Samnefnarinn er hatur Sigríður Pétursdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun