Börn ársins 2014: Frægir fjölga sér Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2014 11:30 Frægir Íslendingar voru duglegir við að fjölga sér á árinu sem er að líða sem er ákaflega mikið gleðiefni. Lífið á Vísi kíkti yfir nokkur af börnum ársins.Byrjaði árið með stælLeikkonan Aníta Briem og eiginmaður hennar, Constatine Paraskevopoulus, byrjuðu árið með stæl og buðu litla prinsessu í heiminn í byrjun janúar. Stúlkan var rúmir 52 sentímetrar og þrettán merkur og hlaut nafnið Mia Anita. Þetta er fyrsta barn hjónanna sem búsett eru í Bandaríkjunum. Aníta prýddi forsíðu Lífsins í desember árið 2013 og þá talaði hún opinskátt um meðgönguna. „Ég er orðlaus næstum daglega yfir öllu því sem líkami minn er að gera. Þetta er margfalt meira undur en ég gat ímyndað mér. Svo hefur þetta líka verið ánægjulegra. Mig langaði lengi til að búa til barn en var mjög hikandi og áhyggjufull yfir að kippa mér svona af markaðinum.“Sextán marka stúlkaRithöfundurinn Tobba Marinósdóttir og Baggalúturinn Karl Sigurðsson eignuðust dóttur í júlí - þeirra fyrsta barn. Stúlkan hlaut nafnið Regína en hún var sextán merkur við fæðinguna.Erfið fæðing Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir eignaðist stúlku með kærasta sínum, Hjalta Haraldssyni, þann 25. september. Fæðingin gekk ekki vel og nokkrum dögum eftir hana birti Þórunn pistil á Facebook-síðu sinni og þakkaði starfsfólki Landsspítalans fyrir að hjálpa sér í gegnum erfiða fæðingu. „Fæðingin gekk vægast sagt ekki vel og var mikil þolraun, meðal annara flækja fékk ég sjaldgæfa og bráðhættulega meðgöngueitrun ( HELLP ) og fæðingarferlið var mjög langt og endaði í bráðakeisara einum og hálfum sólarhring seinna, en ég er ekki að skrifa þetta til að fá samúð því ég er alveg óhullt þökk sé umönnun þeirra ótrúlegu Ljósmæðra, Lækna, nema, og annars starfsfóks Landspítalans sem sá um að annast okkur. Hvert sem var litið var fagmennska, góðmennska sem og nærgætni í fyrirrúmi og greinilegt að allir leggja miklu harðar að sér en sanngjarnt þykir miðað við launin sem eru í heilbrigðisgeiranum,“ skrifaði Þórunn meðal annars.Sjöunda barnið fættFyrirsætan Ósk Norðfjörð eignaðist sitt sjöunda barn, litla hnátu, klukkan 11.18 þann 21. júlí. Fyrir átti Ósk fimm drengi og eina stúlku en eiginmaður Óskar er Sveinn Elías Elíasson sem er ellefu árum yngri en Ósk.Fljót að ákveða fyrra nafnið Blaðakonan Tinna Alavis og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, eignuðust stúlku þann 13. apríl síðastliðinn sem hlaut nafnið Ísabella Birta. Ísabella var þrettán merkur og 51 sentímetri þegar hún kom í heiminn en engin sérstök saga er á bak við nafn hnátunnar. „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ sagði Tinna í viðtali við Lífið á Vísi í ágúst. Þá sagðist Tinna einnig njóta sín í móðurhlutverkinu. „Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið.“Lét bíða eftir sér Dansparið Hanna Rún Óladóttir og Nikita eignaðist dreng þann 13. júní en þetta er þeirra fyrsta barn. Drengurinn lét bíða eftir sér en settur dagur var 4. júní. „Hann er algjör draumur, drekkur og drekkur og sefur eins og lamb. Hann er svo fullkominn og flottur að við getum ekki hætt að horfa á hann,“ sagði Hanna Rún í samtali við Lífið á Vísi nokkrum dögum eftir fæðinguna.Fyrst stelpa, svo strákur Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögmaður og fyrrverandi alheimsfegurðardrottning, eignaðist sitt annað barn með sínum heittelskaða, Pétri Rúnari Heimissyni, þann 30. apríl. Eignuðust þau dreng að þessu sinni en fyrir eiga þau dótturina Erlu Rún. Þá á Pétur dótturina Lilju Karitas úr fyrra sambandi.Allsherjargoðinn gaf honum nafn Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í lok maí. Hann var tæpar tólf merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun.Drengurinn var nefndur í sumar og hlaut nafnið Stígur Týr. Það var allsherjargoðinn Hilmar Örn sem gaf snáðanum nafnið sitt.Auður sagði vinum sínum frá fæðingu Stígs á Facebook. „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Fréttir ársins 2014 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Sjá meira
Frægir Íslendingar voru duglegir við að fjölga sér á árinu sem er að líða sem er ákaflega mikið gleðiefni. Lífið á Vísi kíkti yfir nokkur af börnum ársins.Byrjaði árið með stælLeikkonan Aníta Briem og eiginmaður hennar, Constatine Paraskevopoulus, byrjuðu árið með stæl og buðu litla prinsessu í heiminn í byrjun janúar. Stúlkan var rúmir 52 sentímetrar og þrettán merkur og hlaut nafnið Mia Anita. Þetta er fyrsta barn hjónanna sem búsett eru í Bandaríkjunum. Aníta prýddi forsíðu Lífsins í desember árið 2013 og þá talaði hún opinskátt um meðgönguna. „Ég er orðlaus næstum daglega yfir öllu því sem líkami minn er að gera. Þetta er margfalt meira undur en ég gat ímyndað mér. Svo hefur þetta líka verið ánægjulegra. Mig langaði lengi til að búa til barn en var mjög hikandi og áhyggjufull yfir að kippa mér svona af markaðinum.“Sextán marka stúlkaRithöfundurinn Tobba Marinósdóttir og Baggalúturinn Karl Sigurðsson eignuðust dóttur í júlí - þeirra fyrsta barn. Stúlkan hlaut nafnið Regína en hún var sextán merkur við fæðinguna.Erfið fæðing Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir eignaðist stúlku með kærasta sínum, Hjalta Haraldssyni, þann 25. september. Fæðingin gekk ekki vel og nokkrum dögum eftir hana birti Þórunn pistil á Facebook-síðu sinni og þakkaði starfsfólki Landsspítalans fyrir að hjálpa sér í gegnum erfiða fæðingu. „Fæðingin gekk vægast sagt ekki vel og var mikil þolraun, meðal annara flækja fékk ég sjaldgæfa og bráðhættulega meðgöngueitrun ( HELLP ) og fæðingarferlið var mjög langt og endaði í bráðakeisara einum og hálfum sólarhring seinna, en ég er ekki að skrifa þetta til að fá samúð því ég er alveg óhullt þökk sé umönnun þeirra ótrúlegu Ljósmæðra, Lækna, nema, og annars starfsfóks Landspítalans sem sá um að annast okkur. Hvert sem var litið var fagmennska, góðmennska sem og nærgætni í fyrirrúmi og greinilegt að allir leggja miklu harðar að sér en sanngjarnt þykir miðað við launin sem eru í heilbrigðisgeiranum,“ skrifaði Þórunn meðal annars.Sjöunda barnið fættFyrirsætan Ósk Norðfjörð eignaðist sitt sjöunda barn, litla hnátu, klukkan 11.18 þann 21. júlí. Fyrir átti Ósk fimm drengi og eina stúlku en eiginmaður Óskar er Sveinn Elías Elíasson sem er ellefu árum yngri en Ósk.Fljót að ákveða fyrra nafnið Blaðakonan Tinna Alavis og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, eignuðust stúlku þann 13. apríl síðastliðinn sem hlaut nafnið Ísabella Birta. Ísabella var þrettán merkur og 51 sentímetri þegar hún kom í heiminn en engin sérstök saga er á bak við nafn hnátunnar. „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ sagði Tinna í viðtali við Lífið á Vísi í ágúst. Þá sagðist Tinna einnig njóta sín í móðurhlutverkinu. „Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið.“Lét bíða eftir sér Dansparið Hanna Rún Óladóttir og Nikita eignaðist dreng þann 13. júní en þetta er þeirra fyrsta barn. Drengurinn lét bíða eftir sér en settur dagur var 4. júní. „Hann er algjör draumur, drekkur og drekkur og sefur eins og lamb. Hann er svo fullkominn og flottur að við getum ekki hætt að horfa á hann,“ sagði Hanna Rún í samtali við Lífið á Vísi nokkrum dögum eftir fæðinguna.Fyrst stelpa, svo strákur Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögmaður og fyrrverandi alheimsfegurðardrottning, eignaðist sitt annað barn með sínum heittelskaða, Pétri Rúnari Heimissyni, þann 30. apríl. Eignuðust þau dreng að þessu sinni en fyrir eiga þau dótturina Erlu Rún. Þá á Pétur dótturina Lilju Karitas úr fyrra sambandi.Allsherjargoðinn gaf honum nafn Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í lok maí. Hann var tæpar tólf merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun.Drengurinn var nefndur í sumar og hlaut nafnið Stígur Týr. Það var allsherjargoðinn Hilmar Örn sem gaf snáðanum nafnið sitt.Auður sagði vinum sínum frá fæðingu Stígs á Facebook. „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Sjá meira