Upplifir þú oft reiði? Ásdís Herborg Ólafsdóttir og Sálfræðingur skrifa 5. október 2015 11:00 visir/getty Í Ástralíu heyrði ég í fyrsta skipti orðið „road rage“ ég veit ekki hvort það er til eitthvert eitt orð yfir það á íslensku. Þetta átti við þegar einhver varð svo brjálæðislega reiður út í annan bílstjóra í umferðinni að hann réðist á hann, annaðhvort á staðnum eða elti hann þangað til hann stoppaði og lúbarði hann. Mig minnir meira að segja að einhver hafi verið drepinn. Maður þarf nú samt ekki að fara alla leið til Ástralíu til að finna svona eyðileggjandi reiði. Hún er yfirleitt hluti af öllu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu. Á mörgum heimilum hér á landi er tiplað á tánum til að vekja ekki reiði hans eða hennar sem beitir ofbeldi. Það er þessi skuggahlið reiðinnar sem veldur því að margir eiga mjög erfitt með að höndla það þegar þeir finna fyrir reiði hjá sjálfum sér. Margir eru hræddir við að leyfa sér að finna fyrir reiðinni og bæla hana niður. Fólk sem er alið upp við að það sé neikvætt að sýna reiði gerir líka oft allt til að kæfa reiðitilfinninguna í fæðingu af hræðslu við hvað gæti gerst ef það sleppir henni lausri. Þá er gott að vita að þó að reiði sé sterk tilfinning þá þarf hún alls ekki að vera tjáð með þvílíku offorsi. Hún á sér margar hliðar og getur líka verið uppbyggjandi allt eftir aðstæðum.Að tjá reiði: Reiðin lætur oftast bæra á sér þegar við upplifum óréttlæti. Hún vaknar þegar okkur finnst eitthvað gert á okkar hlut, okkur mismunað, misboðið eða okkur finnst við lítillækkuð. Það er hægt að tjá reiði á margan annan hátt en með andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hana er t.d. hægt að tjá með orðum, hljóðum, hreyfingum eða látbragði. Listamenn finna henni oft farveg í verkum sínum. Aðrir taka hana út í ræktinni. Að láta í ljós reiði getur verið mjög hollt þegar það á við, það getur styrkt sjálfstraustið og eflt tilfinninguna af að standa með sjálfum sér. Það getur verið mjög góð tilfinning að gefa það skýrt og skorinort í ljós þegar manni er misboðið. Reiði sem ekki er tjáð á beinan hátt kemur samt oft út og þá oft á annaðhvort klaufalegan eða óþægilegan hátt. Oftar en ekki bitnar niðurbæld reiði á þeim sem síst skyldi. Fjölskyldufaðirinn getur hafa orðið fyrir einhverju óréttlæti í vinnunni, bælt niður reiðina og svo látið hana bitna á fjölskyldunni þegar hann kemur heim. Niðurbæld reiði getur líka beinst inn á við og er stundum álitin ein af ástæðum þunglyndis.Að höndla reiði: Börn sem sýna reiði fá oft skammir fyrir og er sagt að þau megi ekki vera svona reið. Það ætti frekar að vera hluti af uppeldinu að hjálpa þeim að tjá reiði á þann hátt að hlustað sé á þau og tekið mark á þeim. Hjálpa þeim að orða reiðina. Fullorðið fólk þarf líka stundum hjálp við að höndla tilfinningar og þá er gott að vita að það er hægt að nota reiðina sem áttavita. Hún er merki um að hlutirnir eru ekki eins og manni finnist að þeir eigi að vera. Oftast er það alveg augljóst hvað gerir mann reiðan. Það er samt ekki alltaf að maður gerir sér grein fyrir ástæðum reiðinnar, sérstaklega ef það er reiði sem hefur byggst upp smám saman yfir langan tíma. Fyrsta skrefið í að höndla reiði er að gera sér grein fyrir af hverju hún stafar. Þegar þú finnur fyrir henni þá er gott að hugsa sig um og reyna að finna út úr því af hverju þú reiðist núna. Næst er að skilgreina hvort þú getur gert eitthvað við því. Ertu í aðstöðu til að breyta einhverju til hins betra? Síðan er að velja hvernig þú bregst við. Með því að bregðast ekki strax við en gefa þér tómrúm til að íhuga reiðina og ná valdi á henni, getur þú valið hvort þú tjáir hana eða ekki. Það er ekki alltaf sniðugt að sýna augljósa reiði. Getur þú breytt aðstæðum til hins betra með að tjá reiðina? Hjálpar það að tala, að setja orð á tilfinningar og gefa skilaboðin til réttra aðila? Maður getur ekki ávallt leyft sér að sýna reiði, t.d. er það ekki alltaf sniðugt að sýna þeim sem maður er að kljást við reiðina. Það getur verið að þú hafir of miklu að tapa á því. Þó maður geti ekki tjáð reiðina beint hjálpar það alltaf að gera sér grein fyrir af hverju hún stafar og reyna að finna henni farveg sem hvorki skaðar mann sjálfan eða aðra. Heilsa Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Í Ástralíu heyrði ég í fyrsta skipti orðið „road rage“ ég veit ekki hvort það er til eitthvert eitt orð yfir það á íslensku. Þetta átti við þegar einhver varð svo brjálæðislega reiður út í annan bílstjóra í umferðinni að hann réðist á hann, annaðhvort á staðnum eða elti hann þangað til hann stoppaði og lúbarði hann. Mig minnir meira að segja að einhver hafi verið drepinn. Maður þarf nú samt ekki að fara alla leið til Ástralíu til að finna svona eyðileggjandi reiði. Hún er yfirleitt hluti af öllu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu. Á mörgum heimilum hér á landi er tiplað á tánum til að vekja ekki reiði hans eða hennar sem beitir ofbeldi. Það er þessi skuggahlið reiðinnar sem veldur því að margir eiga mjög erfitt með að höndla það þegar þeir finna fyrir reiði hjá sjálfum sér. Margir eru hræddir við að leyfa sér að finna fyrir reiðinni og bæla hana niður. Fólk sem er alið upp við að það sé neikvætt að sýna reiði gerir líka oft allt til að kæfa reiðitilfinninguna í fæðingu af hræðslu við hvað gæti gerst ef það sleppir henni lausri. Þá er gott að vita að þó að reiði sé sterk tilfinning þá þarf hún alls ekki að vera tjáð með þvílíku offorsi. Hún á sér margar hliðar og getur líka verið uppbyggjandi allt eftir aðstæðum.Að tjá reiði: Reiðin lætur oftast bæra á sér þegar við upplifum óréttlæti. Hún vaknar þegar okkur finnst eitthvað gert á okkar hlut, okkur mismunað, misboðið eða okkur finnst við lítillækkuð. Það er hægt að tjá reiði á margan annan hátt en með andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hana er t.d. hægt að tjá með orðum, hljóðum, hreyfingum eða látbragði. Listamenn finna henni oft farveg í verkum sínum. Aðrir taka hana út í ræktinni. Að láta í ljós reiði getur verið mjög hollt þegar það á við, það getur styrkt sjálfstraustið og eflt tilfinninguna af að standa með sjálfum sér. Það getur verið mjög góð tilfinning að gefa það skýrt og skorinort í ljós þegar manni er misboðið. Reiði sem ekki er tjáð á beinan hátt kemur samt oft út og þá oft á annaðhvort klaufalegan eða óþægilegan hátt. Oftar en ekki bitnar niðurbæld reiði á þeim sem síst skyldi. Fjölskyldufaðirinn getur hafa orðið fyrir einhverju óréttlæti í vinnunni, bælt niður reiðina og svo látið hana bitna á fjölskyldunni þegar hann kemur heim. Niðurbæld reiði getur líka beinst inn á við og er stundum álitin ein af ástæðum þunglyndis.Að höndla reiði: Börn sem sýna reiði fá oft skammir fyrir og er sagt að þau megi ekki vera svona reið. Það ætti frekar að vera hluti af uppeldinu að hjálpa þeim að tjá reiði á þann hátt að hlustað sé á þau og tekið mark á þeim. Hjálpa þeim að orða reiðina. Fullorðið fólk þarf líka stundum hjálp við að höndla tilfinningar og þá er gott að vita að það er hægt að nota reiðina sem áttavita. Hún er merki um að hlutirnir eru ekki eins og manni finnist að þeir eigi að vera. Oftast er það alveg augljóst hvað gerir mann reiðan. Það er samt ekki alltaf að maður gerir sér grein fyrir ástæðum reiðinnar, sérstaklega ef það er reiði sem hefur byggst upp smám saman yfir langan tíma. Fyrsta skrefið í að höndla reiði er að gera sér grein fyrir af hverju hún stafar. Þegar þú finnur fyrir henni þá er gott að hugsa sig um og reyna að finna út úr því af hverju þú reiðist núna. Næst er að skilgreina hvort þú getur gert eitthvað við því. Ertu í aðstöðu til að breyta einhverju til hins betra? Síðan er að velja hvernig þú bregst við. Með því að bregðast ekki strax við en gefa þér tómrúm til að íhuga reiðina og ná valdi á henni, getur þú valið hvort þú tjáir hana eða ekki. Það er ekki alltaf sniðugt að sýna augljósa reiði. Getur þú breytt aðstæðum til hins betra með að tjá reiðina? Hjálpar það að tala, að setja orð á tilfinningar og gefa skilaboðin til réttra aðila? Maður getur ekki ávallt leyft sér að sýna reiði, t.d. er það ekki alltaf sniðugt að sýna þeim sem maður er að kljást við reiðina. Það getur verið að þú hafir of miklu að tapa á því. Þó maður geti ekki tjáð reiðina beint hjálpar það alltaf að gera sér grein fyrir af hverju hún stafar og reyna að finna henni farveg sem hvorki skaðar mann sjálfan eða aðra.
Heilsa Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira