Að sigla lens Sara McMahon skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Móðir mín og stjúpi tóku upp á því fyrir fimm árum að flytja búferlum til Vestmannaeyja, en stjúpi minn er fæddur og uppalinn í Eyjum. Öllum fimm afkvæmum þeirra hjóna þótti þetta hið versta mál enda eigum við í nánu sambandi við foreldra okkar og, það sem verra er, við erum flest óþægilega miklir landkrabbar. Ætli ég sé þó ekki barnanna verst þegar kemur að sjóveikinni. Fyrir tveimur árum sigldi ég í óveðri frá Þorlákshöfn til að geta eytt páskahátíðinni með þeim hjónum. Til að gera langa sögu stutta, þá kom ég í land nær dauða en lífi og var ósköp þakklát fyrir að geta farið beint í bólið eftir átökin. Samgöngur til og frá Eyjum bættust til muna með komu Landeyjahafnar og fyrir vikið urðu heimsóknir mínar til Eyja tíðari en áður, enda skömminni skárra að kveljast í hálftíma í stað þriggja klukkustunda. Móðirmín, sem sjálf þurfti að sigrast á sjóveikinni við flutningana, og systur stjúpa míns leiðbeindu mér sem best þær gátu og mæltu með því að vera lögst út af áður en skipið legði úr höfn, að drekka engiferöl fyrir brottför og anda djúpt ofan í maga. Ég tók öllum ráðleggingum fegins hendi og kom mér upp skilvirkri „Herjólfsrútínu“ sem hefur dugað svo vel að síðustu sjö skipti hef ég ekki fundið til (mikillar) ógleði. Með tíðari siglingum fylgdi óhjákvæmilega aukinn áhugi á veðurspám. Ég veit nú að norðanáttin er alls ekki slæm ef maður siglir frá Landeyjahöfn og að undir sléttum sjó geti leynst sterk undiralda. Í síðustu heimsókn minni til Eyja lærði ég svo hugtakið „að sigla lens“. Smátt og smátt bætist í þekkingarbanka minn og í kjölfarið finnst mér minna og minna mál að leggja á mig sjóferðina til Eyja. Nú er svo komið að mér finnst ég fær í flestan sjó – eða svona næstum. En það sem ég vildi sagt hafa með þessum pistli er: Þekking er máttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Móðir mín og stjúpi tóku upp á því fyrir fimm árum að flytja búferlum til Vestmannaeyja, en stjúpi minn er fæddur og uppalinn í Eyjum. Öllum fimm afkvæmum þeirra hjóna þótti þetta hið versta mál enda eigum við í nánu sambandi við foreldra okkar og, það sem verra er, við erum flest óþægilega miklir landkrabbar. Ætli ég sé þó ekki barnanna verst þegar kemur að sjóveikinni. Fyrir tveimur árum sigldi ég í óveðri frá Þorlákshöfn til að geta eytt páskahátíðinni með þeim hjónum. Til að gera langa sögu stutta, þá kom ég í land nær dauða en lífi og var ósköp þakklát fyrir að geta farið beint í bólið eftir átökin. Samgöngur til og frá Eyjum bættust til muna með komu Landeyjahafnar og fyrir vikið urðu heimsóknir mínar til Eyja tíðari en áður, enda skömminni skárra að kveljast í hálftíma í stað þriggja klukkustunda. Móðirmín, sem sjálf þurfti að sigrast á sjóveikinni við flutningana, og systur stjúpa míns leiðbeindu mér sem best þær gátu og mæltu með því að vera lögst út af áður en skipið legði úr höfn, að drekka engiferöl fyrir brottför og anda djúpt ofan í maga. Ég tók öllum ráðleggingum fegins hendi og kom mér upp skilvirkri „Herjólfsrútínu“ sem hefur dugað svo vel að síðustu sjö skipti hef ég ekki fundið til (mikillar) ógleði. Með tíðari siglingum fylgdi óhjákvæmilega aukinn áhugi á veðurspám. Ég veit nú að norðanáttin er alls ekki slæm ef maður siglir frá Landeyjahöfn og að undir sléttum sjó geti leynst sterk undiralda. Í síðustu heimsókn minni til Eyja lærði ég svo hugtakið „að sigla lens“. Smátt og smátt bætist í þekkingarbanka minn og í kjölfarið finnst mér minna og minna mál að leggja á mig sjóferðina til Eyja. Nú er svo komið að mér finnst ég fær í flestan sjó – eða svona næstum. En það sem ég vildi sagt hafa með þessum pistli er: Þekking er máttur.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun