IKEA bjórinn – fyrir alla sem hafa aldur til Úlfar Linnet skrifar 31. október 2013 10:30 Grínaktugir hönnuðir IKEA hafa fengið að láta ljós sitt skína en á tappa flöskunnar er sérstaklega tekið fram að upptakari fylgi ekki með. Þegar félagarnir hringja og maður er í miðri kertaferð í IKEA gerir það stöðuna oft bærilegri að segjast vera á barnum í Garðabæ. Allir vita hvað maður á við, engin lygi, aðeins lítilsháttar viðsnúningur á aðal- og aukaatriðunum. Vissulega má deila um hvort eiginlegur bar finnist í IKEA en það er öruggt að þar fæst bjór. IKEA selur meira að segja sinn eigin húsbjór og það í tveimur litum, bæði ljósan og dökkan en sá síðarnefndi verður til umfjöllunar hér.Dökkur IKEA lager er milli þess að vera rúbínrauður og ljósbrúnn með ljósa froðu. Ilmurinn ber með sér maltsætu, smá lakkrís og sýru. Bragðið er létt, vottur af sætu og lítil beiskja. Bjórnum er greinilega ekki ætlað að brjóta sér nýja leiðir um bragðlaukana og á það sameiginlegt með öðrum IKEA vörum að vera ætlaður öllum. Allavegana öllum þeim sem hafa aldur til. Hinsvegar er ekki sjálfgefið að dökkur bjór fáist yfir höfuð á íslenskum bar og því á barinn í Garðabæ hrós skilið fyrir úrvalið. Heilt yfir var þessi bjór óvæntur fundur sem kom skemmtilega á óvart miðað við stað og stund. Bjór sem gæti á þessum árstíma jafnvel minnt á jólin.Fyrir hverja: Alla sem hafa aldur tilEkki fyrir: Þá sem vilja láta ögra sérStaður og stund: Þegar verslunarferðin er orðin óbærilegRangur staður: Á bjórveiðum[1][1] Slangur: Ferð sérstaklega farin til þess að smakka bjór IKEA Úlfar Linnet Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið
Þegar félagarnir hringja og maður er í miðri kertaferð í IKEA gerir það stöðuna oft bærilegri að segjast vera á barnum í Garðabæ. Allir vita hvað maður á við, engin lygi, aðeins lítilsháttar viðsnúningur á aðal- og aukaatriðunum. Vissulega má deila um hvort eiginlegur bar finnist í IKEA en það er öruggt að þar fæst bjór. IKEA selur meira að segja sinn eigin húsbjór og það í tveimur litum, bæði ljósan og dökkan en sá síðarnefndi verður til umfjöllunar hér.Dökkur IKEA lager er milli þess að vera rúbínrauður og ljósbrúnn með ljósa froðu. Ilmurinn ber með sér maltsætu, smá lakkrís og sýru. Bragðið er létt, vottur af sætu og lítil beiskja. Bjórnum er greinilega ekki ætlað að brjóta sér nýja leiðir um bragðlaukana og á það sameiginlegt með öðrum IKEA vörum að vera ætlaður öllum. Allavegana öllum þeim sem hafa aldur til. Hinsvegar er ekki sjálfgefið að dökkur bjór fáist yfir höfuð á íslenskum bar og því á barinn í Garðabæ hrós skilið fyrir úrvalið. Heilt yfir var þessi bjór óvæntur fundur sem kom skemmtilega á óvart miðað við stað og stund. Bjór sem gæti á þessum árstíma jafnvel minnt á jólin.Fyrir hverja: Alla sem hafa aldur tilEkki fyrir: Þá sem vilja láta ögra sérStaður og stund: Þegar verslunarferðin er orðin óbærilegRangur staður: Á bjórveiðum[1][1] Slangur: Ferð sérstaklega farin til þess að smakka bjór
IKEA Úlfar Linnet Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið