Tekur þátt í ýmsum verkefnum á Cannes Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. maí 2016 09:00 Tinna Hrafnsdóttir leikkona fer til Cannes á morgun. Vísir/Stefán „Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira