Fólk og fjármagn Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar