Píratar fá fólkið heim Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar