Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni 30. nóvember 2012 13:37 Skoppa og Skrítla verða í Kringlunni um helgina og árita Jóladagatalið. Þær verða í miklu stuði og taka á móti hressum krökkum á laugardag milli klukkan 15 og 17 og á sunnudag milli klukkan 13 og 14.15. Skoppa og Skrítla, opna glænýjan glugga á jóladagatalinu á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum á Stöð 2. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn, jólasveinninn gægist mjög líklega inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Líkt og áður þá skipar tónlist og dans stóran þátt hjá Skoppu og Skrítlu og enginn ætti að fara í jólaköttinn við að aðstoða þær í leitinni að sönnum kærleiksanda jólanna. Jóladagatal Skoppu og Skrítlu er á dagskrá Stöðvar 2 á hverjum degi fram að jólum fyrir fréttir. Jólafréttir Mest lesið Skín í rauðar skotthúfur Jól Sálmur 82 - Heims um ból Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Jólaandann er ekki hægt að kaupa Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Svona gerirðu graflax Jól
Skoppa og Skrítla verða í Kringlunni um helgina og árita Jóladagatalið. Þær verða í miklu stuði og taka á móti hressum krökkum á laugardag milli klukkan 15 og 17 og á sunnudag milli klukkan 13 og 14.15. Skoppa og Skrítla, opna glænýjan glugga á jóladagatalinu á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum á Stöð 2. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn, jólasveinninn gægist mjög líklega inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Líkt og áður þá skipar tónlist og dans stóran þátt hjá Skoppu og Skrítlu og enginn ætti að fara í jólaköttinn við að aðstoða þær í leitinni að sönnum kærleiksanda jólanna. Jóladagatal Skoppu og Skrítlu er á dagskrá Stöðvar 2 á hverjum degi fram að jólum fyrir fréttir.
Jólafréttir Mest lesið Skín í rauðar skotthúfur Jól Sálmur 82 - Heims um ból Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Jólaandann er ekki hægt að kaupa Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Svona gerirðu graflax Jól