Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Sviss 88-72 | Svisslendingar afgreiddir í Höllinni Stefán Árni Pálsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 31. ágúst 2016 22:00 Haukur Helgi Pálsson stóð fyrir sínu. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta unnu í kvöld frábæran sextán stiga sigur á liði Sviss, 88-72, í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2017.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Íslenska liðið hefur ekki spilað betur í langan tíma en ljóst er að það kemur mjög vel undirbúið til leiks og er varnarleikurinn sem það spilaði í kvöld ummerki um að góð undankeppni gæti verið í kortunum. Það er óhætt að segja að fyrsta sókn leiksins sem var Svisslendinga hafi sett tóninn fyrir það sem átti eftir að gerast. Leikstjórnandi gestanna bar upp boltann en var búinn að missa hann út af eftir nokkrar sekúndur vegna frábærs varnarleiks Harðar Axels Vilhjálmssonar. Íslenska liðið byrjaði af þvílíkum krafti jafnt í vörn sem sókn og gekk hreinlega allt upp. Ef Ísland ætlar að vinna körfuboltaleiki þarf þessi smávaxna vörn að vera aktív og á mikilli hreyfingu og á hinum enda vallarins þurfa skotin að detta. Strákarnir skutu 16 af 28 í fyrri hálfleik eða 57 prósent, þar af átta af 16 fyrir utan sem gerir 50 prósent. Þannig var fyrri hálfleikurinn hjá strákunum okkar allt að því fullkominn. Varnarleikurinn var á köflum magnaður þar sem hver einasta skipting á skríni heppnaðist og urðu Svisslendingarnir stundum svo ráðalausir að þeir tóku smá steppdans með boltann og fengu dæmd á sig skref. Sviss var búið að missa boltann sex sinnum í fyrsta leikhluta og leikmenn liðsins hittu nánast ekkert enda voru þeir trekk í trekk neyddir í erfið skot. Ísland komst í 14-5, 19-7 og 22-9. Þá gafst þjálfari gestanna upp og tók leikhlé. Hann gat ekki annað enda var íslenska liðið við það að stinga af með Höllina á bakvið sig. Stuðningsmennirnir vissu ekki alveg við hverju þeir áttu að búast og var rólegt í húsinu til að byrja með en þessi frammistaða íslenska liðsins var fljót að kveikja í fólkinu.Bakverðirnir frábærir Sviss minnkaði muninn í 24-16 fyrir leik annars leikhluta en lenti svo 26 stigum undir, 47-21, í öðrum leikhluta þar sem íslenska liðið var nánast óstöðvandi. Þar spilaði inn í frábær innkoma reynsluboltans Loga Gunnarssonar sem var alveg magnaður. Logi fór bara út í vinstra hornið sem honum líður svo vel í og plantaði niður þrettán stigum með þremur þristum og tveimur tveggja stiga körfum; allt af sama blettinum. Hann skoraði meira að segja tvær þriggja stiga körfur í sömu sókninni eftir að dæmd var villa inn í teig þegar fyrra skotið var í loftinu. Nýja bakvarðaparið var einnig mjög gott. Á æfingamótinu á dögunum voru Craig Pedersen og aðstoðarmenn hans að slípa saman þá Hörð Axel og Martin Hermannsson og það virðist hafa virkað. Martin hefur bætt sig gríðarlega í varnarleiknum eftir dvölina í Bandaríkjunum og allir vita hvað Hörður getur í vörninni. Í sókninni var Martin svo búinn að skila þrettán stigum og Hörður Axel fimm plús sjö stoðsendingum. Sextán stig, átta stoðsendingar og frábært varnarframlag á ekki nema 20 mínútur. Þetta er bakvarðapar framtíðarinnar. Eftir mikið bras í sóknarleiknum tókst þjálfara Sviss aðeins að berja smá lífi í sína menn sem skoruðu átta síðustu stig fyrri hálfleiks og fóru "ekki nema" 18 stigum undir til búningsklefa, 47-29.Sviss vaknaði Svisslendingarnir virtust vakna af vondum draumi í seinni hálfleiknum og skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og voru tiltölulega fljótir að koma muninum á liðunum niður fyrir tuginn í níu stig, 50-41. Liðið sem virtist ekki geta hitt hlöðu né varist í fyrri hálfleik var mætt til leiks. Varnarleikur gestanna var miklu betri og tók það okkar menn smá tíma að komast aftur í takt eftir smá ráðleysi í byrjun þriðja leikhluta. En stórar körfur eins og þristur frá fyrirliðanum Hlyni Bæringsson og geggjað snúningssniðskot frá Herði Axel (og vítaskot að auki) héldu íslenska liðinu gangangi. Sviss minnkaði engu að síður muninn niður í tíu stig fyrir lokafjórðunginn, 64-54. Þar munaði gríðarlega um ömurlega vítanýtingu íslenska liðsins. Það hitti ekki bema úr sjö af fjórtán vítaskotum eða 50 prósent í fyrri hálfleik og aðeins tveimur af níu í þriðja leikhluta. Mörgum ókeypis stigum var kastað í ruslið. Sem betur fer urðu þau liðinu ekki að falli. Strákarnir voru ekkert á því að gefa frá sér sigurinn fyrir framan næstum fulla Laugardalshöllina. Martin Hermannsson kveikti næstum í kofanum með ruglaðri keyrslu að körfunni og fékk vítaskot að auki.Frábær endir Þar með var björninn unninn. Varnarleikurinn varð aftur frábær og þegar fimm mínútur voru eftir af fjórða leikhluta munaði 22 stigum á liðunum, 81-59. Það verður þó að gera svissneska liðinu það, að þegar það leit út fyrir að vera algjörlega dautt og grafið spýtti það í lófana, en sem betur fer of seint. Strákarnir okkar höfðu á endanum 16 stiga sigur, 88-72, sem hefði hæglega getað verið stærri. Leikmennirnir og þjálfarateymið fagnar þessum sigri í kvöld en grætur kannski að hafa ekki látið kné fylgja kviði og valtað yfir Svisslendingana því stigamunur getur skipt máli. En frábær sigur og ein besta frammistaða íslenska liðsins í langan tíma staðreynd. Framlag frá mörgum í sókninni og á löngum köflum einhver besti varnarleikur sem liðið hefur spilað. Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur hjá Íslandi í kvöld með 16 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og spilaði frábæran varnarleik. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson skoraði fimmtán og Martin Hermannsson fjórtán. Sex leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig. Liðssigur. Ísland mætir næst Kýpur 3. september ytra en frábær byrjun í kvöld.Logi: Ekkert skemmtilegra en að spila í Laugardalshöllinni „Við erum að vinna sterkt lið með sextán stiga mun og þetta lið var að gera það gott í undankeppninni fyrir síðasta Eurobasket og unnu að mig minnir Ítali,“ segir Logi Gunnarsson sáttur eftir leikinn. „Við erum bara mjög sáttur með byrjunina í þessari undankeppni. Það var alveg gríðarlega mikilvægt að ná yfir 25 stig forskoti í fyrri hálfleiknum og það lagði raun grunninn að þessum sigri.“ Logi segir að þá hafi liðið verið meira undirbúið til að taka á móti áhlaupum Svisslendingana. „Þetta er bara það sem við verðum að gera, byrja að krafti og nota þennan hraða sem við höfum og spila góða vörn. Þá eiga bara flest lið í vandræðum með okkur.“ Logi segir ekkert skemmtilegra en að spila í Laugardalshöllinni.Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér „Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikur liðsins í fyrri hálfleik var frábær og þeir fengu mjög fáar auðveldar körfur. Það er síðan þægilegt að byrja svona eins og í kvöld. Við hittum úr öllu á tímabili og það er gott að fá smá sjálfstraust.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi því komist mjög snemma í gang í kvöld. „Þetta er fínasta lið sem við erum að mæta hér í kvöld en hér á heimavelli teljum við okkur alltaf eiga séns í alla. En þetta er bara rétt að byrja, en við erum samt sáttur eftir þennan leik.“ Hlynur mun leika með liðið Stjörnunnar í vetur og kemur hann heim úr atvinnumennskunni. „Það var smá skrítin tímasetning á þessu hjá mér, að vera standa í þessu á leikdegi en ég hlakka bara mikið til. Þetta er stór ákvörðun á allan hátt. Ekki bara fyrir mig, heldur alla fjölskylduna líka og mikið af tilfinningum í gangi,“ segir Hlynur en hann er spenntur fyrir liðið Stjörnunnar og segist vera fara á góðan stað. Bæði Hlynur og Jón Arnór Stefánsson eru að koma heim úr atvinnumennskunni. Hlynur í Stjörnuna og Jón heim í KR. „Vonandi getum við gert eitthvað gott fyrir þessa deild. Það hefur verið mikill uppgangur í deildinni og öll umfjöllun og umgjörð hefur verið frábær. Það er bara stemmning í kringum körfuna og vonandi getum við bætt ofan á það.“vísir/ernirMartin: Við erum tvíburar „Þetta var í raun mikilvægasti leikurinn í þessari undankeppni, það er svo mikilvægt að byrja vel,“ segir Martin Hermannsson sem var frábær í liði Íslands í kvöld. „Við byrjuðum leikinn sterkt og sýndum að okkur langaði að vinna þennan leik. Við mætum dýrvitlausir til leiks og vissum að þeir myndu koma með áhlaup, enda er körfubolti leikur áhlaupanna.“ Hann segir að liðið hafi aldrei misst leikinn úr sínum höndum og alltaf hafi það spilað sinn leik. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum aldrei hleypa þeim of nálægt okkur. Við héldum bara áfram að spila okkar leik og við vitum það að við erum með frábæra leikmenn.“ Martin er kominn með stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og skoraði hann 14 stig í kvöld. Hann fær lengri spilatíma og stóð sig virkilega vel í kvöld. „Ég vissi það að ég væri kominn með stærra hlutverk. Þjálfararnir voru búnir að láta mig vita að ég myndi spila meira,“ segir Martin sem náði einstaklega vel saman með Herði Axel í kvöld og hafði hann góða útskýringu á því; „Já við erum tvíburar.“Tweets by @Visirkarfa1 Hlynur á vítalínunni.vísir/ernirvísir/stefánMartin átti góðan leik.vísir/ernirvísir/ernirLogi og félagar syngja Lofsönginn.vísir/ernir Körfubolti Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta unnu í kvöld frábæran sextán stiga sigur á liði Sviss, 88-72, í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2017.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Íslenska liðið hefur ekki spilað betur í langan tíma en ljóst er að það kemur mjög vel undirbúið til leiks og er varnarleikurinn sem það spilaði í kvöld ummerki um að góð undankeppni gæti verið í kortunum. Það er óhætt að segja að fyrsta sókn leiksins sem var Svisslendinga hafi sett tóninn fyrir það sem átti eftir að gerast. Leikstjórnandi gestanna bar upp boltann en var búinn að missa hann út af eftir nokkrar sekúndur vegna frábærs varnarleiks Harðar Axels Vilhjálmssonar. Íslenska liðið byrjaði af þvílíkum krafti jafnt í vörn sem sókn og gekk hreinlega allt upp. Ef Ísland ætlar að vinna körfuboltaleiki þarf þessi smávaxna vörn að vera aktív og á mikilli hreyfingu og á hinum enda vallarins þurfa skotin að detta. Strákarnir skutu 16 af 28 í fyrri hálfleik eða 57 prósent, þar af átta af 16 fyrir utan sem gerir 50 prósent. Þannig var fyrri hálfleikurinn hjá strákunum okkar allt að því fullkominn. Varnarleikurinn var á köflum magnaður þar sem hver einasta skipting á skríni heppnaðist og urðu Svisslendingarnir stundum svo ráðalausir að þeir tóku smá steppdans með boltann og fengu dæmd á sig skref. Sviss var búið að missa boltann sex sinnum í fyrsta leikhluta og leikmenn liðsins hittu nánast ekkert enda voru þeir trekk í trekk neyddir í erfið skot. Ísland komst í 14-5, 19-7 og 22-9. Þá gafst þjálfari gestanna upp og tók leikhlé. Hann gat ekki annað enda var íslenska liðið við það að stinga af með Höllina á bakvið sig. Stuðningsmennirnir vissu ekki alveg við hverju þeir áttu að búast og var rólegt í húsinu til að byrja með en þessi frammistaða íslenska liðsins var fljót að kveikja í fólkinu.Bakverðirnir frábærir Sviss minnkaði muninn í 24-16 fyrir leik annars leikhluta en lenti svo 26 stigum undir, 47-21, í öðrum leikhluta þar sem íslenska liðið var nánast óstöðvandi. Þar spilaði inn í frábær innkoma reynsluboltans Loga Gunnarssonar sem var alveg magnaður. Logi fór bara út í vinstra hornið sem honum líður svo vel í og plantaði niður þrettán stigum með þremur þristum og tveimur tveggja stiga körfum; allt af sama blettinum. Hann skoraði meira að segja tvær þriggja stiga körfur í sömu sókninni eftir að dæmd var villa inn í teig þegar fyrra skotið var í loftinu. Nýja bakvarðaparið var einnig mjög gott. Á æfingamótinu á dögunum voru Craig Pedersen og aðstoðarmenn hans að slípa saman þá Hörð Axel og Martin Hermannsson og það virðist hafa virkað. Martin hefur bætt sig gríðarlega í varnarleiknum eftir dvölina í Bandaríkjunum og allir vita hvað Hörður getur í vörninni. Í sókninni var Martin svo búinn að skila þrettán stigum og Hörður Axel fimm plús sjö stoðsendingum. Sextán stig, átta stoðsendingar og frábært varnarframlag á ekki nema 20 mínútur. Þetta er bakvarðapar framtíðarinnar. Eftir mikið bras í sóknarleiknum tókst þjálfara Sviss aðeins að berja smá lífi í sína menn sem skoruðu átta síðustu stig fyrri hálfleiks og fóru "ekki nema" 18 stigum undir til búningsklefa, 47-29.Sviss vaknaði Svisslendingarnir virtust vakna af vondum draumi í seinni hálfleiknum og skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og voru tiltölulega fljótir að koma muninum á liðunum niður fyrir tuginn í níu stig, 50-41. Liðið sem virtist ekki geta hitt hlöðu né varist í fyrri hálfleik var mætt til leiks. Varnarleikur gestanna var miklu betri og tók það okkar menn smá tíma að komast aftur í takt eftir smá ráðleysi í byrjun þriðja leikhluta. En stórar körfur eins og þristur frá fyrirliðanum Hlyni Bæringsson og geggjað snúningssniðskot frá Herði Axel (og vítaskot að auki) héldu íslenska liðinu gangangi. Sviss minnkaði engu að síður muninn niður í tíu stig fyrir lokafjórðunginn, 64-54. Þar munaði gríðarlega um ömurlega vítanýtingu íslenska liðsins. Það hitti ekki bema úr sjö af fjórtán vítaskotum eða 50 prósent í fyrri hálfleik og aðeins tveimur af níu í þriðja leikhluta. Mörgum ókeypis stigum var kastað í ruslið. Sem betur fer urðu þau liðinu ekki að falli. Strákarnir voru ekkert á því að gefa frá sér sigurinn fyrir framan næstum fulla Laugardalshöllina. Martin Hermannsson kveikti næstum í kofanum með ruglaðri keyrslu að körfunni og fékk vítaskot að auki.Frábær endir Þar með var björninn unninn. Varnarleikurinn varð aftur frábær og þegar fimm mínútur voru eftir af fjórða leikhluta munaði 22 stigum á liðunum, 81-59. Það verður þó að gera svissneska liðinu það, að þegar það leit út fyrir að vera algjörlega dautt og grafið spýtti það í lófana, en sem betur fer of seint. Strákarnir okkar höfðu á endanum 16 stiga sigur, 88-72, sem hefði hæglega getað verið stærri. Leikmennirnir og þjálfarateymið fagnar þessum sigri í kvöld en grætur kannski að hafa ekki látið kné fylgja kviði og valtað yfir Svisslendingana því stigamunur getur skipt máli. En frábær sigur og ein besta frammistaða íslenska liðsins í langan tíma staðreynd. Framlag frá mörgum í sókninni og á löngum köflum einhver besti varnarleikur sem liðið hefur spilað. Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur hjá Íslandi í kvöld með 16 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og spilaði frábæran varnarleik. