Af hverju má ég ekki giftast Evu? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2014 06:00 Um daginn sat ég í sófanum með dóttur minni. Við lékum okkur í tölvuleik sem gengur út á það að klæða brúðhjón í mannsæmandi föt fyrir stóra daginn. Ég spurði dóttur mína hverjum hún vildi giftast og hún sagði að hún vildi giftast bestu vinkonu sinni, henni Evu. En hún vildi líka giftast strák, honum Gesti. Nokkrum dögum síðar horfðum við á viðtal við transkonu í sjónvarpinu. Dóttir mín furðaði sig á því að þessi kona hefði einu sinni verið með typpi en núna væri hún með brjóst og pjöllu. Eftir miklar bollaleggingar náði ég að útskýra fyrir henni hvað transfólk væri. Eða svona næstum því. Held ég. Hún er meira að segja farin að gúddera að strákar megi vera með naglalakk. Henni finnst það ekkert sérlega smart en er sammála móður sinni um það að fólk megi vera nákvæmlega eins og því líður best sjálfu. Henni brá líka í fyrrnefndum brúðarfataleik vegna þess að hún gæti ekki valið brúðarkjóla á tvær stelpur og sett þær saman á mynd í fallegri kirkju. Leikurinn bauð nefnilega bara upp á að stilla konu og manni upp saman. Þetta fannst henni skrítið. Og frekar pirrandi. Hana langaði nefnilega í mynd af sér og Evu sinni í semelíusteinaskreyttum rjómatertukjólum. Ég er fegin að dóttir mín elst upp á tímum þar sem allt er leyfilegt. Ég er fegin að hún óttast ekki að segja skoðanir sínar og vera trú sinni sannfæringu. Og ég er ekki síst fegin að hún áttar sig á því hvað það er fáránlegt að tölvuleikur bjóði ekki upp á að prúðbúa tvær konur og gefa þær saman í sýndarveruleikanum. Þó það virðist kannski ekki vera stórmál þá er það mikið hjartans mál fyrir fjögurra ára barn sem dýrkar bestu vinkonu sína út af lífinu. Því vona ég að hún haldi áfram að láta sig menn og málefni varða svo lengi sem óréttlæti ríkir í heiminum. Og ef hún kemst einhvern tímann að þeirri niðurstöðu að hún sé fædd í röngum líkama eða að hún vilji taka af skarið og giftast henni Evu mun ég styðja hana alla leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Um daginn sat ég í sófanum með dóttur minni. Við lékum okkur í tölvuleik sem gengur út á það að klæða brúðhjón í mannsæmandi föt fyrir stóra daginn. Ég spurði dóttur mína hverjum hún vildi giftast og hún sagði að hún vildi giftast bestu vinkonu sinni, henni Evu. En hún vildi líka giftast strák, honum Gesti. Nokkrum dögum síðar horfðum við á viðtal við transkonu í sjónvarpinu. Dóttir mín furðaði sig á því að þessi kona hefði einu sinni verið með typpi en núna væri hún með brjóst og pjöllu. Eftir miklar bollaleggingar náði ég að útskýra fyrir henni hvað transfólk væri. Eða svona næstum því. Held ég. Hún er meira að segja farin að gúddera að strákar megi vera með naglalakk. Henni finnst það ekkert sérlega smart en er sammála móður sinni um það að fólk megi vera nákvæmlega eins og því líður best sjálfu. Henni brá líka í fyrrnefndum brúðarfataleik vegna þess að hún gæti ekki valið brúðarkjóla á tvær stelpur og sett þær saman á mynd í fallegri kirkju. Leikurinn bauð nefnilega bara upp á að stilla konu og manni upp saman. Þetta fannst henni skrítið. Og frekar pirrandi. Hana langaði nefnilega í mynd af sér og Evu sinni í semelíusteinaskreyttum rjómatertukjólum. Ég er fegin að dóttir mín elst upp á tímum þar sem allt er leyfilegt. Ég er fegin að hún óttast ekki að segja skoðanir sínar og vera trú sinni sannfæringu. Og ég er ekki síst fegin að hún áttar sig á því hvað það er fáránlegt að tölvuleikur bjóði ekki upp á að prúðbúa tvær konur og gefa þær saman í sýndarveruleikanum. Þó það virðist kannski ekki vera stórmál þá er það mikið hjartans mál fyrir fjögurra ára barn sem dýrkar bestu vinkonu sína út af lífinu. Því vona ég að hún haldi áfram að láta sig menn og málefni varða svo lengi sem óréttlæti ríkir í heiminum. Og ef hún kemst einhvern tímann að þeirri niðurstöðu að hún sé fædd í röngum líkama eða að hún vilji taka af skarið og giftast henni Evu mun ég styðja hana alla leið.