Telur sig nálgast að finna ódýra, hreina og nánast óþrjótandi orkulind Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2015 15:25 Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan. Illugi og Orka Energy Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira