Hvað gerist 1. mars? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 23. janúar 2013 06:00 Síðustu daga var lýst yfir svokölluðu óvissustigi á Landspítalanum. Ástæðan var inflúensufaraldur og veirusýkingar sem ganga. Starfsfólk þurfti að bæta á sig vinnu en allt gekk þó vel. Og hvers vegna ganga hlutirnir nánast alltaf vel á sjúkrahúsinu þrátt fyrir að óvissuástand skapist af mismunandi ástæðum? Það er vegna þess að spítalinn hefur á að skipa framúrskarandi starfsfólki sem sinnir starfi sínu ekki bara af fagmennsku heldur beinlínis af ástríðu. Engu að síður er stór hluti þessa starfsfólks nú að þrotum kominn. Undanfarin ár hefur verið skorið niður á spítalanum um nærfellt fjórðung og þar sem 70 prósent af rekstrarkostnaði sjúkrahússins er launakostnaður segir sig sjálft að þetta hefur bitnað bæði á vinnuaðstæðum og kjörum starfsfólks. Því hefur fækkað og kjör þeirra sem eftir eru hafa rýrnað og nú er svo komið að um 250 hjúkrunarfræðingar, eða tæplega tuttugu prósent hjúkrunarfræðinga á spítalanum, hafa sagt upp störfum frá og með 1. mars, eða eftir um það bil sex vikur. Samningar hjúkrunarfræðinga eru þó ekki lausir og stofnanasamningur þeirra í gildi en ár er nú síðan hjúkrunarfræðingar fóru fram á endurskoðun hans. Ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum enda ljóst að spítalanum eru settar afar þröngar skorður. Samkvæmt rannsóknum eru helstu ástæður þess að hjúkrunarfræðingar hætta að starfa við greinina sína launin, vinnutíminn, þ.e. vaktavinna sem hefur í för með sér vandamál varðandi samræmingu vinnu og einkalífs, og álag í starfi. Þeir sem kynnst hafa vaktavinnu undrast þetta væntanlega ekki enda fylgja því margvíslegir erfiðleikar að vinna bæði á kvöldin og um helgar þegar flestir aðrir, þar á meðal börnin manns, eiga frí. Vissulega eru líka kostir við vaktavinnuna en ljóst er að líf fólks í vaktavinnu er í flestum tilvikum flóknara en þeirra sem vinna á hefðbundnum vinnutímum. Staðan sem uppi er á Landspítalanum er grafalvarleg. Hjúkrunarfræðingarnir 250 sem sagt hafa upp störfum gætu flestir, ef ekki hver einasti einn, fengið starf í nágrannalöndunum, í flestum tilvikum með hærri laun og betri starfsaðstöðu. Þeir eru enda þegar margir sem starfa þar í hlutastörfum í fríum frá starfi sínu hér. Hitt er jafnvíst að þorri þessara hjúkrunarfræðinga vill ekkert frekar en að búa og starfa hér á landi. Fari svo að þessir 250 hjúkrunarfræðingar hætti störfum eftir sex vikur mun heldur betur skapast óvissustig á Landspítalanum og á sumum deildum, þar sem hlutfall þeirra sem sagt hafa upp störfum er hátt, blasir við algert neyðarástand. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær tillögu um að ráðast nú þegar í átak til að jafna laun kynja. Átakið á ekki síst að beinast að því að rétta hlut stétta þar sem konur eru í meirihluta. Þessi samþykkt reynist vonandi vera það sem þarf til að höggva á hnútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun
Síðustu daga var lýst yfir svokölluðu óvissustigi á Landspítalanum. Ástæðan var inflúensufaraldur og veirusýkingar sem ganga. Starfsfólk þurfti að bæta á sig vinnu en allt gekk þó vel. Og hvers vegna ganga hlutirnir nánast alltaf vel á sjúkrahúsinu þrátt fyrir að óvissuástand skapist af mismunandi ástæðum? Það er vegna þess að spítalinn hefur á að skipa framúrskarandi starfsfólki sem sinnir starfi sínu ekki bara af fagmennsku heldur beinlínis af ástríðu. Engu að síður er stór hluti þessa starfsfólks nú að þrotum kominn. Undanfarin ár hefur verið skorið niður á spítalanum um nærfellt fjórðung og þar sem 70 prósent af rekstrarkostnaði sjúkrahússins er launakostnaður segir sig sjálft að þetta hefur bitnað bæði á vinnuaðstæðum og kjörum starfsfólks. Því hefur fækkað og kjör þeirra sem eftir eru hafa rýrnað og nú er svo komið að um 250 hjúkrunarfræðingar, eða tæplega tuttugu prósent hjúkrunarfræðinga á spítalanum, hafa sagt upp störfum frá og með 1. mars, eða eftir um það bil sex vikur. Samningar hjúkrunarfræðinga eru þó ekki lausir og stofnanasamningur þeirra í gildi en ár er nú síðan hjúkrunarfræðingar fóru fram á endurskoðun hans. Ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum enda ljóst að spítalanum eru settar afar þröngar skorður. Samkvæmt rannsóknum eru helstu ástæður þess að hjúkrunarfræðingar hætta að starfa við greinina sína launin, vinnutíminn, þ.e. vaktavinna sem hefur í för með sér vandamál varðandi samræmingu vinnu og einkalífs, og álag í starfi. Þeir sem kynnst hafa vaktavinnu undrast þetta væntanlega ekki enda fylgja því margvíslegir erfiðleikar að vinna bæði á kvöldin og um helgar þegar flestir aðrir, þar á meðal börnin manns, eiga frí. Vissulega eru líka kostir við vaktavinnuna en ljóst er að líf fólks í vaktavinnu er í flestum tilvikum flóknara en þeirra sem vinna á hefðbundnum vinnutímum. Staðan sem uppi er á Landspítalanum er grafalvarleg. Hjúkrunarfræðingarnir 250 sem sagt hafa upp störfum gætu flestir, ef ekki hver einasti einn, fengið starf í nágrannalöndunum, í flestum tilvikum með hærri laun og betri starfsaðstöðu. Þeir eru enda þegar margir sem starfa þar í hlutastörfum í fríum frá starfi sínu hér. Hitt er jafnvíst að þorri þessara hjúkrunarfræðinga vill ekkert frekar en að búa og starfa hér á landi. Fari svo að þessir 250 hjúkrunarfræðingar hætti störfum eftir sex vikur mun heldur betur skapast óvissustig á Landspítalanum og á sumum deildum, þar sem hlutfall þeirra sem sagt hafa upp störfum er hátt, blasir við algert neyðarástand. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær tillögu um að ráðast nú þegar í átak til að jafna laun kynja. Átakið á ekki síst að beinast að því að rétta hlut stétta þar sem konur eru í meirihluta. Þessi samþykkt reynist vonandi vera það sem þarf til að höggva á hnútinn.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun