Aníta Briem með endurkomu í Hollywood Birgir Örn Steinarsson skrifar 31. mars 2016 14:07 Aníta Briem er mætt aftur til starfa í Hollywood. Vísir Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki. Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikkonan Aníta Briem er við það að leika í nýrri bíómynd í Hollywood. Myndin ber nafnið Salt and Fire en þar fer hún með hlutverk flugfreyju. Aðalleikarar myndarinnar eru Michael Shannon sem margir muna eflaust eftir úr þáttunum Boardwalk Empire og spænska stjarnan Gael García Bernal en sjálf er Aníta í aukahlutverki. Leikkonan greindi frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni og merkti færsluna „here‘s to trying“. Þetta verður fyrsta hlutverk hennar í Hollywood mynd í 5 ár en þekkt er að hún fór með stærðarinnar hlutverk í ævintýramyndinni Journey to the center of the Earth sem kom út árið 2008. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið eftir að hún varð móðir. Hollywoodleikkonur hafa gjarnan kvartað yfir því að erfiðara og erfiðara sé að fá hlutverk með hverju æviári sem bætist við en svo virðist sem Aníta sé hvergi dottin af baki.Anita myndaði meðgönguna í bak og fyrir.Mynd/EinkasafnNýjasta mynd Werner HerzogSpennumyndin Salt and Fire segir sögu óvina sem neyðast til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir stórt náttúruslys. Annar er vísindamaður sem kennt hefur yfirmanni stórs fyrirtækis um eldra náttúruslys sem átti sér stað í Suður Ameríku. Þegar allt lítur út fyrir að eldfjall sé við það að gjósa neyðast þeir til þess að vinna saman ef koma á í veg fyrir gífurlegt mannfall, volæði og dauða. Leikstjóri myndarinnar er Werner Herzog en hann á að baki áratuga feril í kvikmyndum. Herzog er m.a. þekktastur fyrir myndirnar Rescue Dawn sem skartaði Christian Bale í aðalhlutverki og heimildamyndinni Grizzly Man sem kom út árið 2005 og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd hans hét Queen of the Desert og skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki.
Tengdar fréttir Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00 Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Meðganga er meira undur en ég gat ímyndað mér Anita Briem leikkona býr í Hollywood og hefur unnið hörðum höndum að frama sínum þar ytra. Á næstu vikum tekst hún á við stærsta hlutverk sitt hingað til, sem móðir. 13. desember 2013 07:00