Ætlar að njóta augnabliksins 1. október 2014 15:15 Eitt markmiða Sylvíu í Meistaramánuði 2014 er að halda áfram að lyfta og borða hollt. Í fyrra var markmið mitt að vera alveg sykurlaus allan mánuðinn. Það gekk mjög vel en á þeim tíma var ég nýbúin að eignast mitt annað barn og var orðin hundrað kíló í ágúst í fyrra. Þegar ég ákvað að taka þátt í Meistaramánuði 2013 var ég nýbúin að missa fimm kíló, ég missti svo fjögur í viðbót í október þannig að ég sá mikinn árangur af því að setja mér þetta markmið. Síðan þá er ég búin að missa þrjátíu kíló. Fyrir Meistaramánuð í ár hef ég sett mér þrjú markmið, það fyrsta er að halda áfram þeim lífsstíl sem ég hef tileinkað mér undanfarið ár og vera dugleg að lyfta sem er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, ég reyni hins vegar að hlaupa sem minnst því það er svo leiðinlegt,“ segir Sylvía og hlær.Langar að hætta að drífa sig Annað markmið sem hún setti sér er að skipuleggja nám sitt betur þannig að hún sé ekki alltaf á síðustu stundu með verkefni og lærdóm. „Ég er í fjarnámi í þroskaþjálfafræðum og er að hefja mitt síðasta ár í því með auknu vinnuálagi og stressi. Ég ætla því að koma mér upp ákveðnu skipulagi sem ég get svo unnið út frá. Þriðja markmiðið og jafnframt það dýrmætasta er að hætta að drífa mig. Mér finnst ég alltaf vera að segja við börnin mín „drífðu þig“ og „flýttu þér“, mig langar að hætta því og stoppa og njóta augnabliksins í staðinn. Þó svo maturinn sé að brenna á pönnunni eða verkefnin að flæða út úr tölvunni hjá mér þá langar mig að njóta þess að vera með börnunum mínum, þessi tími er svo fljótur að líða frá manni. Ég er svo heppin að eiga börnin mín tvö sem eru eins árs og þriggja ára og þau eru alltaf svo glöð að sjá mömmu sína, sama hvort ég er feit eða mjó, ljót eða sæt og þess vegna ætla ég að njóta lífsins með þeim.“Meistaramánuður sniðugt átak Sylvía segir öll markmiðin í raun tvinnast saman því til þess að hafa tíma til að fara í ræktina og lyfta og til að stoppa og njóta lífsins með börnunum þá þarf hún að vera dugleg að skipuleggja sig. „Það er mjög mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og hvatning í því að sjá þau rætast. Mér finnst Meistaramánuður vera mjög sniðugt átak því það er svo gaman og mikil hvatning í því að geta séð hvað aðrir eru að gera, að skoða til dæmis á Instagram allar myndirnar sem aðrir eru að pósta með sínum markmiðum, ég fékk mikinn stuðning í gegnum það í fyrra.“ Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í fyrra var markmið mitt að vera alveg sykurlaus allan mánuðinn. Það gekk mjög vel en á þeim tíma var ég nýbúin að eignast mitt annað barn og var orðin hundrað kíló í ágúst í fyrra. Þegar ég ákvað að taka þátt í Meistaramánuði 2013 var ég nýbúin að missa fimm kíló, ég missti svo fjögur í viðbót í október þannig að ég sá mikinn árangur af því að setja mér þetta markmið. Síðan þá er ég búin að missa þrjátíu kíló. Fyrir Meistaramánuð í ár hef ég sett mér þrjú markmið, það fyrsta er að halda áfram þeim lífsstíl sem ég hef tileinkað mér undanfarið ár og vera dugleg að lyfta sem er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, ég reyni hins vegar að hlaupa sem minnst því það er svo leiðinlegt,“ segir Sylvía og hlær.Langar að hætta að drífa sig Annað markmið sem hún setti sér er að skipuleggja nám sitt betur þannig að hún sé ekki alltaf á síðustu stundu með verkefni og lærdóm. „Ég er í fjarnámi í þroskaþjálfafræðum og er að hefja mitt síðasta ár í því með auknu vinnuálagi og stressi. Ég ætla því að koma mér upp ákveðnu skipulagi sem ég get svo unnið út frá. Þriðja markmiðið og jafnframt það dýrmætasta er að hætta að drífa mig. Mér finnst ég alltaf vera að segja við börnin mín „drífðu þig“ og „flýttu þér“, mig langar að hætta því og stoppa og njóta augnabliksins í staðinn. Þó svo maturinn sé að brenna á pönnunni eða verkefnin að flæða út úr tölvunni hjá mér þá langar mig að njóta þess að vera með börnunum mínum, þessi tími er svo fljótur að líða frá manni. Ég er svo heppin að eiga börnin mín tvö sem eru eins árs og þriggja ára og þau eru alltaf svo glöð að sjá mömmu sína, sama hvort ég er feit eða mjó, ljót eða sæt og þess vegna ætla ég að njóta lífsins með þeim.“Meistaramánuður sniðugt átak Sylvía segir öll markmiðin í raun tvinnast saman því til þess að hafa tíma til að fara í ræktina og lyfta og til að stoppa og njóta lífsins með börnunum þá þarf hún að vera dugleg að skipuleggja sig. „Það er mjög mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og hvatning í því að sjá þau rætast. Mér finnst Meistaramánuður vera mjög sniðugt átak því það er svo gaman og mikil hvatning í því að geta séð hvað aðrir eru að gera, að skoða til dæmis á Instagram allar myndirnar sem aðrir eru að pósta með sínum markmiðum, ég fékk mikinn stuðning í gegnum það í fyrra.“
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00
5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01
Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00
Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00