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson skoraði fimmtán og Martin Hermannsson fjórtán. Sex leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig. Liðssigur. Ísland mætir næst Kýpur 3. september ytra en frábær byrjun í kvöld.Logi: Ekkert skemmtilegra en að spila í Laugardalshöllinni „Við erum að vinna sterkt lið með sextán stiga mun og þetta lið var að gera það gott í undankeppninni fyrir síðasta Eurobasket og unnu að mig minnir Ítali,“ segir Logi Gunnarsson sáttur eftir leikinn. „Við erum bara mjög sáttur með byrjunina í þessari undankeppni. Það var alveg gríðarlega mikilvægt að ná yfir 25 stig forskoti í fyrri hálfleiknum og það lagði raun grunninn að þessum sigri.“ Logi segir að þá hafi liðið verið meira undirbúið til að taka á móti áhlaupum Svisslendingana. „Þetta er bara það sem við verðum að gera, byrja að krafti og nota þennan hraða sem við höfum og spila góða vörn. Þá eiga bara flest lið í vandræðum með okkur.“ Logi segir ekkert skemmtilegra en að spila í Laugardalshöllinni.Hlynur: Skrítin tímasetning á þessu hjá mér „Það er mjög góð tilfinning að byrja svona undankeppni vel og þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur að mestu leyti,“ segir Hlynur Bæringsson eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikur liðsins í fyrri hálfleik var frábær og þeir fengu mjög fáar auðveldar körfur. Það er síðan þægilegt að byrja svona eins og í kvöld. Við hittum úr öllu á tímabili og það er gott að fá smá sjálfstraust.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi því komist mjög snemma í gang í kvöld. „Þetta er fínasta lið sem við erum að mæta hér í kvöld en hér á heimavelli teljum við okkur alltaf eiga séns í alla. En þetta er bara rétt að byrja, en við erum samt sáttur eftir þennan leik.“ Hlynur mun leika með liðið Stjörnunnar í vetur og kemur hann heim úr atvinnumennskunni. „Það var smá skrítin tímasetning á þessu hjá mér, að vera standa í þessu á leikdegi en ég hlakka bara mikið til. Þetta er stór ákvörðun á allan hátt. Ekki bara fyrir mig, heldur alla fjölskylduna líka og mikið af tilfinningum í gangi,“ segir Hlynur en hann er spenntur fyrir liðið Stjörnunnar og segist vera fara á góðan stað. Bæði Hlynur og Jón Arnór Stefánsson eru að koma heim úr atvinnumennskunni. Hlynur í Stjörnuna og Jón heim í KR. „Vonandi getum við gert eitthvað gott fyrir þessa deild. Það hefur verið mikill uppgangur í deildinni og öll umfjöllun og umgjörð hefur verið frábær. Það er bara stemmning í kringum körfuna og vonandi getum við bætt ofan á það.“vísir/ernirMartin: Við erum tvíburar „Þetta var í raun mikilvægasti leikurinn í þessari undankeppni, það er svo mikilvægt að byrja vel,“ segir Martin Hermannsson sem var frábær í liði Íslands í kvöld. „Við byrjuðum leikinn sterkt og sýndum að okkur langaði að vinna þennan leik. Við mætum dýrvitlausir til leiks og vissum að þeir myndu koma með áhlaup, enda er körfubolti leikur áhlaupanna.“ Hann segir að liðið hafi aldrei misst leikinn úr sínum höndum og alltaf hafi það spilað sinn leik. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum aldrei hleypa þeim of nálægt okkur. Við héldum bara áfram að spila okkar leik og við vitum það að við erum með frábæra leikmenn.“ Martin er kominn með stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og skoraði hann 14 stig í kvöld. Hann fær lengri spilatíma og stóð sig virkilega vel í kvöld. „Ég vissi það að ég væri kominn með stærra hlutverk. Þjálfararnir voru búnir að láta mig vita að ég myndi spila meira,“ segir Martin sem náði einstaklega vel saman með Herði Axel í kvöld og hafði hann góða útskýringu á því; „Já við erum tvíburar.“Tweets by @Visirkarfa1 Hlynur á vítalínunni.vísir/ernirvísir/stefánMartin átti góðan leik.vísir/ernirvísir/ernirLogi og félagar syngja Lofsönginn.vísir/ernir
Körfubolti Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu