„Árás á okkur öll“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 18:30 Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“ Charlie Hebdo Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Meiri líkur en minni að ný stjórn líti dagsins ljós fyrir áramót Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjá meira
Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“
Charlie Hebdo Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Meiri líkur en minni að ný stjórn líti dagsins ljós fyrir áramót Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjá meira