Secret Solstice: Við hverju má búast af Radiohead á morgun? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2016 19:45 Taka þeir Creep? Hvað með Karma Police? Vísir/Getty Það er ekki oft sem jafn goðsagnakenndar hljómsveitir og Radiohead koma til landsins til þess að halda tónleika. Sú verður þó raunin á morgun, 17. júní, þegar sveitin fagnar þjóðhátíðardegi lýðveldisins með tónleikum í Laugardalshöll á Secret Solstice hátíðinni sem hófst í dag. Radiohead hefur verið starfandi frá árinu 1985, gefið út níu plötur og unnið til allra mögulegra verðlauna sem hægt er að í mynda sér. Lagalisti hljómsveitarinn er langur og því kannski ekki auðvelt að gera sér í hugarlund hvað verði á boðstólnum á morgun. Taka þeir Creep? Fá áhorfendur að syngja með í Karma Police? Mun taktfastur teknóhljómur Idioteque sprengja hljóðkerfið í Laugardalshöll?Sjá einnig: Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnarBlessunarlega er hægt að fá ákveðin svör við því hverju megi búast á morgun. Hljómsveitin hefur nú þegar haldið níu tónleika á tónleikaför sinni um Evrópu til þess að kynna A Moon Shaped Pool, nýjustu breiðskífu sveitarinnar sem kom út í síðasta mánuði. Þegar lagaval hljómsveitarinnar er skoðað á þessum tónleikum stendur ýmislegt upp úr.Mynd af lagalista Radiohead frá síðustu tónleikum. Creep virðist hafa verið skyndilega bætt við.Fyrstu fimm lögin eru ávallt þau sömu og í sömu röð.Á þeim níu tónleikum sem Radiohead hefur haldið það sem af er ári hefur sveitin ávallt opnað tónleikana á sömu fimm lögunum í sömu röð.Burn the WitchDaydreamingDecks DarkDesert Island DiskFul StopÞetta eru fyrstu fimm lögin á nýju plötu og Radiohead rúllar þeim út í byrjun. Eins og gefur að skilja hafa lög af A Moon Shaped Pool, nýjustu plötunni, verið með yfirhöndina á tónleikum Radiohead það sem af er ári og hefur sveitin verið að spila sex til níu lög af plötunni. Eftir að lögin fimm eru afstaðin færa þeir sig yfir í tónlistarlegt ferðalag um feril sveitarinnar þar sem lög af öllum plötum sveitarinnar, og meira að segja nokkrar B-hliðar, eru viðruð. Til gamans tók Vísir saman örlitla tölfræði um tónleikaferð Radiohead það sem af er ári. Hér má sjá fjölda þeirra laga sem hljómsveitin tekur á hverjum tónleikum, sundurliðuð eftir plötunum.En fáum við að heyra Creep? Paranoid Android? Karma Police?Tónleikagestir ættu að geta hlakkað til að heyra Paranoid Android en það hefur, frá því lagið kom út árið 1997, verið eitt af aðalnúmerum sveitarinnar á tónleikum. Á núverandi tónleikaferð hefur lagið fengið að hljóma í sex af níu skiptum og hvaða tölfræðingur sem er ætti því að geta sagt að góðar líkur séu á því að þetta ofboðslega rafmagnaða lag heyrist í Laugardalnum á morgun.Hvað varðar Creep og Karma Police skal ósagt látið. Þetta eru tvö af þekktustu lögum sveitarinnar og það er löngu meira en langt síðan að hljómsveitin fékk fullkomna leið á laginu Creep. Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, hefur meira að segja verið þekktur fyrir það að trompast á tónleikum þegar einhver vogar sér að biðja um Creep.Sjá einnig: Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö árEn, Thom Yorke er mikið ólíkindatól og þegar vel liggur á honum gerast ótrúlegir hlutir og svo virðist vera sem að Yorke og félagar hans í Radiohead séu í nokkuð góðum gír á tónleikaferðalaginu það sem af er.Það kom þó nokkuð á óvart þegar Radiohead taldi í Creep á tónleikum í París í síðasta mánuði, í fyrsta sinn í heil sjö ár. Það gerðu þeir svo aftur í Barcelona á síðustu tónleikum sveitarinnar. Það er því aldrei að vita? Karma Police hefur viðrað í fjögur skipti það sem af er tónleikaferðalagi og er alltaf jafn vinsælt og hver veit nema Laugardalshöllin fái að syngja með á morgun?Radiohead tekur Creep í fyrsta sinn í sjö ár á tónleikum í París í síðasta mánuði En hvernig hljómsveit er Radiohead eiginlega á tónleikum? Radiohead-tónleikar eru mikil upplifun. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænum áhrifum og ferðast yfirleitt með mikinn búnað með sér. Þetta má glöggt sjá á myndböndum af tónleikum sveitarinnar. Hljómsveitin er einnig gríðarlega þétt og þaulvön enda voru Sovétríkin ennþá til þegar Radiohead steig fyrst á stokk, þá sem On A Friday (önnur saga). Þeir eru einnig óhræddir við að setja lög sín í algjörlega nýjan búning frá því sem heyra má á plötum sveitarinnar. Þá leggja þeir mikið upp úr því, og þá sérstaklega Thom Yorke, að hver flutningur sé hnökralaus og án vandræða. Besta dæmi um þetta er þegar Jonny Greenwood, gítarleikari sveitarinnar lenti í vandræðum árið 2012 og var úr takti við félaga sína, eitthvað sem Thom Yorke hafði engan áhuga á.En þetta er þó undantekningin og að sjá Radiohead í öllu sínu veldi á tónleikum er engu líkt. Þeir geta brugðið sér í allra kvikinda líki, frá hinu hugljúfa til hins rafmagna að hinu rokkaða, líkt og sjá má á myndbandi BBC frá tónleikum sveitarinnar í Reading árið 2009.Það ætti líka að gleðja tónleikagesti að Radiohead hefur sjaldan eða aldrei verið í betra formi ef marka má tónleikarýni The Guardian eftir tónleika sveitarinnar í London fyrr í mánuðinum sem fengu afar góða dóma eða líkt og segir í greininni: „Radiohead sound like a band out on their own in more than one sense. It’s not just that no current rock artist of comparable size is making music as exploratory and exciting as this. It’s that, in a world where lengthy careers are usually marked by slow decline, they seem remarkably like a band reaching an artistic peak nearly 25 years after their commercial breakthrough.“ Tónleikar Radiohead hefjast klukkan 21.30 á morgun, 17. júní, í Laugardalshöll. Góða skemmtun. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Secret Solstice: Radiohead komnir til landsins Thom York og félagar mættu tveimur dögum áður en þeir stíga á stokk á Secret Solstice hátíðinni. 16. júní 2016 14:27 Radiohead spilar á Secret Solstice Auk Radiohead munu Afrika Bambaata, Róisín Murphy, Kelela og Action Bronson, Deftones, Skream og fjöldi annarra innlendra og erlendra tónlistarmanna og hljómsveita koma fram á hátíðinni sem fer fram í þriðja sinn í Laugardalnum í júní. 28. janúar 2016 06:30 Secret Solstice: Mugison býður Radiohead á tónleika sína í gegnum Facebook Mugison keypti auglýsingu á Facebook í von um að fanga athygli liðsmanna Radiohead. 16. júní 2016 17:00 Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö ár Breska sveitin Radiohead er nú á tónleikaferðalagi og spilar til að mynda á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum nú í júní. 24. maí 2016 20:55 Thom Yorke hitar upp fyrir Secret Solstice í garðveislu nágranna Renndi í nokkra Radiohead slagara í garði nágranna síns. 13. júní 2016 16:58 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Það er ekki oft sem jafn goðsagnakenndar hljómsveitir og Radiohead koma til landsins til þess að halda tónleika. Sú verður þó raunin á morgun, 17. júní, þegar sveitin fagnar þjóðhátíðardegi lýðveldisins með tónleikum í Laugardalshöll á Secret Solstice hátíðinni sem hófst í dag. Radiohead hefur verið starfandi frá árinu 1985, gefið út níu plötur og unnið til allra mögulegra verðlauna sem hægt er að í mynda