Óskað eftir framsýni Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Talið er að hægt sé að tímasetja næstum upp á dag hvenær Íslendingar gáfu norsk-íslenska síldarstofninum slíkt högg að síldin lét ekki sjá sig hér næstu áratugina – og forðast sum svæði enn. Það mun hafa verið 23. ágúst 1967 þegar met var slegið á miðunum og flotinn, búinn kraftblökkum og asdic-fiskileitartækjum, veiddi 16 þúsund tonn af síld. Skömmu síðar hvarf síldin og með henni störfin, athafnasemin, fólkið og peningarnir. Síldarævintýri 7. áratugar síðustu aldar er kennslubókardæmi um hvernig ekki á að umgangast auðlind. Nýjustu tækni var beitt til að ryksuga hafið af síld, spekúlantar reistu risastór mannvirki til að vinna hana og hýsa verkafólkið og svo hvarf allt. Sum bæjarfélög hafa ekki borið sitt barr síðan. Það á sérstaklega við um bæi þar sem enginn heimamaður tók þátt í uppbyggingunni, hvorki opinberir aðilar né einstaklingar. Atvinnutækin voru öll í höndum utanaðkomandi aðila og gróðinn fór allur í þeirra vasa. Þegar síldin fór, fóru þeir. Nú skiptir það í raun litlu máli hvar ríki kallinn sem græðir á einhverju á lögheimili. Hvort hann hallar höfði sínu á kodda í Arnarnesi eða Kína, er bitamunur en ekki fjár. Það sem skiptir hins vegar máli er að eigandi auðlindarinnar fái sinn eðlilega skerf af nýtingu hennar. Bæjarfélög sem umturnuðust vegna síldarævintýrisins hefðu átt að eiga sitt plan og sína verksmiðju, nýta gróðann til að byggja upp innviði samfélagsins. Það var sumstaðar gert, sumstaðar ekki og eftir urðu draugabæir. Hið sama gildir um allar þær auðlindir sem landið og hafið búa yfir. Skiptir þá engu hvort um er að ræða fiskinn í sjónum, ósnortið víðerni, heitt vatn í jörðu, fallvötnin okkar eða kalt og hreint vatn – en ljóst er að þar er á ferð auðlind sem aðeins verður verðmætari eftir því sem fram líða stundir og þar með eftirsóttari. Þegar kemur að auðlindunum þarf því að horfa lengra fram í tímann en að næstu alþingiskosningum. Það þarf að huga að fleiru en því að geta slegið tappa úr kampavínsflösku fyrir framan sjónvarpsmyndavélar vegna óljósra loforða um uppbyggingu. Framsýni er lykilorðið og sú sýn þarf að ná lengra fram en sem nemur starfsöryggi ráðamanna. Oft og tíðum læðist sú hugsun að manni að einmitt þetta sé stærsti vandi Íslendinga; skortur á framsýni. Við erum meira í því að stökkva á nýjasta dægurmálið og lofa einhverju í takt við nýjustu skoðanakönnunina. Það er synd, því assgoti gætum við öll haft það gott hér á þessu skeri ef við vönduðum okkur aðeins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun
Talið er að hægt sé að tímasetja næstum upp á dag hvenær Íslendingar gáfu norsk-íslenska síldarstofninum slíkt högg að síldin lét ekki sjá sig hér næstu áratugina – og forðast sum svæði enn. Það mun hafa verið 23. ágúst 1967 þegar met var slegið á miðunum og flotinn, búinn kraftblökkum og asdic-fiskileitartækjum, veiddi 16 þúsund tonn af síld. Skömmu síðar hvarf síldin og með henni störfin, athafnasemin, fólkið og peningarnir. Síldarævintýri 7. áratugar síðustu aldar er kennslubókardæmi um hvernig ekki á að umgangast auðlind. Nýjustu tækni var beitt til að ryksuga hafið af síld, spekúlantar reistu risastór mannvirki til að vinna hana og hýsa verkafólkið og svo hvarf allt. Sum bæjarfélög hafa ekki borið sitt barr síðan. Það á sérstaklega við um bæi þar sem enginn heimamaður tók þátt í uppbyggingunni, hvorki opinberir aðilar né einstaklingar. Atvinnutækin voru öll í höndum utanaðkomandi aðila og gróðinn fór allur í þeirra vasa. Þegar síldin fór, fóru þeir. Nú skiptir það í raun litlu máli hvar ríki kallinn sem græðir á einhverju á lögheimili. Hvort hann hallar höfði sínu á kodda í Arnarnesi eða Kína, er bitamunur en ekki fjár. Það sem skiptir hins vegar máli er að eigandi auðlindarinnar fái sinn eðlilega skerf af nýtingu hennar. Bæjarfélög sem umturnuðust vegna síldarævintýrisins hefðu átt að eiga sitt plan og sína verksmiðju, nýta gróðann til að byggja upp innviði samfélagsins. Það var sumstaðar gert, sumstaðar ekki og eftir urðu draugabæir. Hið sama gildir um allar þær auðlindir sem landið og hafið búa yfir. Skiptir þá engu hvort um er að ræða fiskinn í sjónum, ósnortið víðerni, heitt vatn í jörðu, fallvötnin okkar eða kalt og hreint vatn – en ljóst er að þar er á ferð auðlind sem aðeins verður verðmætari eftir því sem fram líða stundir og þar með eftirsóttari. Þegar kemur að auðlindunum þarf því að horfa lengra fram í tímann en að næstu alþingiskosningum. Það þarf að huga að fleiru en því að geta slegið tappa úr kampavínsflösku fyrir framan sjónvarpsmyndavélar vegna óljósra loforða um uppbyggingu. Framsýni er lykilorðið og sú sýn þarf að ná lengra fram en sem nemur starfsöryggi ráðamanna. Oft og tíðum læðist sú hugsun að manni að einmitt þetta sé stærsti vandi Íslendinga; skortur á framsýni. Við erum meira í því að stökkva á nýjasta dægurmálið og lofa einhverju í takt við nýjustu skoðanakönnunina. Það er synd, því assgoti gætum við öll haft það gott hér á þessu skeri ef við vönduðum okkur aðeins.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun