Varaformaður Viðreisnar segir ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 15:22 Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar segir ekkert fast í hendi með myndun þriggja flokka stjórnar. Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að viðræður milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar séu ekki komnar svo langt að hægt sé að segja að verið sé að mynda ríkisstjórn. „Ég myndi ekki segja að það sé komið svo langt. Það eru engar viðræður þannig séð í gangi, Það eru bara þreifingar í gangi eins og forsetinn lagði til, að allir myndu hringja sín á milli og hittast ef ástæða væri til og ræða málin og skoða. En það er ekkert fast í hendi, alls ekki. Fólk er bara að ræða sín á milli hvað er hægt að gera,“ segir Jóna Sólveig í samtali við Vísi.Sjá einnig:Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Í frétt sem birtist á Kjarnanum fyrr í dag er því haldið fram að ný ríkisstjórn virðist vera að myndast og að viðræður milli flokkkana hafi farið á fullt um helgina og að fyrir liggi málamiðlunartillögur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem allir geti sætt sig við. Jóna Sólveig segir hins vegar að einungis formenn flokkanna þriggja hafi fundað um helgina og að engin málefnavinna hafi átt sér stað. „Það var ekki fundað í neinum vinnuhópum eða neitt svoleiðis enda málið ekki komið á það stig.“Sjá einnig:Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Aðspurð hvort að Viðreisn hyggist halda viðræðum áfram við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð segir hún að ekkert sé fast í hendi. „Þreifingar halda áfram á milli allra flokka. Það er ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn. Fólk er að reyna að ná einhverri lausn til að mynda stjórn. Það er svo ekki komið neitt í ljós með það hvernig hún verður samsett.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að viðræður milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar séu ekki komnar svo langt að hægt sé að segja að verið sé að mynda ríkisstjórn. „Ég myndi ekki segja að það sé komið svo langt. Það eru engar viðræður þannig séð í gangi, Það eru bara þreifingar í gangi eins og forsetinn lagði til, að allir myndu hringja sín á milli og hittast ef ástæða væri til og ræða málin og skoða. En það er ekkert fast í hendi, alls ekki. Fólk er bara að ræða sín á milli hvað er hægt að gera,“ segir Jóna Sólveig í samtali við Vísi.Sjá einnig:Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Í frétt sem birtist á Kjarnanum fyrr í dag er því haldið fram að ný ríkisstjórn virðist vera að myndast og að viðræður milli flokkkana hafi farið á fullt um helgina og að fyrir liggi málamiðlunartillögur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem allir geti sætt sig við. Jóna Sólveig segir hins vegar að einungis formenn flokkanna þriggja hafi fundað um helgina og að engin málefnavinna hafi átt sér stað. „Það var ekki fundað í neinum vinnuhópum eða neitt svoleiðis enda málið ekki komið á það stig.“Sjá einnig:Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Aðspurð hvort að Viðreisn hyggist halda viðræðum áfram við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð segir hún að ekkert sé fast í hendi. „Þreifingar halda áfram á milli allra flokka. Það er ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn. Fólk er að reyna að ná einhverri lausn til að mynda stjórn. Það er svo ekki komið neitt í ljós með það hvernig hún verður samsett.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira
Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39
Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36