sér. Lagalisti hljómsveitarinn er langur og því kannski ekki auðvelt að gera sér í hugarlund hvað verði á boðstólnum á morgun. Taka þeir Creep? Fá áhorfendur að syngja með í Karma Police? Mun taktfastur teknóhljómur Idioteque sprengja hljóðkerfið í Laugardalshöll?Sjá einnig: Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnarBlessunarlega er hægt að fá ákveðin svör við því hverju megi búast á morgun. Hljómsveitin hefur nú þegar haldið níu tónleika á tónleikaför sinni um Evrópu til þess að kynna A Moon Shaped Pool, nýjustu breiðskífu sveitarinnar sem kom út í síðasta mánuði. Þegar lagaval hljómsveitarinnar er skoðað á þessum tónleikum stendur ýmislegt upp úr.Mynd af lagalista Radiohead frá síðustu tónleikum. Creep virðist hafa verið skyndilega bætt við.Fyrstu fimm lögin eru ávallt þau sömu og í sömu röð.Á þeim níu tónleikum sem Radiohead hefur haldið það sem af er ári hefur sveitin ávallt opnað tónleikana á sömu fimm lögunum í sömu röð.Burn the WitchDaydreamingDecks DarkDesert Island DiskFul StopÞetta eru fyrstu fimm lögin á nýju plötu og Radiohead rúllar þeim út í byrjun. Eins og gefur að skilja hafa lög af A Moon Shaped Pool, nýjustu plötunni, verið með yfirhöndina á tónleikum Radiohead það sem af er ári og hefur sveitin verið að spila sex til níu lög af plötunni. Eftir að lögin fimm eru afstaðin færa þeir sig yfir í tónlistarlegt ferðalag um feril sveitarinnar þar sem lög af öllum plötum sveitarinnar, og meira að segja nokkrar B-hliðar, eru viðruð. Til gamans tók Vísir saman örlitla tölfræði um tónleikaferð Radiohead það sem af er ári. Hér má sjá fjölda þeirra laga sem hljómsveitin tekur á hverjum tónleikum, sundurliðuð eftir plötunum.En fáum við að heyra Creep? Paranoid Android? Karma Police?Tónleikagestir ættu að geta hlakkað til að heyra Paranoid Android en það hefur, frá því lagið kom út árið 1997, verið eitt af aðalnúmerum sveitarinnar á tónleikum. Á núverandi tónleikaferð hefur lagið fengið að hljóma í sex af níu skiptum og hvaða tölfræðingur sem er ætti því að geta sagt að góðar líkur séu á því að þetta ofboðslega rafmagnaða lag heyrist í Laugardalnum á morgun.Hvað varðar Creep og Karma Police skal ósagt látið. Þetta eru tvö af þekktustu lögum sveitarinnar og það er löngu meira en langt síðan að hljómsveitin fékk fullkomna leið á laginu Creep. Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, hefur meira að segja verið þekktur fyrir það að trompast á tónleikum þegar einhver vogar sér að biðja um Creep.Sjá einnig: Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö árEn, Thom Yorke er mikið ólíkindatól og þegar vel liggur á honum gerast ótrúlegir hlutir og svo virðist vera sem að Yorke og félagar hans í Radiohead séu í nokkuð góðum gír á tónleikaferðalaginu það sem af er.Það kom þó nokkuð á óvart þegar Radiohead taldi í Creep á tónleikum í París í síðasta mánuði, í fyrsta sinn í heil sjö ár. Það gerðu þeir svo aftur í Barcelona á síðustu tónleikum sveitarinnar. Það er því aldrei að vita? Karma Police hefur viðrað í fjögur skipti það sem af er tónleikaferðalagi og er alltaf jafn vinsælt og hver veit nema Laugardalshöllin fái að syngja með á morgun?Radiohead tekur Creep í fyrsta sinn í sjö ár á tónleikum í París í síðasta mánuði En hvernig hljómsveit er Radiohead eiginlega á tónleikum? Radiohead-tónleikar eru mikil upplifun. