Fjórðungur afla í heiminum veiddur eftir kerfi sem Íslendingar hönnuðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. [email protected] Klinkið Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. [email protected]
Klinkið Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira