Siðferðisbrestur og tvískinnungur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. desember 2013 07:00 Málflutningur stjórnarliðsins um IPA-styrkina svokölluðu frá Evrópusambandinu verður æ furðulegri. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, var í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á laugardaginn orðinn jafnhissa og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á því að Evrópusambandið ætlaði ekki að halda áfram að styrkja verkefni sem komin voru af stað. Hefur hann þó verið jafneindreginn andstæðingur þess að aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram og verið jafnmikið á móti því að þiggja IPA-styrkina. Nú sagði Birgir hins vegar frá því að komin væri í gang lögfræðileg athugun stjórnvalda á því hvort ekki væri hægt að láta Evrópusambandið borga samt sem áður. Formaður utanríkismálanefndar „skilur aðstöðu þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa gert sínar áætlanir út frá því að þetta væri frágengið“. Hann sagði að menn hefði greint á um styrkina í upphafi, en þegar samningur væri kominn á um að borga til ákveðinna verkefna væri bara lögfræðilegt álitamál að finna út úr því, sem snerist ekkert um afstöðu manna til styrkjanna í upphafi. Er þetta alveg svo einfalt? Skiptir engu máli á hvaða forsendum menn voru á móti því að þiggja IPA-styrki? Birgir Ármannsson var nefnilega á seinasta kjörtímabili þingmanna harðorðastur um þann „siðferðilega vanda“ sem fælist í því að vilja taka við styrkjum án þess að vilja ganga í ESB, eins og átti við um þingmenn og ráðherra Vinstri grænna. „IPA-málið er hluti af aðlögunar- eða aðildarferlinu og ég á bágt með að sjá að menn geti með góðu móti verið andvígir aðildarferlinu en fylgjandi IPA-styrkjunum. Mér finnst einhver tvískinnungur í því,“ sagði Birgir í þingræðu í maí í fyrra. Í nóvember í fyrra sagði þingmaðurinn: „Þegar meiri hluti þings og þjóðar er í raun og veru á móti aðild finnst mér ekki beinlínis heiðarlegt að taka við þessu fé. Þó að sum verkefnin sem verja á þessum peningum til séu án efa ágætisverkefni hef ég á tilfinningunni að ekki sé heiðarlegt gagnvart öðrum þjóðum að taka við peningum sem eru til þess ætlaðir að undirbúa okkur undir aðild sem aldrei verður.“ Á þessum tíma fannst Birgi að Íslendingar væru að „taka við þessum fjármunum á fullkomlega röngum forsendum, eiginlega óheiðarlegum forsendum, miðað við það í hvers konar ógöngum aðildarumsóknin og aðlögunarferlið er.“ Birgir gerði heldur ekki mikið með að fyrirtæki og stofnanir væntu styrkja. Í umræðunni í maí í fyrra sagði hann: „Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og segja: Við verðum að samþykkja þetta af því að ágætisfólk hér og þar á landinu, hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, gerir sér væntingar um að fá einhverja styrki á þessum grundvelli. Við getum ekki tekið afstöðu á slíkum grundvelli, við getum ekki látið koma þannig fram við okkur, við þingmenn sem höfum efasemdir um þetta mál.“ Hvernig getur það sem var siðferðisbrestur, óheiðarleiki og tvískinnungur í fyrra breytzt í „lögfræðilegt álitamál“ í ár? Getur verið að Birgir hafi sjálfur ekki verið að hlusta þegar hann sagði á þingi í fyrra að þetta væri „spurning um það að menn séu samkvæmir sjálfum sér“? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun
Málflutningur stjórnarliðsins um IPA-styrkina svokölluðu frá Evrópusambandinu verður æ furðulegri. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, var í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á laugardaginn orðinn jafnhissa og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á því að Evrópusambandið ætlaði ekki að halda áfram að styrkja verkefni sem komin voru af stað. Hefur hann þó verið jafneindreginn andstæðingur þess að aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram og verið jafnmikið á móti því að þiggja IPA-styrkina. Nú sagði Birgir hins vegar frá því að komin væri í gang lögfræðileg athugun stjórnvalda á því hvort ekki væri hægt að láta Evrópusambandið borga samt sem áður. Formaður utanríkismálanefndar „skilur aðstöðu þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa gert sínar áætlanir út frá því að þetta væri frágengið“. Hann sagði að menn hefði greint á um styrkina í upphafi, en þegar samningur væri kominn á um að borga til ákveðinna verkefna væri bara lögfræðilegt álitamál að finna út úr því, sem snerist ekkert um afstöðu manna til styrkjanna í upphafi. Er þetta alveg svo einfalt? Skiptir engu máli á hvaða forsendum menn voru á móti því að þiggja IPA-styrki? Birgir Ármannsson var nefnilega á seinasta kjörtímabili þingmanna harðorðastur um þann „siðferðilega vanda“ sem fælist í því að vilja taka við styrkjum án þess að vilja ganga í ESB, eins og átti við um þingmenn og ráðherra Vinstri grænna. „IPA-málið er hluti af aðlögunar- eða aðildarferlinu og ég á bágt með að sjá að menn geti með góðu móti verið andvígir aðildarferlinu en fylgjandi IPA-styrkjunum. Mér finnst einhver tvískinnungur í því,“ sagði Birgir í þingræðu í maí í fyrra. Í nóvember í fyrra sagði þingmaðurinn: „Þegar meiri hluti þings og þjóðar er í raun og veru á móti aðild finnst mér ekki beinlínis heiðarlegt að taka við þessu fé. Þó að sum verkefnin sem verja á þessum peningum til séu án efa ágætisverkefni hef ég á tilfinningunni að ekki sé heiðarlegt gagnvart öðrum þjóðum að taka við peningum sem eru til þess ætlaðir að undirbúa okkur undir aðild sem aldrei verður.“ Á þessum tíma fannst Birgi að Íslendingar væru að „taka við þessum fjármunum á fullkomlega röngum forsendum, eiginlega óheiðarlegum forsendum, miðað við það í hvers konar ógöngum aðildarumsóknin og aðlögunarferlið er.“ Birgir gerði heldur ekki mikið með að fyrirtæki og stofnanir væntu styrkja. Í umræðunni í maí í fyrra sagði hann: „Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og segja: Við verðum að samþykkja þetta af því að ágætisfólk hér og þar á landinu, hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, gerir sér væntingar um að fá einhverja styrki á þessum grundvelli. Við getum ekki tekið afstöðu á slíkum grundvelli, við getum ekki látið koma þannig fram við okkur, við þingmenn sem höfum efasemdir um þetta mál.“ Hvernig getur það sem var siðferðisbrestur, óheiðarleiki og tvískinnungur í fyrra breytzt í „lögfræðilegt álitamál“ í ár? Getur verið að Birgir hafi sjálfur ekki verið að hlusta þegar hann sagði á þingi í fyrra að þetta væri „spurning um það að menn séu samkvæmir sjálfum sér“?