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænum áhrifum og ferðast yfirleitt með mikinn búnað með sér. Þetta má glöggt sjá á myndböndum af tónleikum sveitarinnar. Hljómsveitin er einnig gríðarlega þétt og þaulvön enda voru Sovétríkin ennþá til þegar Radiohead steig fyrst á stokk, þá sem On A Friday (önnur saga). Þeir eru einnig óhræddir við að setja lög sín í algjörlega nýjan búning frá því sem heyra má á plötum sveitarinnar. Þá leggja þeir mikið upp úr því, og þá sérstaklega Thom Yorke, að hver flutningur sé hnökralaus og án vandræða. Besta dæmi um þetta er þegar Jonny Greenwood, gítarleikari sveitarinnar lenti í vandræðum árið 2012 og var úr takti við félaga sína, eitthvað sem Thom Yorke hafði engan áhuga á.En þetta er þó undantekningin og að sjá Radiohead í öllu sínu veldi á tónleikum er engu líkt. Þeir geta brugðið sér í allra kvikinda líki, frá hinu hugljúfa til hins rafmagna að hinu rokkaða, líkt og sjá má á myndbandi BBC frá tónleikum sveitarinnar í Reading árið 2009.Það ætti líka að gleðja tónleikagesti að Radiohead hefur sjaldan eða aldrei verið í betra formi ef marka má tónleikarýni The Guardian eftir tónleika sveitarinnar í London fyrr í mánuðinum sem fengu afar góða dóma eða líkt og segir í greininni: „Radiohead sound like a band out on their own in more than one sense. It’s not just that no current rock artist of comparable size is making music as exploratory and exciting as this. It’s that, in a world where lengthy careers are usually marked by slow decline, they seem remarkably like a band reaching an artistic peak nearly 25 years after their commercial breakthrough.“ Tónleikar Radiohead hefjast klukkan 21.30 á morgun, 17. júní, í Laugardalshöll. Góða skemmtun.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Secret Solstice: Radiohead komnir til landsins Thom York og félagar mættu tveimur dögum áður en þeir stíga á stokk á Secret Solstice hátíðinni. 16. júní 2016 14:27 Radiohead spilar á Secret Solstice Auk Radiohead munu Afrika Bambaata, Róisín Murphy, Kelela og Action Bronson, Deftones, Skream og fjöldi annarra innlendra og erlendra tónlistarmanna og hljómsveita koma fram á hátíðinni sem fer fram í þriðja sinn í Laugardalnum í júní. 28. janúar 2016 06:30 Secret Solstice: Mugison býður Radiohead á tónleika sína í gegnum Facebook Mugison keypti auglýsingu á Facebook í von um að fanga athygli liðsmanna Radiohead. 16. júní 2016 17:00 Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö ár Breska sveitin Radiohead er nú á tónleikaferðalagi og spilar til að mynda á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum nú í júní. 24. maí 2016 20:55 Thom Yorke hitar upp fyrir Secret Solstice í garðveislu nágranna Renndi í nokkra Radiohead slagara í garði nágranna síns. 13. júní 2016 16:58 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Secret Solstice: Radiohead komnir til landsins Thom York og félagar mættu tveimur dögum áður en þeir stíga á stokk á Secret Solstice hátíðinni. 16. júní 2016 14:27
Radiohead spilar á Secret Solstice Auk Radiohead munu Afrika Bambaata, Róisín Murphy, Kelela og Action Bronson, Deftones, Skream og fjöldi annarra innlendra og erlendra tónlistarmanna og hljómsveita koma fram á hátíðinni sem fer fram í þriðja sinn í Laugardalnum í júní. 28. janúar 2016 06:30
Secret Solstice: Mugison býður Radiohead á tónleika sína í gegnum Facebook Mugison keypti auglýsingu á Facebook í von um að fanga athygli liðsmanna Radiohead. 16. júní 2016 17:00
Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö ár Breska sveitin Radiohead er nú á tónleikaferðalagi og spilar til að mynda á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum nú í júní. 24. maí 2016 20:55
Thom Yorke hitar upp fyrir Secret Solstice í garðveislu nágranna Renndi í nokkra Radiohead slagara í garði nágranna síns. 13. júní 2016 16:58