Brot af Brooklyn í Laugardalnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2017 10:45 Young M.A. átti smell sumarsins í fyrra með lagi sínu OOOUUU, þannig að það verður stuð í dalnum á sunnudaginn. Rapparinn Young M.A. skaust inn á sjónarsviðið í kjölfar þess að hún gaf út ofursmellinn OOOUUU síðasta sumar. Hún hefur helst vakið athygli fyrir að ylja gömlum rapphausum um hjartaræturnar með augljósum New York áherslum - en gamla höfuðborg rappsins hefur fengið að víkja fyrir Atlanta þar sem hlutirnir gerast nú í rappheiminum. Henni tekst að vera New York án þess þó að detta í algjöra nostalgíu og nær því að fanga nokkra strauma og stefnur rappsins í einu. Einnig hefur hún vakið athygli fyrir að fjalla opinskátt um samkynhneigð sína án þess að hafa verið ýtt inn í einhverskonar „samkynhneigt rapp“ box eins og vill gerast - eins og le1f og sissy bounce-ið frá New Orleans og fleira. Aðallega er hún samt þekkt fyrir að vera helvíti góður rappari. Getur þú sagt lesendum Fréttablaðsins sem þekkja þig kannski ekki hver Young M.A. er eiginlega? „M.A. stendur fyrir Me Always [ávallt ég sjálf]. Ég byrjaði að rappa þegar ég var 9 ára og hef síðan þá ávallt verið ég sjálf. Þegar ég loksins varð örugg í eigin skinni var það auðvelt fyrir mig að tjá mig um eigin reynslu í tónlist minni.“Veistu eitthvað um Ísland? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég ferðast til Íslands og ég er ákaflega spennt að sjá landið. Myndböndin sem ég hef séð af Secret Solstice hátíðinni segja mér að Íslendingar séu mikil partí-þjóð. Það lítur út fyrir að það verði brjáluð stemming!“Áður en þú varðst fræg, hafðir þú þá einhvern tíma ímyndað þér að þú myndir einn daginn ferðast til fjarlægra landa eins og Íslands? Hver er áhugaverðasti staður sem þú hefur komið á á ferlinum? „Ég er mjög sjálfsörugg manneskja, þannig að ég hef ávallt haft tröllatrú á því að tónlistin mín myndi fara með mig um allan heim og ég hef verið bænheyrð og er nú bókuð um heim allan. Ég verð að eilífu þakklát aðdáendum mínum, stuðningsfólki og sérstaklega þeim sem hafa verið með mér frá byrjun. Ég hef lent í að minnsta kosti tvisvar lent í frekar undarlegri reynslu á tónleikaferðalagi: ég spilaði einu sinni í El Paso og allir voru töluvert hressari en ég bjóst við og svo í Kanada – þar voru allir gjörsamlega trylltir og ég held að bjórinn þar sé öðruvísi eða eitthvað, þetta var alveg ótrúlegt dæmi.“Í viðtölum okkar við aðra listamenn sem munu koma fram á Secret Solstice hátíðinni nefndu flestir að þeir væru frekar hræddir við að missa svefn vegna miðnætursólarinnar – hefur þú áhyggjur af því og ertu búin að pakka niður myrkvunartjöldum? „Þetta „ruglaði“ í mér í Kanada. Ég held að ég hafi verið í Winnipeg og klukkan var hálf ellefu og sólin var bara enn á lofti. Ég hef verið að grínast með það að sólin hljóti að vera að vinna aukavinnu til að gefa börnunum að borða. Ég mun samt stoppa stutt og það kann að vera að ég sleppi því að sofa – þannig að ég er spennt fyrir því að sólin hangi með mér.“Ef þú þyrftir að lifa með því að það væri bjart allan sólarhringinn – hvað myndir þú gera? „Kampavín í morgunmat á ströndinni, Mótorhjólarúntur í sveitinni, Nudd, stúdíóið, sjávarfang í kvöldmat, strippklúbbur.“Við hverju geta gestir Solstice hátíðarinnar búist af þér? „Ég er að fara að „turn up“ fyrir Ísland þann 18. júní! Ég hlakka til að koma með Brooklyn-stemminguna í miðnætursólina.“Hvað er næst hjá Young M.A. og hvenær kemur næsta OOOUUU sem við öll sem þekkjum þig erum að bíða eftir? „Ég gaf út EP plötuna „Herstory“ í apríl og ég er alltaf í stúdíóinu þessa dagana að vinna að minni fyrstu plötu í fullri lengd, en hún ber titilinn „Herstory in the making“. Sú plata verður full af afar persónulegri tónlist og ég get ekki beðið eftir því að sýna heiminum þetta.“ Secret Solstice Tónlist Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rapparinn Young M.A. skaust inn á sjónarsviðið í kjölfar þess að hún gaf út ofursmellinn OOOUUU síðasta sumar. Hún hefur helst vakið athygli fyrir að ylja gömlum rapphausum um hjartaræturnar með augljósum New York áherslum - en gamla höfuðborg rappsins hefur fengið að víkja fyrir Atlanta þar sem hlutirnir gerast nú í rappheiminum. Henni tekst að vera New York án þess þó að detta í algjöra nostalgíu og nær því að fanga nokkra strauma og stefnur rappsins í einu. Einnig hefur hún vakið athygli fyrir að fjalla opinskátt um samkynhneigð sína án þess að hafa verið ýtt inn í einhverskonar „samkynhneigt rapp“ box eins og vill gerast - eins og le1f og sissy bounce-ið frá New Orleans og fleira. Aðallega er hún samt þekkt fyrir að vera helvíti góður rappari. Getur þú sagt lesendum Fréttablaðsins sem þekkja þig kannski ekki hver Young M.A. er eiginlega? „M.A. stendur fyrir Me Always [ávallt ég sjálf]. Ég byrjaði að rappa þegar ég var 9 ára og hef síðan þá ávallt verið ég sjálf. Þegar ég loksins varð örugg í eigin skinni var það auðvelt fyrir mig að tjá mig um eigin reynslu í tónlist minni.“Veistu eitthvað um Ísland? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég ferðast til Íslands og ég er ákaflega spennt að sjá landið. Myndböndin sem ég hef séð af Secret Solstice hátíðinni segja mér að Íslendingar séu mikil partí-þjóð. Það lítur út fyrir að það verði brjáluð stemming!“Áður en þú varðst fræg, hafðir þú þá einhvern tíma ímyndað þér að þú myndir einn daginn ferðast til fjarlægra landa eins og Íslands? Hver er áhugaverðasti staður sem þú hefur komið á á ferlinum? „Ég er mjög sjálfsörugg manneskja, þannig að ég hef ávallt haft tröllatrú á því að tónlistin mín myndi fara með mig um allan heim og ég hef verið bænheyrð og er nú bókuð um heim allan. Ég verð að eilífu þakklát aðdáendum mínum, stuðningsfólki og sérstaklega þeim sem hafa verið með mér frá byrjun. Ég hef lent í að minnsta kosti tvisvar lent í frekar undarlegri reynslu á tónleikaferðalagi: ég spilaði einu sinni í El Paso og allir voru töluvert hressari en ég bjóst við og svo í Kanada – þar voru allir gjörsamlega trylltir og ég held að bjórinn þar sé öðruvísi eða eitthvað, þetta var alveg ótrúlegt dæmi.“Í viðtölum okkar við aðra listamenn sem munu koma fram á Secret Solstice hátíðinni nefndu flestir að þeir væru frekar hræddir við að missa svefn vegna miðnætursólarinnar – hefur þú áhyggjur af því og ertu búin að pakka niður myrkvunartjöldum? „Þetta „ruglaði“ í mér í Kanada. Ég held að ég hafi verið í Winnipeg og klukkan var hálf ellefu og sólin var bara enn á lofti. Ég hef verið að grínast með það að sólin hljóti að vera að vinna aukavinnu til að gefa börnunum að borða. Ég mun samt stoppa stutt og það kann að vera að ég sleppi því að sofa – þannig að ég er spennt fyrir því að sólin hangi með mér.“Ef þú þyrftir að lifa með því að það væri bjart allan sólarhringinn – hvað myndir þú gera? „Kampavín í morgunmat á ströndinni, Mótorhjólarúntur í sveitinni, Nudd, stúdíóið, sjávarfang í kvöldmat, strippklúbbur.“Við hverju geta gestir Solstice hátíðarinnar búist af þér? „Ég er að fara að „turn up“ fyrir Ísland þann 18. júní! Ég hlakka til að koma með Brooklyn-stemminguna í miðnætursólina.“Hvað er næst hjá Young M.A. og hvenær kemur næsta OOOUUU sem við öll sem þekkjum þig erum að bíða eftir? „Ég gaf út EP plötuna „Herstory“ í apríl og ég er alltaf í stúdíóinu þessa dagana að vinna að minni fyrstu plötu í fullri lengd, en hún ber titilinn „Herstory in the making“. Sú plata verður full af afar persónulegri tónlist og ég get ekki beðið eftir því að sýna heiminum þetta.“
Secret Solstice Tónlist Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira