Meðvituð ákvörðun að ráða bara konur í flest störf Sara McMahon skrifar 23. september 2016 10:00 Leikkonan Chloe Sevigny er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár. Hún sýnir jafnframt stuttmyndina Kitty á hátíðinni, en myndin er frumraun hennar sem leikstjóri. Mynd/Getty Leikkonan Chloe Sevigny er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár. Hún sýnir jafnframt stuttmyndina Kitty á hátíðinni, en myndin er frumraun hennar sem leikstjóri. Stuttmyndin Kitty er byggð á samnefndri smásögu Paul Bowles frá árinu 1980 og segir frá ungri stúlku að nafni Kitty sem breytist í kött. Myndin skartar Ione Skye, Lee Meriwether og Edie Yvonne í aðalhlutverkum. „Kitty er saga um litla stúlku sem dreymir um að vera eitthvað annað en hún er. Það mætti segja að myndin fjalli um barndóm, drauminn um að vera eitthvað annað en maður er, móðurhlutverkið og þá fínu jafnvægislist sem það er. Þetta er ævintýraleg mynd sem leyfir áhorfendum að túlka hana á sinn hátt,“ segir Chloe í viðtali við Fréttablaðið. Leikkonan er mikill aðdáandi rithöfundarins Paul Bowles og taldi Kitty góðan efnivið í stuttmynd. „Mér fannst þetta falleg saga sem gæti orðið falleg stuttmynd. Ég elska að horfa á litlar stúlkur og dýr á hvíta tjaldinu, en það er ekki mikið framboð af slíkum kvikmyndum – líklega af því það getur verið erfitt að vinna með börnum og dýrum,“ segir hún og hlær.Chloe Sevigny á Cannes kvikmyndahátíðinni í sumar. Frumraun hennar sem leikstjóri, stuttmyndin Kitty, var sýnd á hátíðinni. Hún verður einnig sýnd á RIFF.Mynd/GettyLeikarar myndarinnar, framleiðendur og tökuteymi samanstendur að mestu af konum. Chloe segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að velja konur í flest störfin. „Þetta var algjörlega meðvituð ákvörðun, ef ég á að segja eins og er. Mig langaði að ráða eins margar konur og ég gat. Ég á auðveldara með að tjá mig við konur en mér fannst líka eins og það væri auðveldara að selja konum hugmyndina að Kitty. Þar sem þetta var frumraun mín sem leikstjóri þá taldi ég að það yrði auðveldara að vinna þetta verkefni í samstarfi við konur.“ Chloe á langan og farsælan leiklistarferil að baki og hefur gjarnan verið nefnd „indie drottning“ bandarískrar kvikmyndagerðar. Hún vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Kids frá árinu 1995 og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Boys Don‘t Cry árið 1999. Í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian sagði Chloe að samskipti sín við suma leikstjóra hafa gert það að verkum að hún upplifi vanþóknun í garð sumra þeirra. Aðspurð segir hún reynslu sína hafa gert það að verkum að hún vildi nálgast leikara myndarinnar og teymið á jafningja grundvelli. „Ég vildi að þetta yrði hreint og klárt samstarf; ekki að ég sæti þarna sem einhverskonar einráður. Sem leikara leið mér stundum eins og ég hefði enga rödd, eins og ég væri bara brúða og það getur verið mjög frústrerandi. Ég vildi því vera viss um að allir fengju tækifæri til að leggja sitt að mörkum við gerð Kitty.“Kitty segir frá lítilli stúlku sem dreymir um að breytast í kött.Og reynslan var það góð að Chloe er þegar komin á veg með næstu stuttmynd: „Tökur á næstu mynd hefjast í nóvember. Það er líka stuttmynd og segir frá um kvenkyns listamanni sem þarf að glíma við sitt eigið egó, hlutverfingu kvenna og þessa eilífu leit eftir samþykki annarra.“ Þetta verður í fyrsta sinn sem Chloe heimsækir Ísland og kveðst hún spennt fyrir RIFF og því að fá að skoða landið. Hún mun aðeins dvelja fjóra daga á Íslandi en vonar að það dugi til þess að skoða í það minnsta Bláa lónið og Gullna hringinn. „Ég hef fjóra daga til að skoða mig um. RIFF er líka með fasta dagskrá sem ég tek þátt í. Þar á meðal umræðu um kvikmyndasjóði; nokkuð sem ég styð heilshugar. Það eru engir slíkir sjóðir til að ræða um í Bandaríkjunum sem mér þykir slæmt. Svona sjóðir eru svo mikilvægir fyrir listgreinina.“ Blaðamaður hnykkir út með því að spurja leikkonuna hvort hún sé kattavinur, svona í ljósi umfjöllunarefni myndarinnar. „Já, algjörlega. Ég bjó í úthverfi sem barn og ólst upp með köttum.“Reykjavík er þekkt fyrir alla kettina sem ráfa um miðbæinn, vissirðu það? „Í alvöru? Eru það villikettir? Lyktar allt af köttum?“Nei, flestir eru geldir.„Frábært. Ég hlakka til að sjá það. Þetta hljómar svolítið eins og á Grikklandi,“ segir hún að lokum. Sýning á Kitty og spjall við Chloe fer fram í Bíó Paradís klukkan 18.00 þann 6. október. Kitty verður sýnd í erlendum stuttmyndaflokki sem er nú keppnisflokkur í fyrsta sinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. september. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikkonan Chloe Sevigny er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár. Hún sýnir jafnframt stuttmyndina Kitty á hátíðinni, en myndin er frumraun hennar sem leikstjóri. Stuttmyndin Kitty er byggð á samnefndri smásögu Paul Bowles frá árinu 1980 og segir frá ungri stúlku að nafni Kitty sem breytist í kött. Myndin skartar Ione Skye, Lee Meriwether og Edie Yvonne í aðalhlutverkum. „Kitty er saga um litla stúlku sem dreymir um að vera eitthvað annað en hún er. Það mætti segja að myndin fjalli um barndóm, drauminn um að vera eitthvað annað en maður er, móðurhlutverkið og þá fínu jafnvægislist sem það er. Þetta er ævintýraleg mynd sem leyfir áhorfendum að túlka hana á sinn hátt,“ segir Chloe í viðtali við Fréttablaðið. Leikkonan er mikill aðdáandi rithöfundarins Paul Bowles og taldi Kitty góðan efnivið í stuttmynd. „Mér fannst þetta falleg saga sem gæti orðið falleg stuttmynd. Ég elska að horfa á litlar stúlkur og dýr á hvíta tjaldinu, en það er ekki mikið framboð af slíkum kvikmyndum – líklega af því það getur verið erfitt að vinna með börnum og dýrum,“ segir hún og hlær.Chloe Sevigny á Cannes kvikmyndahátíðinni í sumar. Frumraun hennar sem leikstjóri, stuttmyndin Kitty, var sýnd á hátíðinni. Hún verður einnig sýnd á RIFF.Mynd/GettyLeikarar myndarinnar, framleiðendur og tökuteymi samanstendur að mestu af konum. Chloe segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að velja konur í flest störfin. „Þetta var algjörlega meðvituð ákvörðun, ef ég á að segja eins og er. Mig langaði að ráða eins margar konur og ég gat. Ég á auðveldara með að tjá mig við konur en mér fannst líka eins og það væri auðveldara að selja konum hugmyndina að Kitty. Þar sem þetta var frumraun mín sem leikstjóri þá taldi ég að það yrði auðveldara að vinna þetta verkefni í samstarfi við konur.“ Chloe á langan og farsælan leiklistarferil að baki og hefur gjarnan verið nefnd „indie drottning“ bandarískrar kvikmyndagerðar. Hún vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Kids frá árinu 1995 og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Boys Don‘t Cry árið 1999. Í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian sagði Chloe að samskipti sín við suma leikstjóra hafa gert það að verkum að hún upplifi vanþóknun í garð sumra þeirra. Aðspurð segir hún reynslu sína hafa gert það að verkum að hún vildi nálgast leikara myndarinnar og teymið á jafningja grundvelli. „Ég vildi að þetta yrði hreint og klárt samstarf; ekki að ég sæti þarna sem einhverskonar einráður. Sem leikara leið mér stundum eins og ég hefði enga rödd, eins og ég væri bara brúða og það getur verið mjög frústrerandi. Ég vildi því vera viss um að allir fengju tækifæri til að leggja sitt að mörkum við gerð Kitty.“Kitty segir frá lítilli stúlku sem dreymir um að breytast í kött.Og reynslan var það góð að Chloe er þegar komin á veg með næstu stuttmynd: „Tökur á næstu mynd hefjast í nóvember. Það er líka stuttmynd og segir frá um kvenkyns listamanni sem þarf að glíma við sitt eigið egó, hlutverfingu kvenna og þessa eilífu leit eftir samþykki annarra.“ Þetta verður í fyrsta sinn sem Chloe heimsækir Ísland og kveðst hún spennt fyrir RIFF og því að fá að skoða landið. Hún mun aðeins dvelja fjóra daga á Íslandi en vonar að það dugi til þess að skoða í það minnsta Bláa lónið og Gullna hringinn. „Ég hef fjóra daga til að skoða mig um. RIFF er líka með fasta dagskrá sem ég tek þátt í. Þar á meðal umræðu um kvikmyndasjóði; nokkuð sem ég styð heilshugar. Það eru engir slíkir sjóðir til að ræða um í Bandaríkjunum sem mér þykir slæmt. Svona sjóðir eru svo mikilvægir fyrir listgreinina.“ Blaðamaður hnykkir út með því að spurja leikkonuna hvort hún sé kattavinur, svona í ljósi umfjöllunarefni myndarinnar. „Já, algjörlega. Ég bjó í úthverfi sem barn og ólst upp með köttum.“Reykjavík er þekkt fyrir alla kettina sem ráfa um miðbæinn, vissirðu það? „Í alvöru? Eru það villikettir? Lyktar allt af köttum?“Nei, flestir eru geldir.„Frábært. Ég hlakka til að sjá það. Þetta hljómar svolítið eins og á Grikklandi,“ segir hún að lokum. Sýning á Kitty og spjall við Chloe fer fram í Bíó Paradís klukkan 18.00 þann 6. október. Kitty verður sýnd í erlendum stuttmyndaflokki sem er nú keppnisflokkur í fyrsta sinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. september.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira