlendar slettur, svo að ekki sé talað um margs konar lágkúru og önnur þess konar dæmi um vanmátt höfundanna til þess að koma orðum að því, er þeir vilja sagt hafa." Þetta er eflaust eins og talað út úr hjarta margra. Og RÚV er ekki undanskilið þessari gagnrýni. „Jafnvel sú ríkisstofnun, sem að staðaldri lætur hina færustu og glöggskyggnustu menn leiðbeina um gott málfar, þverbrýtur sjálf siðaboðin," skrifar sami rýnir og bendir á „fáránlega" notkun sagnarinnar að elska í sápuauglýsingu í Sjónvarpinu. Hann bætir svo við: „Meðan við það situr, sem nú er, gæti verið bót, að einbeittum mönnum, sem íslenzku hafa numið, væri fengið það embætti að safna saman villunum og blöð og fjölmiðlunartæki skylduð til þeirrar syndakvittunar að birta af-glapaskrána vikulega. Þá kynni að vakna sá metnaður, að heldur drægi úr málspjöllunum." Nú kinka kannski sumir kolli og tauta eitthvað um orð í tíma töluð. Málið er hins vegar að þessi texti eftir Jón Helgason ritstjóra birtist í Sunnudagsblaði Tímans 16. júní 1968. Hann er hins vegar nánast samhljóða málflutningi málumvöndunar-sinna í dag. Ef það vitnar ekki um staðnaða umræðu veit ég ekki hvað. hvernig ætli Eiði Guðnasyni hafi annars fallið gagnrýni Sunnudagsblaðs Tímans á bögubósana á RÚV fyrir 42 árum? Eiður var jú yfirþýðandi, fréttamaður og varafréttastjóri þar frá 1967 til 1978. Ætli það hafi hvarflað að honum að kannski væri Jón Helgason helst til dómharður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Málfarsráðunautur RÚV skrifaði umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann gagnrýndi skort á umburðarlyndi og þröngsýni í umræðu um íslenskt mál. Að hans mati er málumvöndun til marks um staðnaðan hugsunarhátt og vinnur gegn markmiðum um bætta málnotkun, því athyglin beinist aðallega að því neikvæða. Þessu eru ekki allir sammála, til dæmis Eiður Guðnason, sem bloggar um íslenskt mál. Honum þykir verra að „reiðareksstefnan" hafi náð bólfestu hjá RÚV. Eiður hefur reyndar margoft lýst því yfir að hann telji málfari hafa farið hnignandi hjá ríkismiðlinum; nú vaði málvillur og orðskrípi uppi og til að bíta höfuðið af skömminni birti RÚV auglýsingar með enskuslettum. Það sé af sem áður var. Eiður á sér vissulega marga skoðanabræður, sem telja tungutaki og orðfæri í fjölmiðlum fara sífellt hnignandi. „Iðulega vaða þar uppi flestar tegundir mállýta og málfátæktar," skrifar til dæmis einn fjölmiðlarýnir. „Brengluð orðtök, rangar orðmyndir, röng notkun forsetninga, hugtakaruglingur, barnaleg orðskrípi og útlendar slettur, svo að ekki sé talað um margs konar lágkúru og önnur þess konar dæmi um vanmátt höfundanna til þess að koma orðum að því, er þeir vilja sagt hafa." Þetta er eflaust eins og talað út úr hjarta margra. Og RÚV er ekki undanskilið þessari gagnrýni. „Jafnvel sú ríkisstofnun, sem að staðaldri lætur hina færustu og glöggskyggnustu menn leiðbeina um gott málfar, þverbrýtur sjálf siðaboðin," skrifar sami rýnir og bendir á „fáránlega" notkun sagnarinnar að elska í sápuauglýsingu í Sjónvarpinu. Hann bætir svo við: „Meðan við það situr, sem nú er, gæti verið bót, að einbeittum mönnum, sem íslenzku hafa numið, væri fengið það embætti að safna saman villunum og blöð og fjölmiðlunartæki skylduð til þeirrar syndakvittunar að birta af-glapaskrána vikulega. Þá kynni að vakna sá metnaður, að heldur drægi úr málspjöllunum." Nú kinka kannski sumir kolli og tauta eitthvað um orð í tíma töluð. Málið er hins vegar að þessi texti eftir Jón Helgason ritstjóra birtist í Sunnudagsblaði Tímans 16. júní 1968. Hann er hins vegar nánast samhljóða málflutningi málumvöndunar-sinna í dag. Ef það vitnar ekki um staðnaða umræðu veit ég ekki hvað. hvernig ætli Eiði Guðnasyni hafi annars fallið gagnrýni Sunnudagsblaðs Tímans á bögubósana á RÚV fyrir 42 árum? Eiður var jú yfirþýðandi, fréttamaður og varafréttastjóri þar frá 1967 til 1978. Ætli það hafi hvarflað að honum að kannski væri Jón Helgason helst til dómharður?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun