„Þetta var ævintýri lífs míns“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2015 10:34 Jón, eða Brói eins og hann er yfirleitt kallaður, í hlutverki sínu í auglýsingunni. mynd/skjáskot úr auglýsingunni „Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015 Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
„Þetta var ævintýri lífs míns að fá að fara þarna út og taka þátt í þessu,“ segir Jón F. Benónýsson en hann er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair. Auglýsingin var frumsýnd fyrir leik Hollands og Íslands í gær og vakti talsverða lukku. Auglýsingin hefst á erlendri grund þar sem Jón kveður konu sína og leggur í ferðalag. Undir ómar sigurlag Ítalíu úr Eurovision keppninni árið 1964 en þá söng hin sextán ára Gigliola Cinquetti lagið Non ho l'etá eftir Mario Panzeri. Ári síðar snaraði Ólafur Gaukur Þórhallsson textanum yfir á íslensku og Ellý Vilhjálmsdóttir söng það inn á samnefnda plötu. Íslenska útgáfa lagsins tekur við um miðbik auglýsingarinnar er flugvél Icelandair snertir flugbraut Keflavíkurflugvallar. Mikil keyrsla í miklum hita „Það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að leika í þessari auglýsingu. Það vantaði mann sem gæti leikið en væri ekki þjóðþekktur. Í upphafi vildu þeir fá mig suður í prufur en ég hafði engan tíma fyrir slíkt,“ segir Jón. Hann, ásamt syni sínum, brá á það ráð taka prufuna upp og senda suður. Tveimur dögum síðar var hann ráðinn. „Þetta var hellings keyrsla. Fjörutíu stiga hiti og mikil keyrsla allan daginn.“ Jón er ekki ókunnur myndavélum eða leiksviði. Hann leikur til að mynda í verðlaunamyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson og hefur leikið talsvert í áhugaleikhúsum norðan heiða. Hann lék einnig í Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Útlaganum, í fáein ár fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. „Þá ætlaði ég að slá í gegn,“ segir Jón kíminn. „Það tók mig um fjörutíu ár að komast á kortið sem sýnir einfaldlega að maður á aldrei að gefast upp. Þetta skilar sér alltaf á endanum.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan auk fáeinna viðbragða við henni. @Icelandair fékk gæsahúð við að horfa á þetta, frábær auglýsing!— Finnbogi Finnbogason (@Finnbo_13) September 3, 2015 Alltaf græt ég yfir Icelandair auglýsingum— Runa Sigurdardottir (@runasig) September 3, 2015 Mikið var þetta fín #icelandair auglýsing! Ég er svo impóneruð að ég ætla til útlanda í næstu viku.— Sunna V. (@sunnaval) September 3, 2015
Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37 Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. 30. nóvember 2014 11:37
Hugljúfa auglýsingin tekin upp á flugvelli sem Icelandair flýgur ekki til Auglýsingin er tekin upp í Berlín og sést meðal annars í flugvél Icelandair á Tegel-flugvellinum þar í borg. Athygli vekur að Icelandair flýgur ekki til Berlínar og flugvélar flugfélagsins því sjaldgæf sjón á flugvellinum. 2. desember 2014 11:51