Hvers vegna að kjósa Bjarta framtíð? Agnar H. Johnson skrifar 24. október 2016 22:16 Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar