Farþegi Noregs Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. ágúst 2016 08:00 Ríkisstjórnin samþykkti á föstudag tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra um skipan sérstakrar ráðherranefndar um Brexit. Tilgangur nefndarinnar er að hafa yfirumsjón með hagsmunagæslu íslenska ríkisins í tengslum við eiginlega úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Samhliða þessu var sett á laggirnar sérstök Brexit-eining embættismanna í utanríkisráðuneytinu í sama tilgangi. Lilja sagði í fréttum Stöðvar 2 að ein af þeim þremur sviðsmyndum sem íslensk stjórnvöld ynnu eftir væri tvíhliða samningur við Bretland. Slíkur samningur kemur til greina óháð afstöðu annarra EFTA-ríkja sem eru líka aðilar að EES-samningnum, þ.e. Noregs og Liechtenstein. Vera kann að það þjóni hagsmunum Íslands betur að semja beint við Bretland strax eftir að Bretar virkja 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hefja eiginlegt úrsagnarferli úr ESB á næsta ári. Greint var frá því fyrir helgi í Financial Times að stjórnendur banka í Lundúnum teldu það þjóna hagsmunum sínum og Bretlands betur ef Bretland myndi gera tvíhliða samninga við ESB sambærilega þeim sem Sviss hefur fremur en að ganga inn í EFTA og mögulega EES-samninginn eftir það. Það er við hæfi að velta fyrir sér stöðu EES-samningsins á þessum tímapunkti. Sérstaklega í ljósi þess að bankamenn í Lundúnum telja ekki eftirsóknarvert fyrir Bretland að taka beint upp afleidda löggjöf ESB án þess að hafa nokkuð að segja um gerð hennar. Þetta er hinn eiginlegi lýðræðishalli EES-samstarfsins í hnotskurn. Sú staða sem blasir við Norðmönnum, Íslendingum og Liechtensteinum. Ísland, ólíkt Noregi, ver ekki háum fjárhæðum í að hafa áhrif á þessa löggjöf eða með hvaða hætti hún er tekin upp í EES-samninginn. Norðmenn greiða langstærstan hluta kostnaðar í þróunarsjóð EFTA og viðræður um hvernig beri að skipta þessum kostnaði hafa ekki borið neinn árangur. Í vissum skilningi erum við farþegar Norðmanna í þessu samstarfi. EES-samningurinn hefur fært Íslendingum miklar hagsbætur í formi fjórfrelsis og aðgangs að innri markaði ESB. Þannig er beint orsakasamband á milli lífskjarasóknar hér á landi og aðildar okkar að fjórfrelsinu frá 1. janúar 1994. En fyrir hvaða fórnarkostnað og á hvaða forsendum? Fyrir yfirþjóðlegt eðli samstarfsins og forgangsáhrif EES-reglna vegna bókunar 35 við EES-samninginn? Forsendum okkar eða forsendum 30 annarra þjóðríkja og á grundvelli löggjafar sem við höfum lítið sem ekkert að segja um? Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að samhliða lífskjarasókninni hefur EES-samningurinn líka verið böl. Ekki síst vegna lýðræðishallans og þess að takmarkað tillit er tekið til þarfa okkar í gerðum sem Ísland hefur tekið upp. ESB-gerðir eru löggjöf sem Íslendingar hafa ekkert um að segja, tíma ekki að eyða peningum í að hafa áhrif á og eru alltaf of seinir að taka upp. Skammarkrókurinn sem Ísland er í hjá ESA er besti vitnisburðurinn um það. EES-samstarfið hefur verið gallað að þessu leyti frá byrjun. Tímamót sem Bretar standa frammi fyrir núna vegna Brexit og viðræður okkar við þá eru kjörið tækifæri til að horfa út fyrir kassann og hugsa upp á nýtt framtíð Íslands í evrópsku samstarfi í víðara samhengi en Brexit.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Ríkisstjórnin samþykkti á föstudag tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra um skipan sérstakrar ráðherranefndar um Brexit. Tilgangur nefndarinnar er að hafa yfirumsjón með hagsmunagæslu íslenska ríkisins í tengslum við eiginlega úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Samhliða þessu var sett á laggirnar sérstök Brexit-eining embættismanna í utanríkisráðuneytinu í sama tilgangi. Lilja sagði í fréttum Stöðvar 2 að ein af þeim þremur sviðsmyndum sem íslensk stjórnvöld ynnu eftir væri tvíhliða samningur við Bretland. Slíkur samningur kemur til greina óháð afstöðu annarra EFTA-ríkja sem eru líka aðilar að EES-samningnum, þ.e. Noregs og Liechtenstein. Vera kann að það þjóni hagsmunum Íslands betur að semja beint við Bretland strax eftir að Bretar virkja 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hefja eiginlegt úrsagnarferli úr ESB á næsta ári. Greint var frá því fyrir helgi í Financial Times að stjórnendur banka í Lundúnum teldu það þjóna hagsmunum sínum og Bretlands betur ef Bretland myndi gera tvíhliða samninga við ESB sambærilega þeim sem Sviss hefur fremur en að ganga inn í EFTA og mögulega EES-samninginn eftir það. Það er við hæfi að velta fyrir sér stöðu EES-samningsins á þessum tímapunkti. Sérstaklega í ljósi þess að bankamenn í Lundúnum telja ekki eftirsóknarvert fyrir Bretland að taka beint upp afleidda löggjöf ESB án þess að hafa nokkuð að segja um gerð hennar. Þetta er hinn eiginlegi lýðræðishalli EES-samstarfsins í hnotskurn. Sú staða sem blasir við Norðmönnum, Íslendingum og Liechtensteinum. Ísland, ólíkt Noregi, ver ekki háum fjárhæðum í að hafa áhrif á þessa löggjöf eða með hvaða hætti hún er tekin upp í EES-samninginn. Norðmenn greiða langstærstan hluta kostnaðar í þróunarsjóð EFTA og viðræður um hvernig beri að skipta þessum kostnaði hafa ekki borið neinn árangur. Í vissum skilningi erum við farþegar Norðmanna í þessu samstarfi. EES-samningurinn hefur fært Íslendingum miklar hagsbætur í formi fjórfrelsis og aðgangs að innri markaði ESB. Þannig er beint orsakasamband á milli lífskjarasóknar hér á landi og aðildar okkar að fjórfrelsinu frá 1. janúar 1994. En fyrir hvaða fórnarkostnað og á hvaða forsendum? Fyrir yfirþjóðlegt eðli samstarfsins og forgangsáhrif EES-reglna vegna bókunar 35 við EES-samninginn? Forsendum okkar eða forsendum 30 annarra þjóðríkja og á grundvelli löggjafar sem við höfum lítið sem ekkert að segja um? Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að samhliða lífskjarasókninni hefur EES-samningurinn líka verið böl. Ekki síst vegna lýðræðishallans og þess að takmarkað tillit er tekið til þarfa okkar í gerðum sem Ísland hefur tekið upp. ESB-gerðir eru löggjöf sem Íslendingar hafa ekkert um að segja, tíma ekki að eyða peningum í að hafa áhrif á og eru alltaf of seinir að taka upp. Skammarkrókurinn sem Ísland er í hjá ESA er besti vitnisburðurinn um það. EES-samstarfið hefur verið gallað að þessu leyti frá byrjun. Tímamót sem Bretar standa frammi fyrir núna vegna Brexit og viðræður okkar við þá eru kjörið tækifæri til að horfa út fyrir kassann og hugsa upp á nýtt framtíð Íslands í evrópsku samstarfi í víðara samhengi en Brexit.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. ágúst.