Matur

Heilsugengið - Björk og Gunnari boðið upp á orkubrauð og grænan djús

Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason voru gestir í fjórða þætti Heilsugengisins þar sem fjallað er um mataræði og lífsstíl með fjölbreyttum hætti.

Þættirnir, sem verða alls átta talsins, eru í umsjón Völu Matt en henni til halds og trausts er hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir og heilsu- og hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir.

Björk og Gunnari var boðið upp á kennslu í brauðbakstri og grænan djús.

Orkubrauð

2 b tröllahafrar

1 b graskerjafræ

1 b sólblómafræ

1 b hörfræ

1 b möndlur, gróft saxaðar

1 b kókosmjöl

1/2 b psyllum husk

1/4 b chiafræ

2 msk möluðchiafræ

1 1/2 - 2 msk kúmenfræ

1-2 tsk salt

3 b  vatn

1/4 b kókosolía

2 msk hunang

Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið vel saman, látið standa í 30 - 45 mín við stofuhita áður en þið bakið eða yfir nótt.

Bakið við 175C í 30 mín, takið brauðið úr forminu og klárið að baka það í 30 mín. Kælið alveg áður en þið skerið það - gott að setja í kæli. Geymist í 5-7 daga í kæli, má frysta - best að frysta niðurskorið.



Gr ænn djús

1 vænn hnefi spínat eğa grænkál

1/2 agúrka, í bitum

2 sellerístönglar

1 limóna, afhıdd

5 cm biti fersk engiferrót

nokkrir mintustönglar

1 - 2 lífræn epli

3-4 límónulauf

2 dl vatn



Allt sett í blandara og blandað saman. Sigtað í gegnum spírupoka (fæst í LJósinu Langholtsvegi 43) og hlakkið til að drekka :)








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.