Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Frá vettvangi árásarinnar í Stokkhólmi á dögunum. vísir/afp Íslenska lögreglan er ekki nægilega vel í stakk búin til þess að takast á við árás af því tagi sem gerð var í miðborg Stokkhólms fyrir liðna helgi. Fjórir fórust í árásinni og fimmtán særðust, þar af níu alvarlega.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.vísir/gva„Við höfum í gegnum árin, Ríkislögreglustjóraembættið, bent á það, eins og fjölmiðlar vita og eins og alþjóð veit, að við þurfum að auka getu íslensku lögreglunnar til þess að vera vel í stakk búin til að takast á við atburði sem þessa,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Við erum það ekki nægjanlega, satt best að segja, eins og staðan er í dag. En við gerum allt sem við getum til þess að þjálfa lögregluliðið í landinu og til þess að vera með þann viðbúnað sem við þó höfum og getum haft,“ segir Haraldur. Hann bendir á að lögreglan hafi staðið frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði á fjárveitingu alveg frá hruni, eins og aðrar ríkisstofnanir. „Við höfum bent á að það þurfi að bæta í það til að við komumst á svipaðan stað og við vorum á fyrir hrun hvað varðar fjárveitingar og mannafla. Við höfum misst töluverðan fjölda lögreglumanna úr lögreglunni,“ segir Haraldur. Hann telur að lögreglumönnum hafi fækkað um 100 á liðnum árum. „Við töldum á sínum tíma, þegar við vorum að meta mannaflaþörf, að lögreglan þyrfti að vera með um 900 lögreglumenn en við erum einhvers staðar undir 700 lögreglumönnum. Þetta skiptir verulegu máli,“ segir Haraldur. Hann segir að það þurfi líka að bæta þjálfun lögreglumanna til að takast á við flókin verkefni, upplýsingasöfnun, netárásir og skipulagða glæpastarfsemi. „Þetta þarf að efla. Það er ýmislegt sem þarf að laga og við getum lagað og eflt lögregluna,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Íslenska lögreglan er ekki nægilega vel í stakk búin til þess að takast á við árás af því tagi sem gerð var í miðborg Stokkhólms fyrir liðna helgi. Fjórir fórust í árásinni og fimmtán særðust, þar af níu alvarlega.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.vísir/gva„Við höfum í gegnum árin, Ríkislögreglustjóraembættið, bent á það, eins og fjölmiðlar vita og eins og alþjóð veit, að við þurfum að auka getu íslensku lögreglunnar til þess að vera vel í stakk búin til að takast á við atburði sem þessa,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Við erum það ekki nægjanlega, satt best að segja, eins og staðan er í dag. En við gerum allt sem við getum til þess að þjálfa lögregluliðið í landinu og til þess að vera með þann viðbúnað sem við þó höfum og getum haft,“ segir Haraldur. Hann bendir á að lögreglan hafi staðið frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði á fjárveitingu alveg frá hruni, eins og aðrar ríkisstofnanir. „Við höfum bent á að það þurfi að bæta í það til að við komumst á svipaðan stað og við vorum á fyrir hrun hvað varðar fjárveitingar og mannafla. Við höfum misst töluverðan fjölda lögreglumanna úr lögreglunni,“ segir Haraldur. Hann telur að lögreglumönnum hafi fækkað um 100 á liðnum árum. „Við töldum á sínum tíma, þegar við vorum að meta mannaflaþörf, að lögreglan þyrfti að vera með um 900 lögreglumenn en við erum einhvers staðar undir 700 lögreglumönnum. Þetta skiptir verulegu máli,“ segir Haraldur. Hann segir að það þurfi líka að bæta þjálfun lögreglumanna til að takast á við flókin verkefni, upplýsingasöfnun, netárásir og skipulagða glæpastarfsemi. „Þetta þarf að efla. Það er ýmislegt sem þarf að laga og við getum lagað og eflt lögregluna,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00