Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. júlí 2014 07:30 Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira