Elliði og Sóley tókust á í Minni skoðun: "Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka Diet Coke.“ 9. mars 2014 11:14 Sérfræðingar Mikaels Torfasonar í Minni skoðun á Stöð 2 voru að þessu sinni þau Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Þau tókust á um Evrópumálin og frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson sagði strax í upphafi að hann hefði sjálfur viljað meiri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið og bætti því við síðar að það hefði ekki þurft að koma strax með þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum. Sóley Tómasdóttir, sem er Vinstri græn, gagnrýndi framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að það væri alvarleg staða að ríkisstjórnin skuli trekk í trekk fara gegn því sem lofað var fyrir kosningar. Elliði sagði að gagnrýni frá Vinstri grænum væri einkennileg og svo notast sé við hans orðalag: „Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka diet kók.” Sóley leiðrétti Elliða fljótt því rétt er að tala um „Vinstri græn” en ekki „Vinstri græna.” „Ég biðst forláts á þessari einu villu sem ég hef farið með,” svaraði Elliði. Þau voru bæði sammála að það væri einkennilegt að forsætisráðherra kannist nú ekki við bréf sem hann skrifaði undir og sent var út í aðdraganda alþingiskosninga 2009. „Á maður að fá SMS frá Sigmundi Davíð til þess að taka hann alvarlega?” spurði Sóley en Elliði sagði að hann myndi ekki senda út nein bréf nema í því stæðu meiningar hans. Þegar talið barst almennt að framistöðu framsóknarráðherra sagði Sóley að henni þættu þessir menn fara óvarlega með vald sitt. Elliði tók ekki undir það en þau voru bæði ósammála forsætisráðherra um að Evrópusambandið hefði sett ríkisstjórn Íslands afarkosti. „Ég á erfitt með að búa til þá stöðu í huganum að við séum að renna út á tíma. Og hvað hefði þá gerst? Hefði ekki komið bréf frá Evrópusambandinu um að viðræðunum væri slitið? Og hefði þá ekki draumur Sigmundar ræst?” sagði Elliði. Sjá má umræður þeirra Mikaels, Sóleyjar og Elliða í myndbandsklippunni hér að ofan. Mín skoðun Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Sjá meira
Sérfræðingar Mikaels Torfasonar í Minni skoðun á Stöð 2 voru að þessu sinni þau Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Þau tókust á um Evrópumálin og frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson sagði strax í upphafi að hann hefði sjálfur viljað meiri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið og bætti því við síðar að það hefði ekki þurft að koma strax með þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum. Sóley Tómasdóttir, sem er Vinstri græn, gagnrýndi framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að það væri alvarleg staða að ríkisstjórnin skuli trekk í trekk fara gegn því sem lofað var fyrir kosningar. Elliði sagði að gagnrýni frá Vinstri grænum væri einkennileg og svo notast sé við hans orðalag: „Eins og offitusjúklingur að ráðleggja öðrum að drekka diet kók.” Sóley leiðrétti Elliða fljótt því rétt er að tala um „Vinstri græn” en ekki „Vinstri græna.” „Ég biðst forláts á þessari einu villu sem ég hef farið með,” svaraði Elliði. Þau voru bæði sammála að það væri einkennilegt að forsætisráðherra kannist nú ekki við bréf sem hann skrifaði undir og sent var út í aðdraganda alþingiskosninga 2009. „Á maður að fá SMS frá Sigmundi Davíð til þess að taka hann alvarlega?” spurði Sóley en Elliði sagði að hann myndi ekki senda út nein bréf nema í því stæðu meiningar hans. Þegar talið barst almennt að framistöðu framsóknarráðherra sagði Sóley að henni þættu þessir menn fara óvarlega með vald sitt. Elliði tók ekki undir það en þau voru bæði ósammála forsætisráðherra um að Evrópusambandið hefði sett ríkisstjórn Íslands afarkosti. „Ég á erfitt með að búa til þá stöðu í huganum að við séum að renna út á tíma. Og hvað hefði þá gerst? Hefði ekki komið bréf frá Evrópusambandinu um að viðræðunum væri slitið? Og hefði þá ekki draumur Sigmundar ræst?” sagði Elliði. Sjá má umræður þeirra Mikaels, Sóleyjar og Elliða í myndbandsklippunni hér að ofan.
Mín skoðun Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Sjá meira