Beislum vindinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2016 07:00 Vinnsla rafmagns úr vindorku er einhver umhverfisvænsta aðferð sem þekkist til að búa til rafmagn. Verkefnisstjórn um rammaáætlun og löggjafinn ættu að veita vindorkuverkefnum brautargengi og stuðla þannig að því að gera samfélagið minna háð óafturkræfum virkjunum. Náttúruvernd snýst ekki bara um rómantískar hugmyndir um að viðhalda náttúrunni ósnortinni og sjálfbæra auðlindanýtingu. Hún snýst um fyrirhyggju, ábyrga umgengni við auðlindir og tillitssemi við kynslóðir framtíðarinnar. Þannig endurspeglar hún ekki síður ást á framtíðarafkomendum en virðingu fyrir öðrum tegundum í vistkerfinu. Ef maðurinn elskar börnin sín, þá elskar hann náttúruna. Vindurinn er ótæmandi auðlind og vinnsla rafmagns með vindmyllum hefur ekki í för með sér neinn mengandi útblástur. Uppsetning vindmylla hefur hins vegar sjónræn áhrif á umhverfið og getur þannig gengið í berhögg við hagsmuni í öðrum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu. Varanleg umhverfisáhrif af vindmyllum eru samt lítil og að mestu afturkræf. Þannig er hægt að reisa vindmyllur, framleiða rafmagn í einhvern tíma og taka þær síðan niður án mikillar röskunar fyrir umhverfið. Landsvirkjun reisti tvær vindmyllur í tilraunaskyni á Hafinu svokallaða norðan Þjórsár í lok árs 2012 og hafa þær framleitt rafmagn frá ársbyrjun 2013. Niðurstöður benda til þess að aðstæður til virkjunar vinds séu óvenju hagstæðar á þessu svæði. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir þarna í gegn. Landsvirkjun hannaði í kjölfarið vindmyllugarð á þessu sama svæði og á hraun- og sandsléttu sunnan Þjórsár. Garðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og hefur þegar farið í gegnum umhverfismat. Það verða allt að 67 vindmyllur í Búrfellslundi með framleiðslugetu upp á 200 MW. Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk og því bíða stjórnendur Landsvirkjunar eftir verkefnisstjórn og Alþingi áður en fyrirtækið getur hafið framkvæmdir á svæðinu. Áður hafði verkefnisstjórn samþykkt að setja Blöndulund í Húnavatnshreppi í orkunýtingarflokk en það er vindmyllugarður með framleiðslugetu upp á 100 MW. Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfellslundi. Í skýrslunni kemur fram að vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og „upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri.“ Þetta er auðvitað mjög huglægt og sjónræn áhrif eru einstaklingsbundin. Í ljósi átaka sem einkenna umræðu um virkjanir og nýtingu fallvatns má velta fyrir sér hvort vinnsla rafmagns úr vindorku sé ekki leið sátta og málamiðlana. Röskun sem fylgir beislun vindsins er aðallega sjónræn og eiginleg mengun er engin. Það hlýtur því að vera von umhverfisverndarsinna sem skynja mikilvægi ábyrgrar auðlindanýtingar að stjórnmálamenn beri gæfu til að tryggja framgang virkjanakosta á sviði vindorku.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Vinnsla rafmagns úr vindorku er einhver umhverfisvænsta aðferð sem þekkist til að búa til rafmagn. Verkefnisstjórn um rammaáætlun og löggjafinn ættu að veita vindorkuverkefnum brautargengi og stuðla þannig að því að gera samfélagið minna háð óafturkræfum virkjunum. Náttúruvernd snýst ekki bara um rómantískar hugmyndir um að viðhalda náttúrunni ósnortinni og sjálfbæra auðlindanýtingu. Hún snýst um fyrirhyggju, ábyrga umgengni við auðlindir og tillitssemi við kynslóðir framtíðarinnar. Þannig endurspeglar hún ekki síður ást á framtíðarafkomendum en virðingu fyrir öðrum tegundum í vistkerfinu. Ef maðurinn elskar börnin sín, þá elskar hann náttúruna. Vindurinn er ótæmandi auðlind og vinnsla rafmagns með vindmyllum hefur ekki í för með sér neinn mengandi útblástur. Uppsetning vindmylla hefur hins vegar sjónræn áhrif á umhverfið og getur þannig gengið í berhögg við hagsmuni í öðrum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu. Varanleg umhverfisáhrif af vindmyllum eru samt lítil og að mestu afturkræf. Þannig er hægt að reisa vindmyllur, framleiða rafmagn í einhvern tíma og taka þær síðan niður án mikillar röskunar fyrir umhverfið. Landsvirkjun reisti tvær vindmyllur í tilraunaskyni á Hafinu svokallaða norðan Þjórsár í lok árs 2012 og hafa þær framleitt rafmagn frá ársbyrjun 2013. Niðurstöður benda til þess að aðstæður til virkjunar vinds séu óvenju hagstæðar á þessu svæði. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir þarna í gegn. Landsvirkjun hannaði í kjölfarið vindmyllugarð á þessu sama svæði og á hraun- og sandsléttu sunnan Þjórsár. Garðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og hefur þegar farið í gegnum umhverfismat. Það verða allt að 67 vindmyllur í Búrfellslundi með framleiðslugetu upp á 200 MW. Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk og því bíða stjórnendur Landsvirkjunar eftir verkefnisstjórn og Alþingi áður en fyrirtækið getur hafið framkvæmdir á svæðinu. Áður hafði verkefnisstjórn samþykkt að setja Blöndulund í Húnavatnshreppi í orkunýtingarflokk en það er vindmyllugarður með framleiðslugetu upp á 100 MW. Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfellslundi. Í skýrslunni kemur fram að vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og „upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri.“ Þetta er auðvitað mjög huglægt og sjónræn áhrif eru einstaklingsbundin. Í ljósi átaka sem einkenna umræðu um virkjanir og nýtingu fallvatns má velta fyrir sér hvort vinnsla rafmagns úr vindorku sé ekki leið sátta og málamiðlana. Röskun sem fylgir beislun vindsins er aðallega sjónræn og eiginleg mengun er engin. Það hlýtur því að vera von umhverfisverndarsinna sem skynja mikilvægi ábyrgrar auðlindanýtingar að stjórnmálamenn beri gæfu til að tryggja framgang virkjanakosta á sviði vindorku.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.