Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. janúar 2014 22:13 Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. vísir/daníel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fimm ára gamlar upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. Í febrúar 2012 óskaði lögregla eftir því í tölvupósti við Vodafone að fá aðgang að upplýsingum um símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu. 45 mínútum síðar barst lögreglu svar frá Vodafone með upplýsingum um þrjú símtöl frá árinu 2007. Þá voru fjögur og hálft ár liðin frá því að gögnunum hefði átt að vera eytt samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga. Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. Blaðamaðurinn Páll Hilmarsson vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni, en málsgögnin sem birt voru eru 146 blaðsíður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áframsendi gögnin frá Vodafone til lögreglunnar á Akranesi, sem fór með rannsókn málsins, og lét eftirfarandi skilaboð fylgja: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone“.Afrit af umræddum tölvupóstsamskiptum sem finna má í málsgögnum.Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. Í kjölfar Vodafone-lekans svokallaða í fyrra skýrðu forsvarsmenn Vodafone geymslu gagna umfram mánuðina sex með því að viðskiptavinum á vefsíðu fyrirtækisins stæði til boða að geyma send smáskilaboð. Til að gera það ekki þyrftu þeir að taka tiltekið hak af á vefsíðunni. Þá greindi Vodafone frá því að við ítarlega skoðun hafi einnig fundist eldri gögn í bakendakerfum, en þeim hafi verið eytt í kjölfar lekans.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband við hann en hann sagði að almenna reglan væri sú að upplýsingar um símtöl, svokallaðar fjarskiptaumferðarupplýsingar, mætti ekki geyma lengur en í sex mánuði. „Í þessu máli er verið að afhenda lögreglu gögn samkvæmt dómsúrskurði,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Vorið 2012 var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun, en fyrir þann tíma voru til gögn sem voru eldri en 6 mánaða. Engin slík gögn eru til í dag.“ Fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um varðveislu upplýsinga um fjarskiptaumferð hjá Símanum frá október 2011 að skýrt sé að gögn af þessu tagi eigi ekki að geyma lengur en í sex mánuði. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fimm ára gamlar upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. Í febrúar 2012 óskaði lögregla eftir því í tölvupósti við Vodafone að fá aðgang að upplýsingum um símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu. 45 mínútum síðar barst lögreglu svar frá Vodafone með upplýsingum um þrjú símtöl frá árinu 2007. Þá voru fjögur og hálft ár liðin frá því að gögnunum hefði átt að vera eytt samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga. Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. Blaðamaðurinn Páll Hilmarsson vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni, en málsgögnin sem birt voru eru 146 blaðsíður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áframsendi gögnin frá Vodafone til lögreglunnar á Akranesi, sem fór með rannsókn málsins, og lét eftirfarandi skilaboð fylgja: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone“.Afrit af umræddum tölvupóstsamskiptum sem finna má í málsgögnum.Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. Í kjölfar Vodafone-lekans svokallaða í fyrra skýrðu forsvarsmenn Vodafone geymslu gagna umfram mánuðina sex með því að viðskiptavinum á vefsíðu fyrirtækisins stæði til boða að geyma send smáskilaboð. Til að gera það ekki þyrftu þeir að taka tiltekið hak af á vefsíðunni. Þá greindi Vodafone frá því að við ítarlega skoðun hafi einnig fundist eldri gögn í bakendakerfum, en þeim hafi verið eytt í kjölfar lekans.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband við hann en hann sagði að almenna reglan væri sú að upplýsingar um símtöl, svokallaðar fjarskiptaumferðarupplýsingar, mætti ekki geyma lengur en í sex mánuði. „Í þessu máli er verið að afhenda lögreglu gögn samkvæmt dómsúrskurði,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Vorið 2012 var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun, en fyrir þann tíma voru til gögn sem voru eldri en 6 mánaða. Engin slík gögn eru til í dag.“ Fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um varðveislu upplýsinga um fjarskiptaumferð hjá Símanum frá október 2011 að skýrt sé að gögn af þessu tagi eigi ekki að geyma lengur en í sex mánuði.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45
Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51