Stefna VG í málefnum ferðaþjónustu Jakob S. Jónsson skrifar 19. október 2016 07:00 Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar