Stuð í háloftunum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 11. janúar 2013 06:00 Ég fæ alltaf fiðring í magann á Reykjanesbrautinni þegar ég er farinn að nálgast Leifsstöð. Það er skemmtilegt að ferðast og þá eimir enn þá örlítið eftir af þessari tilfinningu að maður sé að gera eitthvað merkilegt þótt flugferðir séu vitaskuld orðnar algengari en í gamla daga. Ég er að vísu aðeins flughræddur en það er svo sem ekkert stórmál. Ég legg í vana minn að fá mér tvo drykki á Panorama-bar fyrir flugtak og svo tek ég yfirleitt einn Tópas-pela með mér í vélina svo ég geti róað taugarnar ef eitthvað óvænt gerist. Stundum tekst mér líka að sökkva mér í lestur og þá gleymi ég alveg hræðslunni. Þess vegna kaupi ég jafnan nýjasta eintakið af Economist í bókabúðinni í Fríhöfninni eða jafnvel góðan reyfara. Í dag er ég að fljúga til Barbados með stuttri viðkomu í New York. Fram undan eru notalegar og að öllum líkindum sólríkar vikur í Karíbahafinu. Sól, sandur, pálmatré og margarítur. Ansi kærkomið frí eftir myrkrið og kuldann í Reykjavík upp á síðkastið. Skyndilega heyri ég hátt og skýrt úr hátalarakerfinu: síðasta útkall í flug FI-450 til New York. Þá er nafnið mitt lesið upp þannig að ég skelli botnfylli fjórða tvöfalda gin í tónik í mig, tek handfarangurinn og skokka af stað í átt að brottfararhliðinu. Ég er næstum dottinn þegar ég rekst í skilti fyrir utan bókabúðina og fatta að ég á eftir að kaupa mér lesefni. Ég sé að á forsíðu nýja Economist er mynd af Obama með alpahúfu en hugsa með mér að ég verði að sleppa lesefninu í þetta skiptið. Það er hvort eð er hægt að horfa á bíómyndir og svona í fluginu. Ég mæti að hliðinu móður með smá ógleðitilfinningu (fjórir gin í tónik var kannski yfirdrifið) og rétt slepp inn í flugvél. Flugfreyjurnar virtust hálf pirraðar þegar ég mætti en ég fyrirgef þeim það, sætar stelpur. Ég geng frá handfarangrinum en set Tópas-pelann í jakkavasann. Fæ mér svo sæti, fer úr skónum, spenni sætisbeltið og halla sætisbakinu þótt ég viti að ég megi það ekki. Skömmu síðar fer flugvélin af stað og ég loka augunum. Hún tekur á loft, úff mér líður hálfilla, en áður en langt um líður hefur flugvélin rétt sig af og það er slökkt á sætisbeltaljósinu. Mér er létt og ákveð að fagna þessum áfanga með tópassjússi. Ég býð sætisfélögunum en þeir eru eitthvað óhressir og hafna boðinu. Ég skála þá bara við sjálfan mig og fæ mér annan. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni að þetta verði bara nokkuð þægilegt flug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Ég fæ alltaf fiðring í magann á Reykjanesbrautinni þegar ég er farinn að nálgast Leifsstöð. Það er skemmtilegt að ferðast og þá eimir enn þá örlítið eftir af þessari tilfinningu að maður sé að gera eitthvað merkilegt þótt flugferðir séu vitaskuld orðnar algengari en í gamla daga. Ég er að vísu aðeins flughræddur en það er svo sem ekkert stórmál. Ég legg í vana minn að fá mér tvo drykki á Panorama-bar fyrir flugtak og svo tek ég yfirleitt einn Tópas-pela með mér í vélina svo ég geti róað taugarnar ef eitthvað óvænt gerist. Stundum tekst mér líka að sökkva mér í lestur og þá gleymi ég alveg hræðslunni. Þess vegna kaupi ég jafnan nýjasta eintakið af Economist í bókabúðinni í Fríhöfninni eða jafnvel góðan reyfara. Í dag er ég að fljúga til Barbados með stuttri viðkomu í New York. Fram undan eru notalegar og að öllum líkindum sólríkar vikur í Karíbahafinu. Sól, sandur, pálmatré og margarítur. Ansi kærkomið frí eftir myrkrið og kuldann í Reykjavík upp á síðkastið. Skyndilega heyri ég hátt og skýrt úr hátalarakerfinu: síðasta útkall í flug FI-450 til New York. Þá er nafnið mitt lesið upp þannig að ég skelli botnfylli fjórða tvöfalda gin í tónik í mig, tek handfarangurinn og skokka af stað í átt að brottfararhliðinu. Ég er næstum dottinn þegar ég rekst í skilti fyrir utan bókabúðina og fatta að ég á eftir að kaupa mér lesefni. Ég sé að á forsíðu nýja Economist er mynd af Obama með alpahúfu en hugsa með mér að ég verði að sleppa lesefninu í þetta skiptið. Það er hvort eð er hægt að horfa á bíómyndir og svona í fluginu. Ég mæti að hliðinu móður með smá ógleðitilfinningu (fjórir gin í tónik var kannski yfirdrifið) og rétt slepp inn í flugvél. Flugfreyjurnar virtust hálf pirraðar þegar ég mætti en ég fyrirgef þeim það, sætar stelpur. Ég geng frá handfarangrinum en set Tópas-pelann í jakkavasann. Fæ mér svo sæti, fer úr skónum, spenni sætisbeltið og halla sætisbakinu þótt ég viti að ég megi það ekki. Skömmu síðar fer flugvélin af stað og ég loka augunum. Hún tekur á loft, úff mér líður hálfilla, en áður en langt um líður hefur flugvélin rétt sig af og það er slökkt á sætisbeltaljósinu. Mér er létt og ákveð að fagna þessum áfanga með tópassjússi. Ég býð sætisfélögunum en þeir eru eitthvað óhressir og hafna boðinu. Ég skála þá bara við sjálfan mig og fæ mér annan. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni að þetta verði bara nokkuð þægilegt flug.