Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Ómar Úlfur skrifar 3. desember 2013 12:39 Arnar hefur gert það gott með Of Monsters And Men. Arnar er nýlega kominn heim úr tæplega tveggja ára tónleikaferð með hljómsveitinni Of Monsters And Men. Hann segir að það séu ákveðin viðbrigði að vera ekki í sama litla rýminu og restin af sveitinni. Ákveðin fjarlægð meðlima á milli verkefna sé þó af hinu góða. Alltaf margar sveitir hafa klikkað á því að taka sér smá frí. Krakkarnir voru ekki lengi hvert í sínu horninu. Þau voru farin að spjalla saman á netinu innan tíu daga frá heimkomu. Of Monsters And Men eru byrjuð að kasta á milli sín hugmyndum að nýju efni. Arnar segir að það sé gott að fá hugmyndir sendar og geta pælt í þeim í einrúmi og komið síðan með sitt framlag. Sveitin byrjaði að semja nýtt efni á túrnum en Arnar segir að það sé erfitt þegar að dagskráin er stíf. Upptökur á nýrri plötu hefjast að öllum líkindum í janúar. Of Monsters And Men ætla að einbeita sér að plötugerðinni en munu líklega taka skreppitúra á tónlistarhátíðir erlendis. Ástralía var eitt allra skemmtilegasta landið sem að sveitin heimsótti að mati Arnars. Of Monsters And Men flökkuðu um allan hnöttinn og munur á áhorfendum á milli landa er töluverður. Bandaríkjamenn eru opnir og óbeislaðir í aðdáun sinni. Það er hálf súrealískt fyrir feimna íslendinga að upplifa. Í suður Ameríku tók þó steininn úr, aðdáendur þar séu þeir trylltustu í heimi. Meiraaðsegja Japanir, sem að hafa orð á sér fyrir mikla tónlistardýrkun, voru settlegri með friðarmerkin á lofti.Of Monsters And Men á Vífilstaðatúni.Tvennir tónleikar sveitarinnar hér heima, á Miklatúni og á Vífilstaðatúni í Garðabæ, þóttust takast með afbrigðum vel. Krakkarnir voru gríðarlega spenntir fyrir því að koma heim og stressið var mikið þrátt fyrir að sveitin hafi leikið á stærri tónleikum á túrnum. Nýjasta lag Of Monsters And Men, Silhouettes, var samið á tónleikaferðalaginu fyrir hálfu ári. Prufuupptaka var gerð á hótelherbergi í Ástralíu. Lagið var svo klárað í upptökuveri í Nashville og kom út ásamt tónlistinni úr kvikmyndinni Hunger Games - Catching Fire. Stemmingin og orkan innan sveitarinnar er mjög góð að sögn Arnars. Hugmyndum hefur verið safnað í kringum hnöttinn og spennandi verði að vinna úr þeim hugmyndum.Fyrsta platan sem að Arnar eignaðist? Jón Spæjó var nú líklegast fyrsta platan og plata með Wu Tang Clan er fyrsta tónlistarplatan. Allir félagar hans voru á kafi í rappinu og hann fylgdi með. Eldri systir Arnars kom honum á Britpopbragðið og var Blur í miklu uppáhaldi.Plata sem að Arnar þolir ekki lengur? Sjálfsagt er það Wu Tang Clan. "Hver hlustar á Wu Tang" segir trommarinn léttur en bætir við að hann hlusti á allskonar tónlist.Fyrstu tónleikar sem að Arnar fór á? Það voru útgáfutónleikar með hljómsveitinni Mínus þar sem að sveitin fagnaði útgáfu Jesus Christ Bobby plötunnar á Gauki á stöng. Frábærir tónleikar.Fyrsta lagið sem að Arnar féll fyrir? Arnar segist falla fyrir grúvinu í lögum og nefnir N.E.R.D til sögunnar.Hvað fílar trommarinn í dag? Arnar hlustar mikið á tónlist og sveitin gerir það sömuleiðis. Smekkurinn er svipaður en þó alltaf eitthvað sem að ekki allir fíla. Gítarleikarinn Brynjar Leifsson er duglegur að stjórna tónlistinni í græjunum. Kayne West ratar stundum á fóninn en þá gengur trympillinn til náða. Nýja platan með Artic Monkeys er í miklu uppáhaldi sem og hljómsveitin Grizzly Bear.Hvaða lag syngur Arnar í Karaoke? Meðlimir Of Monsters And Men eru dugleg að fara í Karaoke og þá er gleðin allsráðandi segir Arnar glottandi. Lagið Cry Me A River með Justin Timberlake verður oftast fyrir valinu.Hvaða kvikmynd er í uppáhaldi? Arnar er ekki mikill kvikmyndaspekingur en fílar ævintýramyndir í anda Harry Potter og Lord Of The Rings. Jólin eru slökun, heitt súkkulaði og Lord Of The Rings gláp.Sjónvarpsþættir? Game Of Thrones og Suits eru í uppáhaldi hjá Arnari sem er hrifinn af fallegum, sjálfsöruggum og gáfuðum karakterum eins og í Suits. Hann vonast eftir aukahlutverki í Game Of Thrones.Hvaða lag fær Arnar til að dansa? Honum er dansinn í blóð borinn enda systir hans danshöfundur. Þegar að grúvið grípur hann halda honum engin bönd. Lagið Machu Picchu með New York sveitinni The Strokes er dæmi um lag sem að kemur Arnari í gírinn.Hvaða lag vill Arnar að verði spilað í jarðarförinni sinni? Ekkert ákveðið en það má ekki vera of hressandi og það verður að vera íslenskt. Highway To Hell eða Little Talks verða a.m.k ekki spiluð.Hver er má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Game of Thrones Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Sannleikurinn: Eiður Smári leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Mega konur hafa fantasíur? Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Linkin Park leika Hybrid Theory í heild sinni Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Við gerum það sem við gerum Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon
Arnar er nýlega kominn heim úr tæplega tveggja ára tónleikaferð með hljómsveitinni Of Monsters And Men. Hann segir að það séu ákveðin viðbrigði að vera ekki í sama litla rýminu og restin af sveitinni. Ákveðin fjarlægð meðlima á milli verkefna sé þó af hinu góða. Alltaf margar sveitir hafa klikkað á því að taka sér smá frí. Krakkarnir voru ekki lengi hvert í sínu horninu. Þau voru farin að spjalla saman á netinu innan tíu daga frá heimkomu. Of Monsters And Men eru byrjuð að kasta á milli sín hugmyndum að nýju efni. Arnar segir að það sé gott að fá hugmyndir sendar og geta pælt í þeim í einrúmi og komið síðan með sitt framlag. Sveitin byrjaði að semja nýtt efni á túrnum en Arnar segir að það sé erfitt þegar að dagskráin er stíf. Upptökur á nýrri plötu hefjast að öllum líkindum í janúar. Of Monsters And Men ætla að einbeita sér að plötugerðinni en munu líklega taka skreppitúra á tónlistarhátíðir erlendis. Ástralía var eitt allra skemmtilegasta landið sem að sveitin heimsótti að mati Arnars. Of Monsters And Men flökkuðu um allan hnöttinn og munur á áhorfendum á milli landa er töluverður. Bandaríkjamenn eru opnir og óbeislaðir í aðdáun sinni. Það er hálf súrealískt fyrir feimna íslendinga að upplifa. Í suður Ameríku tók þó steininn úr, aðdáendur þar séu þeir trylltustu í heimi. Meiraaðsegja Japanir, sem að hafa orð á sér fyrir mikla tónlistardýrkun, voru settlegri með friðarmerkin á lofti.Of Monsters And Men á Vífilstaðatúni.Tvennir tónleikar sveitarinnar hér heima, á Miklatúni og á Vífilstaðatúni í Garðabæ, þóttust takast með afbrigðum vel. Krakkarnir voru gríðarlega spenntir fyrir því að koma heim og stressið var mikið þrátt fyrir að sveitin hafi leikið á stærri tónleikum á túrnum. Nýjasta lag Of Monsters And Men, Silhouettes, var samið á tónleikaferðalaginu fyrir hálfu ári. Prufuupptaka var gerð á hótelherbergi í Ástralíu. Lagið var svo klárað í upptökuveri í Nashville og kom út ásamt tónlistinni úr kvikmyndinni Hunger Games - Catching Fire. Stemmingin og orkan innan sveitarinnar er mjög góð að sögn Arnars. Hugmyndum hefur verið safnað í kringum hnöttinn og spennandi verði að vinna úr þeim hugmyndum.Fyrsta platan sem að Arnar eignaðist? Jón Spæjó var nú líklegast fyrsta platan og plata með Wu Tang Clan er fyrsta tónlistarplatan. Allir félagar hans voru á kafi í rappinu og hann fylgdi með. Eldri systir Arnars kom honum á Britpopbragðið og var Blur í miklu uppáhaldi.Plata sem að Arnar þolir ekki lengur? Sjálfsagt er það Wu Tang Clan. "Hver hlustar á Wu Tang" segir trommarinn léttur en bætir við að hann hlusti á allskonar tónlist.Fyrstu tónleikar sem að Arnar fór á? Það voru útgáfutónleikar með hljómsveitinni Mínus þar sem að sveitin fagnaði útgáfu Jesus Christ Bobby plötunnar á Gauki á stöng. Frábærir tónleikar.Fyrsta lagið sem að Arnar féll fyrir? Arnar segist falla fyrir grúvinu í lögum og nefnir N.E.R.D til sögunnar.Hvað fílar trommarinn í dag? Arnar hlustar mikið á tónlist og sveitin gerir það sömuleiðis. Smekkurinn er svipaður en þó alltaf eitthvað sem að ekki allir fíla. Gítarleikarinn Brynjar Leifsson er duglegur að stjórna tónlistinni í græjunum. Kayne West ratar stundum á fóninn en þá gengur trympillinn til náða. Nýja platan með Artic Monkeys er í miklu uppáhaldi sem og hljómsveitin Grizzly Bear.Hvaða lag syngur Arnar í Karaoke? Meðlimir Of Monsters And Men eru dugleg að fara í Karaoke og þá er gleðin allsráðandi segir Arnar glottandi. Lagið Cry Me A River með Justin Timberlake verður oftast fyrir valinu.Hvaða kvikmynd er í uppáhaldi? Arnar er ekki mikill kvikmyndaspekingur en fílar ævintýramyndir í anda Harry Potter og Lord Of The Rings. Jólin eru slökun, heitt súkkulaði og Lord Of The Rings gláp.Sjónvarpsþættir? Game Of Thrones og Suits eru í uppáhaldi hjá Arnari sem er hrifinn af fallegum, sjálfsöruggum og gáfuðum karakterum eins og í Suits. Hann vonast eftir aukahlutverki í Game Of Thrones.Hvaða lag fær Arnar til að dansa? Honum er dansinn í blóð borinn enda systir hans danshöfundur. Þegar að grúvið grípur hann halda honum engin bönd. Lagið Machu Picchu með New York sveitinni The Strokes er dæmi um lag sem að kemur Arnari í gírinn.Hvaða lag vill Arnar að verði spilað í jarðarförinni sinni? Ekkert ákveðið en það má ekki vera of hressandi og það verður að vera íslenskt. Highway To Hell eða Little Talks verða a.m.k ekki spiluð.Hver er má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Game of Thrones Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Sannleikurinn: Eiður Smári leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Mega konur hafa fantasíur? Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Linkin Park leika Hybrid Theory í heild sinni Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Við gerum það sem við gerum Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon